Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 74

Morgunblaðið - 31.05.2018, Síða 74
74 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. MAÍ 2018 Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is „Við hugsum um listina sem mikil- vægan samtímaspegil. Hálendi Ís- lands er ekki aðeins efnisleg auð- lind heldur hefur verið tákn þjóðarvitundar um fegurð og alltaf kallað á umhugsun listamanna. Við- fang sýningarinnar er hvernig lista- menn hafa fengist við og skoðað víðerni landsins allt frá upphafi 20. aldar. Um leið getum við velt fyrir okkur samtíma þeirra og hvað kalli á þá sýn sem þeir birta okkur,“ seg- ir Ólöf K. Sigurðardóttir, safnstjóri Listasafns Reykjavíkur, um mynd- listarsýninguna Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein? sem opnuð verður kl. 12 á laugardaginn á Kjarvalsstöðum og kl. 15 í Hafnar- húsinu. Sýningin er einn umfangs- mesti myndlistarviðburður Lista- hátíðar í Reykjavík, en þar er teflt fram verkum hátt á fjórða tug lista- manna, lífs og liðinna. Sýningin er tvískipt, verk 20. ald- ar eru á Kjarvalsstöðum, en verk 21. aldar í Hafnarhúsinu. Undir- búningur hófst fyrir rúmum tveim- ur árum og hefur sýningarteymið haft í mörg horn að líta og úr mörgu að velja. Ólöf segir að sýn- ingin sé vissulega yfirgripsmikil og þar sé að finna verk margra þeirra íslensku listamanna, sem hafi feng- ist við víðerni landsins í verkum sínum. „Eitt af markmiðunum er að spegla fullveldistímann; tímabilið þegar íslenskir myndlistarmenn fóru að líta á listina sem ævistarf, enda er verkefnið hluti af dagskrá aldarafmælis fullveldis Íslands.“ Utan og innan náttúrunnar Efnislega segir hún töluverðan mun á verkum eldri listamannanna og þeirra yngri. Verkin á Kjarvals- stöðum séu nánast eingöngu mál- verk, en í Hafnarhúsinu gefi meðal annars að líta tæknilega útfærð rýmisverk, t.d. vídeóinnsetningar og ljósmyndaseríur, sem taki yfir heilu salina. „Að öðru leyti er mun- urinn helst fólginn í því að í eldri verkunum er eins og maðurinn standi og horfi til náttúrunnar, en gangi inn í hana og sé hluti af henni í nýju verkunum. Á seinni hluta 20. aldar og við upphaf þeirrar 21. varð hálendið ekki lengur bara táknmynd feg- urðar, frelsis og sjálfstæðis og áskorun fyrir manninn að sigrast á. Orðið hálendi fékk aðra merkingu og var ekki lengur ógnvekjandi staður sem fáir eiga erindi á, held- ur fágæt auðlind, sem beri að vernda og varðveita. Smám saman fóru listamenn svo að vísa í hnatt- ræna umræðu um umhverfismál í verkum sínum,“ segir Ólöf, en bendir jafnframt á að á tímabili, kringum sjöunda og áttunda ára- tuginn, hafi orðið ákveðið rof. Heimspeki- og samfélagslegar pæl- ingar hafi staðið framúrstefnu- listamönnum þess tíma nær en há- lendi Íslands. „Listamenn voru fremur upp- teknir af samfélaginu, bók- menntum, sögu og menningu og á sama tíma var verið að gera stór- tækar áætlanir um nýtingu hálend- isins til orkuframleiðslu. “ Athvarf fyrir sálina Kárahnjúkavirkjun og virkjunar- áform ýmiss konar rétt fyrir alda- mótin 2000 urðu þess valdandi að hálendið varð pólitískt bitbein. „Samhliða áttu hugmyndir um verndun víðernisins æ meira upp á pallborðið hjá listamönnum, sem fóru að sýna ósnortna náttúru sem stað til þess að upplifa, nokkurs konar athvarf fyrir sálina. Í áranna rás hafa myndlistarmenn með list- sköpun sinni haft áhrif á tengsl manna við umhverfi sitt. Á sýning- unni eru til dæmis verk, sem bera þess merki að listamönnunum er umhugað um að við stöldrum við og hugleiðum gildi hálendisins sem slíks í stað þess að virkja og nýta. Meðal þeirra er fræg ljósmynda- syrpa eftir Pétur Thomsen þar sem hann skráir sögu uppbyggingar við Kárahnjúkavirkjun. Einnig stór vídeóinnsetning Óskar Vilhjálms- dóttur, sem býður gestum í göngu- ferð kringum lónið sem myndaðist eftir virkjunina. Verk hennar er dæmi um verk unnið sérstaklega fyrir sýninguna, en okkur langaði að sýna splunkuný verk og töluðum því í aðdraganda sýningarinnar við nokkra listamenn, sem við vissum að væru að fást við hálendið og báð- um þá um að búa til verk sér- staklega fyrir sýninguna þannig að á henni eru bæði ný og eldri verk.“ Sjálfsmynd þjóðar Spurð hvort sýningin Einskis- mannsland sé pólitísk og hvort hún spegli ólíka heima, þess gamla og nýja, spyr Ólöf á móti hvort landið hafi ekki alltaf verið hápólitískt? „Ég held að svo hljóti að vera, rétt eins og við upphaf 20. aldar þegar menn voru að byggja upp sjálfs- mynd þjóðarinnar. Þá dásömuðu myndlistarmenn fegurð landsins í málverkum sínum sem síðan urðu hluti af sjálfsmynd og ímyndarupp- bygginu menningarlega sjálf- stæðrar þjóðar í fögru landi, “ svar- ar hún svo sjálf fyrri spurningunni. Og, nei, hún er ekki þeirrar skoð- unar að sýningin birti tvo ólíka heima, heldur þvert á móti í grunn- inn mjög skylda. Miðlarnir séu kannski ólíkir, en umfjöllunarefnið sé það sama, sýningin samhangandi og lýsandi fyrir hvernig myndlistin og viðhorfin til hálendisins hafa þróast á þessum rúmu eitt hundrað árum. „Um miðja síðustu öld varð nátt- úran oft áskorun fyrir listamenn, sem voru að nema nýtt land og spegla mátt mannsins gagnvart náttúrunni. Fjallafrömuðurinn Guð- mundur frá Miðdal er dæmi um einn slíkan. Þótt verk gömlu meist- aranna á Kjarvalsstöðum séu yfir- leitt smærri í sniðum en verk sam- tímalistamannanna í Hafnarhúsinu, hafa þau ekki síður sögu að segja,“ segir Ólöf. Að dýpka upplifunina Meira að segja sýningarskráin hefur að geyma mikla sögu, enda ætluð til að vekja gesti til umhugs- unar. „Auk inngangs sem fjallar um sýninguna og ljósmynda af nokkr- Náttúran og dýrðin að eilífu Morgunblaðið/Valli Sýningarteymið Frá vinstri: Aldís Snorradóttir, Ólöf K. Jónsdóttir safnstjóri, Edda Halldórsdóttir og Þorbjörg Br. Gunnarsdóttir. Fyrir aftan þær stendur Markús Þór Andrésson, deildarstjóri sýninga og miðlunar.  Tvískipt myndlistarsýning, Einskismannsland: Ríkir þar fegurðin ein?, á Listahátíð í Reykjavík hverfist um hálendið  Sýningin verður opnuð á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsinu á laugardaginn Morgunblaðið/Einar Falur Stórval Mörg málverka Stefáns V. Jónssonar – Stórvals, af Herðubreið og Möðrudalsöræfum hafa verið sett upp í forsölum Kjarvalsstaða. Morgunblaðið/Einar Falur Stöðuvötn Í einum sal Hafnarhússins eru m.a. verk á stöplum eftir Kristin E. Hrafnsson sem fjalla um stöðuvötn á hálendinu. Á veggjum eru málverk eftir þá Einar Garibalda Eiríksson og Húbert Nóa Jóhannesson. Viðhaldsfríir gluggar og hurðir Hentar mjög vel íslenskri veðráttu Viðhaldsfríir sólskálar og svalalokanir Við höfum framleitt viðhaldsfría glugga og hurðir í yfir 30 ár Nánari upplýsingar á www.solskalar.is 198 4 - 2016 ÍS LEN SK FRAML EI ÐS LA32 Smiðsbúð 10 • 210 Garðabær • Sími 554 4300 • solskalar.is Yfir 90 litir í boði!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.