Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.12.1981, Page 59

Víkurfréttir - 17.12.1981, Page 59
VÍKUR-ffréttir JÓLABLAÐ Fimmtudagur 17. desember 1981 LÍFEYRISSJÓÐUR VERKALÝÐSFÉLAGA Á SUÐURNESJUM Ýmsar upplýsingar um sjóðinn Um stofnun sjóðsins í samningum Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands 1969, var gert samkomulag um að stofn- aðir yrðu lífeyrissjóðir félaga Alþýðusambandsins. Samkvæmt því hófst starfsemi Lífeyrissjóðs verkalýðsfélaga áSuð- urnesjum í ársbyrjun 1970. Hlutverk sjóðsins er að tryggja sjóðfélögum, eftirlátnum mökum þeirra og börnum lífeyri samkvæmt ákvæðum reglugerðar sjóðsins. Eftirfarandi stéttarfélög á Suðurnesjum standa að sjóðnum: Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágr., Verka- kvennafélag Keflavíkur og Njarðvíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Miðneshrepps, Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps, Iðnsveinafélag Suðurnesja, Bifreiðastjórafélagið Keilir og Vélstjórafélag Suðurnesja. Stjórn sjóðsinserskipuðfjórum mönnum, ofangreindstéttarfélög kjósa2stjórnarmenn og Vinnuveitendafélag Suður- nesja 2. Um lífeyri: Ellilífeyrir er greiddur þeim, sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins í 5 almanaksár eða lengur, öðlast hefur a.m.k. 3 stig og orðinn er fullra 70 ára að aldri. Þó geta sjóðfélagar fengið lífeyri þegar eftir 67 ára aldur, en þá er lífeyririnn M>% lægri fyrir hvern mánuðsem vantar á 70 ára aldur. Einnig getasjóðfélagarfrestaðtöku lífeyris allttil 75áraaldursog hækkar þá llfeyririnn um '/2% fyrir hvern mánuð, sem töku hans er frestað. Örorkulífeyrir er greiddur þeim sem eru a.m.k. 40% öryrkjar, greitt hafa iðgjöld til sjóðsins undanfarin 3 almanaksár og a.m.k. 6 mánuði á undanfarandi 12 mánuðum. Makalífeyrir er greiddur maka sjóðfélaga, sem naut elli- eða örorkulífeyris úr sjóðnum eða greitt hafi iðgjöld til hans а. m.k. 6 mánuði á undanfarandi 12 mánuðum. Barnalífeyrir er greiddur vegna barna örorkulífeyrisþega og látins sjóðsfélaga. Barnalífeyrir er greiddur til 18 ára aldurs. Kjörbörn, fósturbörn og stjúpbörn eiga einnig rétt á barnalífeyri. Athygli skal vakin á þvi, að hér er aðeins um útdrátt úr reglugerðum sjóðsins að ræða. Lifeyrissjóðurinn greiðir verðtryggðan lifeyri, sem svarar til allt að 30stiga lifeyrisréttinda og hækka lifeyrisgreiðslur samkvæmt því á þriggja mánaða fresti samkvæmt hækkun vísitölu. Um lánareglur: Alltfráárinu 1972hefursjóðurinnnotfærtsérheimildíreglugerðsjóðsinstilaðlánasjóðfélögumsínum. Alls hafa verið veitt um 2400 lán. 1. Rétt til hámarksláns eiga þeir sjóðfélagar, sem greitt hafa til sjóðsins í 5 ár og öðlast a.m.k. 5 stig. 2. Þeirsem öðlast hafafærri en 5 stig fá hlutfallslega minna. T.d. gefa4stig rétt á80%af hámarksláni, 3 stig 60%o.s.frv. 3. Þrjú ár verða að líða á milli lánveitinga. Viðbótarlán er þáskert miðað við fyrri lán, sem reiknuð eru sem %af grund- vallarlaunum ársins margfaldar með 2. Þannig var lán að upphæð kr. 12.000, sem veittvar 197837%afgrundvallar- launum ársins margfölduð með 2, viðbótarlán 1981 yrði því 63% af hámarksláni. Hámarkslán 1981 er kr. 50.000. 5. öll lán eru veitt verðtryggð miðað við lánskjaravísitölu og með2.5%ársvöxtum. Lánstími er20ár. Lántökugjald 1%. б. öll lán eru undantekningarlaust veitt gegn veði ífasteign og verðaáhvílandi lán að vera innan við50%af brunabóta- mati. Sjóðfélagi verður að vera greiðandi í sjóðinn, þegar sótt er um lán. Hafi sjóðfélagi greitt íaðrasjóði, er þeim réttind- um bætt við réttindi hans í þessum sjóði, þegar lánsupphæð hans er reiknuð út. Þáer einnig tekiðtillittil lána íöðr- um sjóðum eins og um lán úr þessum sjóði væri að ræða, samanber 3. lið. 4. 7. Stjórn sjóðsins er nú þannig skipuð: Fró stéttarfélögum: María G. Jónsdóttir, Ólafur Sigurðsson. Frá vinnuveitendum: Jón Ægir Ólafsson, Margeir Jónsson, formaður. Framkvæmdastjóri sjóðsins er Daníel Arason. Skrifstofa sjóðsins er að Suðurgötu 7, Keflavík. - Opin frá kl. 9-16 mánudaga til föstudags.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.