Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Page 8

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Page 8
8 afli á haustvertíð verði ekki minni en á síðasta ári. Þetta felur hins vegar í sér að loðnuaflinn á árinu 1981 verði aðeins rúmlega 500 þúsund tonn samanborið við 760 þúsund tonn á síðasta ári, eða nær þriðjungi minni. í spánni er gert ráð fyrir svipuðum afla af öðrum fisktegundum og á árinu 1980. í heild verður niðurstaðan sú, að sjávarafurðaframleiðslan verði 2—3% minni á þessu ári en í fyrra. Um aðra framleiðslu til útflutnings er helzt að nefna, að horfur eru á, að álframleiðsla verði svipuð og á árinu 1980 eða nálægt 73 þúsund tonnum, en eftir stækkun álversins er ársafkastageta þess nálægt 85 þúsund tonn. Framleiðslan á árinu yrði því um 12 þúsund tonnum minni en nemur afkastagetu. Framleiðsla járnblendiverksmiðjunnar á árinu 1981 er nú áætluð um 42 þúsund tonn eða um það bil 13 þúsund tonnum minni en unnt væri að ná með því að fullnýta afkasta- getu verksmiðjunnar. Þessar framleiðsluáætlanir ráðast beinlínis af orkuskömmt- un Landsvirkjunar, en við núverandi markaðsástand er raunar óvíst, hvort afkastageta verksmiðjanna hefði verið fullnýtt, þótt ekki kæmi til orkuskorts. Lauslega má meta það framleiðslutap, sem nú er gert ráð fyrir hjá þessum tveimur fyrirtækjum, til nálægt 180—190 milljóna króna á árinu 1981 og lætur nærri, að það séu tæp 3% af áætluðu verðmæti vöruútflutningsins í ár. Á móti þessu framleiðslutapi kemur að vísu minni rekstrarvöruinnflutningur til þessara fyrir- tækja, en engu að síður er ljóst, að hér er um verulegar fjárhæðir að ræða. Horfur eru á nokkurri aukningu á annarri iðnaðarframleiðslu til útflutnings á þessu ári, einkum í ullariðnaði og er gert ráð fyrir áframhaldandi vexti þeirrar greinar. Að öllu samanlögðu virðist niðurstaðan verða sú, að í heild muni útflutnings- framleiðslan dragast lítið eitt saman á árinu 1981, eða um nálægt 1%. Þetta er mikil breyting frá fyrra ári, en þá jókst framleiðslan til útflutnings um nær 10%. Útflutningsframleiðsla og útflutningur 1979—1981. Milljónir króna á verðlagi hvors árs Magnbreytingar frá fyrra ári, % Bráðab. Bráðab. Spá 1979 1980 1979 1980 1981 Sjávarafurðir ........................... 2 144 3 410 15,0 10,5 -2,5 Landbúnaðarafurðir ......................... 72 75 5,0 —25,0 —8,0 Á1 ........................................ 353 588 -2,5 1,7 -0,2 Kísiljárn .................................. 45 90 - 67,5 48.4 Kísilgúr ................................... 19 24 6,0 —12,8 3,3 Aðrar iðnaðarvörur ........................ 145 274 20,0 15,0 10,0 Aðrar vörur ................................ 27 69 -22,0 50,0 -20,0 Samtals ................................. 2 805 4 530 13,0 9,8 -0,8 Birgðabreytingar’) ........................ -20 -70 - - - Útflutningur ............................ 2 785 4 460 9,5 9,0 -1,0 1) Aukning birgða —.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.