Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Side 31

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur .. - 21.04.1981, Side 31
31 viðskiptalöndunum. Á fyrsta ársfjórðungi 1980 lækkaði skráð meðalgengi krón- unnar um 3 xh% frá ársfjórðungnum næsta á undan, en að raungildi hækkaði gengið um nær 3%. Þegar tekið er tillit til verðbreytinga var gengi íslenzku krónunnar á 1. ársfjórðungi 1980 nær 9% hærra en á 3. ársfjórðungi 1979 og 13 V2% hærra en á 1. ársfjórðungi 1979. Gengið var hins vegar látið síga allört frá og með marzlokum til áramóta. Gengið lækkaði því að raungildi eftir því sem leið á árið og var á 4. ársfjórðungi um 8% lægra en á 1. ársfjórðungi 1980. Athyglisvert er að líta á tölur um þróun raungengis yfir lengra árabil og má þá meðal annars bera hana saman við þróun viðskiptakjara á sama tíma. Vísitölur 1972 = 100 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 Raungengi ............................ 107 120 104 113 120 113 112 115 Viðskiptakjör ........................ 116 104 88 98 107 107 97 94 Þessi samanburður sýnir meðal annars, að raungengi krónunnar hækkaði árin 1973 og 1974, en viðskiptakjör bötnuðu að mun á árinu 1973. Rýrnun viðskipta- kjaranna árið 1974 kom hins vegar ekki fram í gengisskráningu fyrr en seint á því ári og gætir ekki í árstölum fyrr en 1975. Raungengið hækkaði með batnandi viðskiptakjörum árin 1976 og 1977 en lækkaði á árinu 1978. Viðskiptakjör versnuðu mjög árin 1979 og 1980, en útflutningur jókst að mun bæði árin. Á mælikvarða árstalna hélzt raungengi krónunnar lítið breytt á sama tíma, hækkaði raunar stöðugt frá 4. ársfjórðungi 1978 fram á 1. ársfjórðung 1980 en fór lækkandi eftir það til ársloka 1980. í efnahagsáætlun ríkisstjórnarinnar frá 31. desember 1980 var því lýst yfir, að gengi krónunnar yrði haldið stöðugu næstu mánuði. í fyrstu var þessi stefna framkvæmd með þeim hætti, að skráðu gengi krónunnar var haldið óbreyttu gagnvart dollar, en gagnvart öðrum myntum breyttist gengið allt eftir því sem gengi þeirra breyttist gagnvart dollar. Gengi krónunnár gagnvart dollar var þannig skráð á kr. 6,23 frá 31. desember til 9. febrúar. Framan af janúarmánuði lækkaði gengi dollars nokkuð á alþjóðagjaldeyrismörkuðum, en í lok janúar og byrjun febrúar hækkaði dollar mjög mikið og einkum gagnvart Evrópumyntum. Þetta hafði það í för með sér, að meðalgengi krónunnar hækkaði verulega. Skráð meðalgengi krónunnar gagnvart öllum myntum var um áramót nær 22% lægra en að ársmeðaltali 1980. Meðalgengið var 0,6% hærra í janúar en við áramót og 9. febrúar var skráð meðalgengi krónunnar rúmlega 3V2% hærra en um áramót. Flinn 10. febrúar var svo ákveðið að miða gengisskráningu við það, að vegið meðalgengi krónunnar héldist óbreytt frá því sem það var um áramót, en það fól í sér um 3V2% lækkun frá vegnu meðalgengi deginum áður. í febrúarmánuði var vegið gengi krónunnar að meðaltali nær hið sama og um áramót. Ætla má, að á 1. ársfjórðungi 1981 hafi raungengi krónunnar orðið um 1V2% hærra en á 4. ársfjórðungi 1980 og að óbreyttri gengisskráningu stefnir það enn hærra á 2. ársfjórðungi. Hvað varðar gengismál næstu mánuðina, er í þjóðhagsspá gert ráð

x

Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úr þjóðarbúskapnum : framvindan ... og horfur ..
https://timarit.is/publication/1297

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.