Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 3
* gáttatif án lokusjúkdóms. Heimildir: 1. Patel MR, Mahaffey KW, Garg J, et al. Rivaroxaban versus warfarin in non- valvular atrial fibrillation. N Engl J Med. 2011;365(10):883–91. 2. SmPC fyrir Xarelto. L. IS .M K T. 01 .2 01 8. 01 56 Ja nú ar 2 01 8 XARD0112 – Bilbo ▼ Staðfest virkni og öryggi hjá sjúklingum með gáttatif* og marga fylgisjúkdóma1 Virkni og öryggi Xarelto til varnar heilablóðfalli voru sannreynd í þýði þar sem 87 % sjúklinga voru með CHADS2-skor milli 3 og 6.1 Vörn gegn heilablóðfalli með einni töflu á dag2 Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2000 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2018/104 383 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs. Anna er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins. Maður með mönnum Í voninni býr sú sannfæring mannsins að draumar geti ræst og að hindranir séu yfirstíganlegar. Saga læknisfræðinnar geymir ófá dæmi um einstaklinga sem eru drifnir áfram af innri sannfæringu og ögra hinu viðtekna og hafa breytt hinu ómögulega í hið mögulega. Von- inni fylgir þráin en líka þrjóskan og siðareglur og innbyggð íhaldssemi læknisfræðinnar gegna því vandasama en mikilvæga hlutverki að styðja við þrautseigju en hemja fífldirfsku. Árið 1951 uppgötvaði rússneski bæklunarlæknirinn Gavriil Ilizarov (1921- 1992) að hægt væri að lengja bein. Hann þróaði aðferð og tæki (Ilizarov Apparatus) til að framkvæma lengingar. Þær fara þannig fram að fyrst er legg- beinið þríbrotið. Þá er tækið – sem bæði er spelka sem styður beinið og þvinga sem togar það í sundur – fest við útliminn með stálpinnum sem eru boraðir í gegnum beinin. Ilizarov starfaði í Kurgan í Austur-Síberíu og næstum tveir áratugir liðu þar til starfsbræður hans í Moskvu viðurkenndu aðferðina. Hróður Ilizarov náði vestur fyrir járn- tjaldið árið 1980 og ströndum Íslands ári síðar. Þar kveikti umfjöllun í norsku vikublaði þá von hjá Helga Óskarssyni að hann, 13 ára og 114 sm á hæð, gæti breytt örlögum sínum. Helga dreymdi um að verða stærri og þrátt fyrir hindr- anir og áhættu sem íhaldssamari læknar bentu á, rættist sá draumur. Með tveimur aðgerðum, á leggjum og lærleggjum, bættust heilir 40 sm við hæð Helga. Að auki voru upphand- leggirnir lengdir. Lengingin sjálf tók um þrjá mánuði og hver millimetri sem dag- lega bættist við hæð Helga er varðaður ólýsanlegum sársauka. Vopn Helga voru viljastyrkurinn og stuðningur foreldr- anna sem komu sér líka vel í áralangri eftirmeðferð sem fór fram bæði ytra og hér heima. Tæknin er notuð við flókin beinbrot og til að rétta afmynduð bein. Forsíðumyndin er úr einkasafni Helga, tekin 1983 og birt með hans leyfi. Þar leikur hann sér, kankvís á svip, að lengingarpinnum. Ljósmyndari óþekktur. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Þann 15. ágúst rann út frestur til að skrá félags- aðild með atkvæðisrétti í LÍ, en á þeim grunni er ákvarðaður fulltrúafjöldi aðildarfélaganna fjögurra á aðalfundi LÍ í haust. Sú breyting hefur orðið á lögum félagsins að svæðafélögin og sérgreinafélögin tvö (félög skurð- og bráða- lækna) sem áður fóru með fulltrúavald sinna félagsmanna gera það ekki lengur. Aðildarfélög- in fjögur sem nú eiga fulltrúa á aðalfundinum 2018 eftir skipulags- og lagabreytingar LÍ eru Félag almennra lækna (FAL), Félag íslenskra heim ilislækna, (FÍH), Læknafélag Reykjavíkur (LR) og Félag sjúkrahúslækna (FSL) sem stofnað var fyrr á þessu ári. Niðurstaðan varð sú að skráðir félagar í FAL eru 340 og hafa þeir 17 fulltrúa á aðalfundi LÍ. FÍH félagsmenn eru 198 og hafa þeir 10 fulltrúa. LR er stærst aðildarfélaga með 463 félagsmenn og 21 fulltrúa á aðalfundinum. Í FSL eru 374 og 17 fulltrúar. Fjöldi félagsmanna sem skiptist á milli þessara félaga er í dag 1296 og hefur LÍ aldrei verið fjölmennara og fulltrúafjöldi á aðalfundi reiknast nú 65 sem er svipað og verið hefur. Hluti þessara félagsmanna, eða 158, skiptu atkvæði sínu á milli tveggja félaga og teljast félagsmenn í tveimur félögum. Ekkert er því til fyrirstöðu að eiga félagsaðild í fleiri aðildarfélögum, en aðeins tvö félög geta skipt með sér atkvæði félagsmanns til ákvörðunar fulltrúafjölda. Dágóður hópur félagsmanna, sem áður hafði ekki falið neinu af núverandi aðildarfélögunum atkvæði sitt, lét ekki vilja sinn í ljósi að þessu sinni og teljast þeir ekki með þegar fjöldi fulltrúa aðildarfélaga á aðal- fundi LÍ 2018 er ákvarðaður. Þeir geta hins vegar hvenær sem er tilkynnt skrifstofu LÍ hvaða að- ildarfélagi þeir kjósa að fela atkvæði sitt. Til þess að sú breyting öðlist gildi fyrir aðalfund LÍ árið 2019 þarf tilkynning að berast LÍ eigi síðar en 15. desember 2018. FAL ............. 340 læknar....... 17 fulltrúar á aðalfundi FÍH .............. 198 læknar ....... 10 fulltrúar á aðalfundi LR ............... 463 læknar....... 21 fulltrúi á aðalfundi FSL .............. 374 læknar ....... 17 fulltrúar á aðalfundi Fjögur félög eru undirstaða LÍ

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.