Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2018/104 391 R A N N S Ó K N Inngangur Garnaflækja á bugaristli (sigmoid volvulus) er þegar bugaristill snýst um öxul sinn í garnahengjunni (mesentery) með tilheyrandi fráflæðishindrun úr ristli og í sumum tilfellum blóðþurrð og rofi á ristli. Tíðni garnaflækju á bugaristli er lág á Vesturlöndum þar sem hún er einungis 3-5% af öllum garnastíflum (bowel obstruction) á meðan hún er meðal algengustu orsaka garnastíflu í Afríku og Suður-Ameríku.1 Meðferð garnaflækju í bugaristli byggir á því að létta á snúningi ristilsins og koma í veg fyrir frekari köst. Fyrsta meðferð ræðst af ástandi sjúklings við komu á spítala. Ef einkenni á borð við ferska blæðingu um endaþarm eða lífhimnubólga eru til staðar verður að hafa í huga blóðþurrð í ristli og/eða rof á ristli sem er ábending fyrir bráðaskurðaðgerð með brottnámi á þeim hluta ristils, ým- ist með samtengingu eða endastóma (Hartmann procedure). Ef ekki er til staðar ábending fyrir bráðaaðgerð er mælt með að lofttæma þaninn ristilinn og vinda ofan af snúningnum í ristilspeglun sem fyrstu meðferð eða mögulega með skuggaefnisinnhellingu með endaþarmsröri þó sú meðferð sé á undanhaldi.2,6 Þekkt er að endurkoma sjúkdóms geti átt sér stað í allt að 84% tilvika eftir ristilspeglun og telja því flestir að líta þurfi á ristilspeglun þar sem létt er á snúningi ristils sem bráðabirgðameðferð fyrir endanlega meðferð með skurðaðgerð ef sjúklingur er á annað borð fær í aðgerð.1,5,7,8 Sumir höfundar hafa lagt til að endanleg meðferð með skurðaðgerð eigi að fara fram sem flýti-valaðgerð (semi-elective) innan tveggja til fimm sólarhringa frá ristilspeglun ef aðstæður leyfa.5,9 Það skapar rými til að meðhöndla meðfylgjandi sjúkdóma og undirbúa sjúkling frekar fyrir skurðaðgerð. Sú aðgerð sem reynst hefur best er brottnám á bugaristli með samtengingu þó að margar mismunandi leiðir hafi verið reyndar með misjöfnum árangri.2,4,6 Meðal þekktra áhættuþátta fyrir verri útkomu eftir að- gerð eru lífhimnubólga og drep í ristli.5,10 Ekki hafa verið gerðar neinar samantektir á meðferð og horfum sjúklinga með garnaflækju á bugaristli á Landspítala áður. Mark- mið þessarar rannsóknar var því að kanna afdrif sjúklinga með garnaflækju á bugaristli á Landspítala yfir 13 ára tímabil. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn þar sem leitað var eftir ICD-10 greininganúmerinu K 56.2 (garnaflækja). Farið var yfir læknabréf, ristilspeglanir og bráðasjúkraskrár og sjúklingar fundnir sem greindust með garnaflækju á bugaristli á Landspítala á tímabil- inu 2000-2013. Greiningin var staðfest með myndgreiningu, Garnaflækja á bugaristli á Landspítala 2000-2013 Á G R I P Inngangur Garnaflækja á bugaristli er sjaldgæf orsök garnastíflu í flestum vest- rænum löndum. Kjörmeðferð er ristilspeglun og síðar skurðaðgerð. Til- gangur rannsóknarinnar var að kanna meðferð og horfur garnaflækju á bugaristli á Landspítala. Efniviður og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem greindust með garnaflækju á bugaristli á Landspítala á árunum 2000-2013. Farið var yfir sjúkraskrár og skráð kyn, aldur, legutími, meðferð, fylgikvillar meðferðar, vefjagreining og tíðni endurkomu. Niðurstöður Heildarfjöldi sjúklinga var 49; 29 karlar og 20 konur (1,5:1). Meðal- aldur var 74 ár (bil: 25-93). Einn sjúklingur fór beint í bráða aðgerð vegna gruns um lífhimnubólgu, aðrir (n=48) voru meðhöndlaðir með ristilspeglun (n=45), skuggaefnisinnhellingu um endaþarm og endaþarmsröri (n=2) eða einungis endaþarmsröri (n=1). Þrír enduðu í bráðaaðgerð sökum misheppnaðrar ristilspeglunar en 8 sjúklingar fóru í skipulagða aðgerð í legunni. Þrjátíu og sex útskrifuðust eftir íhaldssama meðferð með ristilspeglun (n=35), innhellingu (n=1) eða endaþarmsröri (n=1). Tveir sjúklingar lögðust inn síðar til valaðgerðar á ristli. Tuttugu og tveir (61%) fengu endurkomu sjúkdóms. Miðgildi tíma að endurkomu var 101 dagur (bil: 1-803). Líkur á að fá ekki endurkomu eftir þrjá mánuði, 6 mánuði og 24 mánuði voru 66%, 55% og 22%. Heildardánartíðni (innan 30 daga) var 10,2%. Dánartíðni eftir bráðaað- gerðir var 25% (1/4) en 16,6% eftir skipulagðar aðgerðir (3/18). Ályktanir Meirihluti sjúklinga sem ekki fer í aðgerð í fyrstu innlögn fær endur- komu sjúkdóms. Heildardánartíðni vegna garnaflækju á bugaristli á Landspítala er lág en dánartíðni eftir skurðaðgerðir er há. Hörður Már Kolbeinsson1 Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir1 Pétur H. Hannesson2,3 Elsa Björk Valsdóttir1,3 Páll Helgi Möller1,3 Höfundarnir eru öll læknar. 1Skurðlækningadeild Landspítala, 2röntgendeild Landspítala, 3læknadeild Háskóla Íslands. Fyrirspurnum svarar Hörður Már Kolbeinsson, hordurma@gmail.com doi.org/10.17992/lbl.2018.09.196 Pakkningar: Lyfjaform og styrkur, pakkningastærð Forðatöflur 4 mg 28 stk Forðatöflur 4 mg 84 stk Forðatöflur 8 mg 28 stk Forðatöflur 8 mg 84 stk fesoterodin fumarat Með Toviaz® 4 mg og Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu í viku 12 ** Með Toviaz® 8 mg borið saman við lyfleysu og tolterodin ER 4 mg í viku 12 *** Færri salernisferðir með Toviaz® 8 mg en með lyfleysu **** Meðferð með Toviaz® 8 mg dró marktækt úr fjölda tilvika bráðaþvagleka í viku 12 borið saman við tolterodin ER 4mg (p= 0,017) og lyfleysu (p<0,001) 1. Toviaz SmPC 9. október 2017 2. Chapple C. et al. BJU Int. 2014;114:418-26. 3. Kaplan S.A. et al. BJU Int. 2010;107: 1432-1440. 4. Chapple C. et al. Eur Urol. 2007;52(4):1204-12. 5. Herschorn S. et al. BJU Int. 2010;105(1):58-66. Þegar manni er mál, þá er manni mál! Fleiri sjúklingar haldast „þurrir“ 5**** 2 af hverjum 3 Minnkuð tíðni bráðaþvagleka2* -80% Minnkuð tíðni bráðrar þvaglátaþarfar3** -45.5% -18.6% Toviaz® (fesoterodine) Meðferð við einkennum (aukinni tíðni þvagláta og/eða bráðri þvaglátaþörf og/eða bráðaþvagleka) sem geta komið fram hjá fullorðnum sjúklingum með ofvirka þvagblöðru. P P 1 7 1 1 0 1 Minnkuð tíðni þvagláta4*** Skyndileg bráð þvaglátaþörf og bráðaþvagleki eru algengustu einkenni ofvirkrar þvagblöðru. Með Toviaz® 4 og 8mg forðatöflum er hægt að draga marktækt úr einkennum, borið saman við lyfleysu. 2,3 Verð er hægt að sjá á www.lgn.is Greiðsluþátttaka: Já. Stjörnumerktur texti (*) er umskrifaður og/eða styttur úr upplýsingum um lyfið, sem samþykktar voru af EMA 9. október 2017. Upplýsingar um lyfið er að finna á www.serlyfjaskra.is, auk þess sem hægt er að fá hann hjá umboðsaðila Pfizer, Icepharma hf Icepharma . Lyngháls 13 . 110 Reykjavík . S: 540-8000 . www.icepharma.is Stytt samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Toviaz® (fesoterodine) TOVIAZ 4 mg og 8 mg forðatöflur. Innihaldslýsing: Hver forðatafla inniheldur fesóteródín fumarat 4 mg, sem samsvarar 3,1 mg af fesóteródíni, eða fesóteródín fumarat 8 mg, sem samsvarar 6,2 mg af fesóteródíni. Ábendingar: TOVIAZ er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum á einkennum (aukin tíðni þvagláta og/eða bráð þörf fyrir þvaglát og/eða bráðaþvagleki) sem fram geta komið hjá sjúklingum með ofvirka þvagblöðru (overactive bladder syndrome). Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða fyrir jarðhnetum eða soja eða einhverju hjálparefnanna. Þvagteppa. Magateppa. Ómeðhöndluð (uncontrolled) þrönghornsgláka. Vöðvaslensfár. Alvarlega skert lifrarstarfsemi (Child Pugh flokkur C). Samhliðanotkun öflugra CYP3A4 hemla hjá sjúklingum með meðal til alvarlega skerðingu á nýrna- eða lifrarstarfsemi. Alvarleg sáraristilbólga. Eitrunarrisaristill (toxic megacolon). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá - www.serlyfjaskra.is. Dags. síðustu samþykktar SmPC sem þessi stytti texti byggir á: 9.10.2017. Markaðsleyfishafi: Pfizer Limited. Ávísunarheimildir og afgreiðsluflokkur: R. Hámarksverð í smásölu (1. nóvember 2017): 4 mg 28 stk: 8.054 kr, 4 mg 84 stk: 18.582 kr, 8 mg 28 stk: 8.536 kr, 8 mg 84 stk: 19.825 kr. Greiðsluþátttaka sjúkratrygginga: G. Dags. síðustu endurskoðunar efnis: 6. nóvember 2017. Fyrir frekari upplýsingar um lyfið má hafa samband við Icepharma hf. Lynghálsi 13, s. 540 8000. Dregur úr einkennum ofvirkrar þvagblöðru 1 1

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.