Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Side 11

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Side 11
11 árinu 1980. Verð á kísiljárni gæti orðið heldur lægra en meðalverðið í fyrra. Um verð á öðrum iðnaðarvörum má nefna, að nokkur hækkun verður líklega á verði útfluttrar ullarvöru og skinnavöru. Niðurstaðan af framangreindum spám virðist sú, að útflutningsverð hækki um 6—7% á föstu gengi (miðað við meðalgengi) milli áranna 1980 og 1981. Þetta er svipuð hækkun og á árinu 1980 og einnig svipað og gert var ráð fyrir í þjóðhags- áætlun fyrir árið 1981 frá október síðastliðnum. Verðhækkanir í erlendri mynt verða að líkindum minni en þar var spáð, en hækkun á gengi dollars gagnvart öðrum myntum bætir það upp. Að því er innflutningsverð varðar, má búast við, að hækkun milli áranna 1980 og 1981 verði heldur minni en á síðasta ári. Þetta er reist á spám alþjóðastofnana (t. d. OECD), sem gera ráð fyrir hægari verðbreytingum í alþjóðaviðskiptum vegna minnkandi umsvifa í heimsbúskapnum. Hér verður gert ráð fyrir, að innflutningsverð á föstu gengi hækki um 7—8% samanborið við 10V2% hækkun í fyrra. í erlendri mynt gæti hækkunin verið nokkru meiri, en lækkun Evrópu- mynta, sem vega þungt í innflutningi, gagnvart Bandaríkjadollar dregur úr hækk- uninni, þegar miðað er við meðalgengi. í þessari spá er gert ráð fyrir, að olíuverð hækki nokkru meira en verð á öðrum innflutningi. Skráð verð á olíu á Rotter- dammarkaði hefur verið stöðugt að undanförnu og jafnvel farið heldur lækkandi, enda hefur talsvert dregið úr olíunotkun vegna samdráttar í iðnaðarframleiðslu í heiminum. Innflutningsverð á olíu samkvæmt verzlunarskýrslum mun þó fara hækkandi á fyrstu mánuðum ársins vegna þess að innflutt gasolía frá Bretlandi kemur þá í auknum mæli fram í innflutningsskýrslum, svartolía hefur verið í nokkuð háu verði og hækkun á gengi dollars veldur hækkun á innflutningsverði olíu umfram innflutning í öðrum myntum. Eins og áður hlýtur þó að ríkja mikil óvissa um þróun olíuverðs á næstu misserum. Samkvæmt þessum spám um breytingar útflutningsverðs og innflutningsverðs verða viðskiptakjör 1—2% lakari á árinu 1981 en á árinu 1980. Þessi breyting er í raun þegar komin fram, þannig að viðskiptakjörin ættu að haldast nokkurn veginn óbreytt á næstunni, ef þessi spá gengur eftir. Atvinna, verðlag, tekjur. Atvinna. Atvinnuástand á síðasta ári var almennt gott, þótt erfiðleika gætti á stöku stað. Einnig var um nokkra tímabundna erfiðleika að ræða og má þar einkum nefna samdrátt í atvinnu vegna veiðitakmarkana svo og vegna þess að um mitt ár var dregið úr starfsemi frystihúsa og þeim víða Iokað um stundarsakir vegna sölu- tregðu erlendis. Að jafnaði voru um 330 manns skráðir atvinnulausir í hverjum mánuði (378 1979) á öllu landinu, eða um 0,3% af heildarmannafla, og er það svipað og verið hefur undanfarin ár. L

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.