Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 16
396 LÆKNAblaðið 2018/104 oxýtetrasýklín og pólímyxín í tilfelli 1 og levófloxasín í tilfelli 2) og varð hvorug aftur vör við orm í auganu. Klínískt var talið ljóst að um lóasýkingu (Loa loa) væri að ræða og fékkst það staðfest í tilfelli 2 með tegundargreiningu á orminum á sýkladeild. Var meðferð ráðgerð í samræmi við það, en lyfin þurfti að sérpanta erlendis frá. Í tilfelli 1 var meðhöndlað með albendazóli 200 mg tvisvar á dag í þrjár vikur og síðan með díetýlkarbamazíni (DEC) í vaxandi skömmtum, 1-10 mg/kg/dag í þrjár vikur. Í tilfelli 2 var meðhöndl- að með albendazóli einu sér í sama skammti í þrjár vikur, en það lyf er einnig virkt gegn Trichinella þráðormi, sem grunur var um að væri einnig til staðar, samanber sermispróf. Í tilfelli 1 gerðu einkenni ekki vart við sig eftir að meðferð lauk. Við eftirlit tveimur vikum eftir upphaf meðferðar sagði konan að sér hefði sjaldan liðið betur, því að húðútbrot, bólgur og kláði á útlimum voru horfin. Í tilfelli 2 hafði konan verið einkennalaus í 7 mánuði eftir lok meðferðar, þegar hún hafði aftur samband vegna gruns um lifandi orm undir húð á handlegg. Þá var enn til staðar hækkun á rauðkyrningum í blóði og fékk konan þá aftur meðferð með albendazóli 200 mg tvisvar á dag í þrjár vikur. Skömmu síðar flutti hún af landi brott þar sem hún greindist rúmu ári síðar með sýk- ingu af völdum þráðormsins Strongyloides stercoralis. Eftir meðferð með ivermectin gengu einkenni, sem og hækkun á rauðkyrning- um í blóði og IgE, til baka. Umræða Hér er lýst fyrstu tveimur tilfellum af lóasýki, eða afrískum augn- ormi, sem okkur er kunnugt um á Íslandi. Með vaxandi fjölda inn- flytjenda og innlendra og erlendra ferðamanna frá fjarlægum slóð- um er viðbúið að framandi sýkingar taki að reka á fjörur íslenskra lækna. Lóasníkillinn Loa loa er þráðormur sem berst í menn með biti dádýraflugu (Chrysops spp., mynd 3) og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að 10 milljónir manna séu sýkt- ar, en 30 milljónir eru útsettar fyrir sníklinum og vangreining al- geng.1,2 Á vissum svæðum Afríku er algengi sýkingarinnar meðal íbúa meira en 40%.2 Ferðamenn geta sýkst, en hættan er fremur lítil þar sem að sýkingarhættan er tengd því hversu lengi fólk er útsett.3 L. loa smitast þegar dádýraflugur bíta fólk til blóðs, en við það berast lirfur þráðorma á þriðja þroskastigi (third stage filarial larvae) í bitsárið. Þessar lirfur þroskast síðan í fullorðna orma á þremur mánuðum. Fullvaxta ormar geta valdið sýkingareinkennum; þeir halda gjarnan til í undirhúð en geta ferðast um allan líkamann, þar með talið til augna. Eftir 6-12 mánuði taka hinir fullorðnu ormar að fjölga sér og geta losað mörg þúsund forlirfur (microfilariae) í blóðrásina og við þessar aðstæður er stundum unnt að greina sýk- inguna í blóðstroki, sem er mikilvæg greiningaraðferð. Forlirfur halda mest til í lungum, en fara reglulega út í blóðrásina, mest um hádegisbil. Því er mikilvægt að blóðtaka fari fram á þeim tíma ef greina á forlirfur í blóðstroki. Forlirfur eru síðan teknar upp af flugum er þær bíta sýkta einstaklinga, en þar dveljast forlirfur í 10-12 daga uns þær mynda þriðja stigs þráðormalirfur; þannig er hringrás sýkingarinnar viðhaldið. Fullorðnir ormar í mönnum geta náð 20 ára aldri.4 Algengt er að fullvaxta kvenormur sé 5-7 cm á lengd og 0,3-0,5 mm á breidd, en karlormar eru að jafnaði helm- ingi minni. Dæmigerðan fullorðinn orm má sjá á mynd 2. Flestir hinna sýktu eru einkennalausir, en aðaleinkenni lóasýkingar eru tvenns konar og voru sjúklingarnir sem hér er lýst með þau bæði, annars vegar lotubundnar bólgur í undirhúð sem nefnast Calab- ar-bólgur (nefndar eftir borg í Nígeríu), hins vegar ormar sem hreyfast eftir yfirborði augans og valda hugarvíli, óþægindum og bólgusvörun. Þegar einstaklingar sem ekki hafa áður myndað mótefni smit- ast á ferðalagi um svæði þar sem sýkingin er landlæg, geta þeir fengið ofnæmiseinkenni, svo sem ofsakláða (urticaria), Calab- ar-bólgur og jafnvel astma.5,6 Þessi einkenni geta varað árum saman eftir að svæðið hefur verið yfirgefið, enda geta fullorðnir ormar verið langlífir eins og áður er getið. Calabar-bólgur stafa af ofsabjúg (angioedema) sem talinn er stafa af ofnæmisviðbrögð- um sem ormurinn kallar fram á ferðalagi sínu um líkamann. Þær geta komið fram hvar sem er, en algengast er að þær komi fram á útlimum eða andliti, oft í kjölfar fyrirboða sem er ýmist kláði eða verkur á svæðinu. Bólgurnar eru oftast roðalausar, þær geta þrýst á nálægar taugar og liði og standa gjarnan yfir í tvo til fjóra daga, stundum lengur. Ormarnir eru stundum kyrrir um hríð, en geta síðan hreyfst allhratt, meira en 1 cm á mínútu, eins og sjá má í myndbandi 1. Augneinkenni ganga til baka án fylgikvilla í Mynd 2. Loa loa ormur sem fjarlægður var úr auga 31 árs konu. S J Ú K R A T I L F E L L I Mynd 1. Loa loa ormur undir slímhúð auga 35 ára konu. Mynd skerpt. Lengd orms um 3 cm.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.