Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Side 21

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Side 21
21 kaupmáttar ráðstöfunartekna, sem áður er getið. í þeim forsendum er gert ráð fyrir, að kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann verði að ársmeðaltali svipaður og síðastliðið ár. Ekki er reiknað með, að úr sparnaði dragi frekar en varð á liðnu ári og því gert ráð fyrir, að einkaneyzlan þróist með sama hætti og kaupmáttur, standi í stað á mann, en aukist um 1% í heild. Þetta er sama niðurstaða og fékkst í þjóðhagsáætlun. Ógerningur er að segja fyrir um breytingar einstakra útgjalda- liða, en það fer meðal annars eftir þróun verðlags og breytingu verðhlutfalla, sem mun að verulegu leyti ráðast af gengisskráningu. Samneyzla. Aætlanir um samneyzlu á liðnu ári eru einkum byggðar á bráðabirgðatölum um ríkisútgjöld, en lítið er vitað um samneyzluútgjöld sveitarfélaga. Líkur eru taldar á, að samneyzla hafi aukizt heldur minna á árinu 1980 en árin næstu á undan, eða um 2%, samanborið við 3,5% 1979 og 3,8% 1978.Þessi áætlun fyrir árið 1980 er óbreytt frá þeim spám um samneyzlu, sem settar voru fram í þjóðhagsáætlun í október og í júlíhefti skýrslunnar Úr þjóðarbúskapnum. Fjárlög ársins 1981 fela í sér nokkra aukningu samneyzlu á þessu ári og sama gildir um þær útgjaldaáætlanir sveitarfélaga, sem þekktar eru. í þjóðhagsspá þessa árs er því gert ráð fyrir, að samneyzlan aukizt um svipað hlutfall og á liðnu ári, eða um 2% að raungildi. Fjármunamyndun. í fjárfestingar- og lánsfjáráætlun fyrir árið 1980 var gert ráð fyrir, að fjármuna- myndunin í heild yrði samkvæmt þjóðhagsreikningauppgjöri1) tæplega 7% meiri að raungildi en á árinu 1979. Á verðlagsforsendum áætlunarinnar var fjármuna- myndun talin verða 3.273 m.kr. Er fjármunamyndunarspáin var endurskoðuð um mitt ár, voru taldar horfur á heldur meiri aukningu, eða um 8^2% að raungildi, auk þess sem sýnt var, að verðlag hækkaði meira en gert var ráð fyrir í fjár- festingar- og lánsfjáráætlun. í áætlun fyrir árið 1980 er nú talið, að fjármuna- myndunin hafi orðið um 8% meiri að vöxtum2) en á árinu 1979 og numið 3.585 m.kr. Verðlag fjármunamyndunar er talið hafa reynzt nær 53% hærra að meðaltali en árið áður, meðalhækkun byggingarkostnaðar var 55,6%, en verð innfluttrar fjárfestingarvöru hækkaði talsvert minna. í fjárfestingar- og lánsfjár- áætlun var reiknað með 45% hækkun byggingarkostnaðar. Aukning fjármunamyndunarinnar á árinu 1980 stafar að mestu leyti af stór- framkvæmdum, einkum við Hrauneyjafossvirkjun, sem urðu nær fjórðungi meiri en árið áður, og af innflutningi skipa og flugvéla, en útgjöld til þeirra kaupa urðu ') í þjóðhagsreikningum ársins 1979 er farið með tjón það, er varð er þota Flugleiða fórst haustið 1978, með þeim hætti, að tryggingabætur fyrir þotuna, sem greiddar voru á árinu 197 9, voru dregnar frá fjármunamyndunartölum ársins en færðar til tekna á þjónustureikningi utanríkisviðskipta. Þessar færsiur hafa ekki áhrif á þjóðarfram- leiðslutölur, en valda því á hinn bóginn að töiur um fjármunamyndun 1979 verða lægri en útgjöld til fjár- munamyndunar á því ári. Á sama hátt mælist aukning fjármunamyndunar í þjóðhagsreikningum milli áranna 1979 og 1980 meiri en ella vegna frádráttarins 1979 og meiri en raunveruleg aukning útgjalda á sama tíma. 2) Útgjaldaaukningin er hins vegar áætluð 6%.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.