Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Síða 26

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Síða 26
26 úr 309 þúsund tonnum 1979 í 231 þúsund tonn 1980, eða um fjórðung en á móti jókstsvartolíuinnflutningurúr 161 þúsund tonnií 180þúsund tonn, eðaum 11%. Heildarandvirði vöruinnflutnings (f. o. b.) árið 1980 var 4.312 m. kr. saman- borið við 2.692 m.kr. árið 1979. í krónutölu er aukningin um 60%. Verð á erlendum gjaldeyri varð að meðaltali tæplega 38% hærra en árið áður og inn- fiutningsaukningin í erlendum gjaldeyri var því rösklega 16%. Var það heldur minni aukning en árið áður. Af heildarvöruinnflutningnum nam olíuinnflutningur 743 m.kr., eða 17%, en var nær 20% af heildinni á árinu 1979. í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1981 var á grundvelli fjárfestingaráætlana og miðað við horfur um framleiðsluaukningu álverksmiðju og járnblendiverksmiðju gert ráð fyrir um 14% samdrætti í sérstökum vöruinnflutningi á árinu 1981. Áætlanir um innflutning sérstakrar fjárfestingarvöru hafa nú skýrzt nokkuð og er nú búizt við álíka samdrætti í kaupum skipa og flugvéla en nokkru meiri innflutningi til virkjana en horfur voru á síðastliðið haust. Jafnframt er nú sýnt, að stórverk- smiðjurnar tvær ná ekki að starfa með fullum afköstum þetta ár og því má reikna með minni innflutningi rekstrarvöru til þeirra en ella og áður var talið. Eru nú taldar horfur á, að sérstakur vöruinnflutningur dragist saman um nær 18% áþessu ári. í kaflanum um þjóðarútgjöld hér á undan kom fram, að í heild eru þjóðarút- gjöld talin dragast saman um V2% á árinu 1981, en án birgða- og bústofnsbreyt- inga er vart um samdrátt að ræða. í þessari spá felst hins vegar, að almenn innlend verðmætaráðstöfun, þ. e. þjóðarútgjöld að frátöldum birgða- og bústofns- breytingum og fjárfestingarútgjöldum til kaupa á skipum og flugvélum og til stórframkvæmda, muni aukast um 1% frá fyrra ári. Ætla má, að slíkri aukningu almennrar eftirspurnar fylgi heldur meiri vöxtur innflutningseftirspurnar. Á þess- um forsendum og miðað við, að verðhlutföll innflutnings og innlendrar fram- leiðslu raskist ekki verulega að jafnaði á árinu, má gera ráð fyrir um H/2% aukningu almenns vöruinnflutnings. Þar af er búizt við, að olíuinnflutningur samkvæmt verzlunarskýrslum haldist óbreyttur frá síðastliðnu ári, en annar sá innflutningur, sem hér um ræðir, aukist um nær 2%. Samkvæmt þeim áætlunum, sem hér hafa verið raktar, er gert ráð fyrir, að í heild verði vöruinnflutningurinn á árinu 1981 um H/2% minni en á síðastliðnu ári. í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir, að gengi krónunnar verði haldið sem stöðugustu á þessu ári. Sem fyrr sagði er innflutningsspáin í meginat- riðum við það miðuð, að í þessari stefnu í gengismálum felist engu að síður að gengisskráningu verði beitt til þess að jafna að mestu mun innlendra og erlendra verðhækkana. Reynsla liðinna ára, og ekki sízt síðastliðins árs, sýnir ótvírætt töluverða næmni innflutningseftirspurnar fyrir verð- og gengisbreytingum, og því er forsendan um allstöðug verðhlutföll mjög mikilvæg. Snúist verðhlutföll inn- flutnings og innlendrar framleiðslu í óhag fyrir innlendu framleiðsluna verður að gera ráð fyrir meiri innflutningi en hér er gert og þar með meiri viðskiptahalla. Slík innflutningsaukning yrði og öll á kostnað innlendrar framleiðslu.

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.