Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Qupperneq 24

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Qupperneq 24
24 Birgða- og bústofnsbreytingar. Útflutningsvörubirgðir voru allmiklar í ársbyrjun 1980, enda hafði mikil aukning s jávarvöruframleiðslunnar valdið birgðaaukningu um sinn, auk þess sem hér gætti birgðasöfnunar járnblendiverksmiðjunnar við upphaf rekstrar. Er leið á árið 1980 fóru að safnast upp birgðir af freðfiski vegna mikillar framleiðslu hér heima og markaðserfiðleika í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Þessarar öfugþróunar gætti fram á sumar og urðu birgðir af frystum afurðum mestar í maílok og þá meiri en nokkru sinni. Birgðir fóru síðan minnkandi, einkum vegna þess hve mjög var dregið úr framleiðslu frystiafurða yfir sumarmánuðina. í árslok voru birgðir freðfisks orðnar heldur minni en í ársbyrjun, en birgðir af skreið og síldarafurðum voru á hinn bóginn meiri en í ársbyrjun, enda hafði framleiðsla aukizt að mun á árinu. Við þetta bættist svo nokkur birgðaaukning áls, járnblendis og kísilgúrs. Upplýsingar um innflutningsvörubirgðir eru af skornum skammti. Samkvæmt verzlunarskýrslum varð benzíninnflutningur í fyrra nokkru minni en árið áður og gasolíuinnflutningur miklu minni, en innflutningur á svartolíu jókst. Sala á benzíni jókst hins vegar lítið og gasolíusala varð mun minni en árið áður en sala svartolíu jókst. Samkvæmt verzlunarskýrslum var því nokkuð gengið á olíuvöru- birgðir á árinu. Á hinn bóginn jukust hráefnabirgðir járnblendiverksmiðjunnar nokkuð. Á árinu 1979 drógu bændur mjög úr bústofni sínum, bæði vegna harð- æris og takmarkana á búvöruframleiðslunni. Árferði var bændum hins vegar einstaklega hagstætt síðastliðið ár og er því talið, að ásetning hafi verið aukin á ný á liðnu hausti, einkum á sauðfé. í heild er birgða- og bústofnsaukning talin hafa numið 0,6% af þjóðarfram- leiðslu á árinu 1980 samanborið við 0,2% á árinu 1979. Á árinu 1981 er í þjóðhagsspá ekki reiknað með meiri háttar birgðabreytingum en þó gert ráð fyrir aukningu álbirgða en nokkurri minnkun kísiljárnbirgða. Samkvæmt spánni yrði í heild um nokkra birgðaaukningu að ræða, eða innan við V2% af þjóðarfram- leiðslu. Þjóðarútgjöld alls. Niðurstaða þeirra áætlana um einstaka þætti þjóðarútgjalda, sem hér hafa verið raktar, er sú, að í heild hafi þjóðarútgjöldin á árinu 1980 orðið nær 3% meiri að 1979 Bráðab. 1980 1979 Magnbreyting frá fyrra ári % Bráðab. 1980 Spá 1981 Einkaneyzla 5316 8 300 2,0 0 1,0 Samneyzla 1022 1 590 3,5 2,0 2,0 Fjármunamyndun 2 174 3 585 0,1 8,0 -4,1 Birgða- og bústofnsbreytingar 13 85 Þjóðarútgjöld 8 525 13 560 1,6 2,9 -0,5 Án birgða- og bústofnsbreytinga 8512 13 475 1,6 2,3 -0,2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.