Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 34

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 34
414 LÆKNAblaðið 2018/104 sjúklinganna. Og í því liggur vandinn. Gleymum því ekki að einkarekstur í heilbrigðisþjónustu gengur ljósum log- um hér á landi í dag. Það eru tugir stofa, fyrirtækja og stofnana sem fá rekstrarfé sitt frá ríkinu en starfa á einkareknum grunni. Það vantar hins vegar nægilega mikla samræmingu og samvinnu á milli þessara tveggja kerfa, þau vinna ekki vel saman, þó það hafi skánað á síðustu árum, en það er grundvallaratriði að upplýsinga- flæðið sé óheft þarna á milli. Umræðan og deilurnar hafa teflt þessum kerfum gegn hvort öðru og þarna vantar sáttasemjar- ann til að fá kerfin til að vinna saman. Það er fráleitt að láta sér detta í hug að opinbera kerfið geti annað öllum verkefn- um sem þarf að sinna. Það hljómar hins vegar mjög vel þegar stjórnmálamaður og ráðherra segir að kerfið eigi að geta það. Okkur sem störfum í kerfinu er fullljóst það er ekki hægt. Við höfum reynt það og það gengur einfaldlega ekki. Einkastofur eru með 500.000 komur á ári og það er útilokað fyrir Landspítala og Heilsugæsl- una að taka við þessum fjölda án þess að verulegar grundvallarbreytingar komi til í mannafla, launum, tækjabúnaði, húsnæði og annarri aðstöðu. Það getur vel verið að stundaðar séu oflækningar einhvers staðar og þá eflaust vanlækningar annars staðar, Landspítali er engin undantekning frá því og einfaldast að benda á bráðamóttökuna. Þriðji hver sjúklingur sem þangað leitar á ekkert erindi á bráðamóttöku heldur ætti að fara á Heilsugæsluna. Til þess þarf að efla hana en það er ekki gert og þetta rekst fyrir vikið hvað á annars horn. Ég skal fúslega viðurkenna að læknar geta verið erfiðir í samningum og verja hagsmuni sína. Kannski mætti vera meiri sáttatónn í þeim ekki síður en hinum.“ Illa búið að öldruðu og veiku fólki Sigurður segir aðbúnað aldraðra vera sér hugleikinn og kannski sé það vegna þess að hann er sjálfur að verða opinberlega aldraður. „Ef ég ætti að nefna einn akkilesarhæl í heilbrigðiskerfinu okkar er það hvernig við sinnum veikum öldruðum. Það er eitt- hvað verulega mikið að þegar 100 veikir aldraðir einstaklingar liggja á hverjum tíma á deildum Landspítala, en væru mun betur komnir annars staðar þar sem unnt er að veita þeim betri og meira viðeigandi þjónustu. Það er eins og það komi okkur alltaf jafnmikið á óvart þegar einhver eldist. Það er þó búið að standa til mjög lengi en þegar það gerist er kerfið ekki tilbúið að taka við. Það er skortur á hjúkrunarrým- um og hjúkrunarheimilum sem skapar þennan vanda á Landspítala. Þetta leystist reyndar tímabundið með lögum 2006 um vistunarmat sem nú heitir færni- og heilsumat en vegna þess að ekki var staðið nægilega vel að aukningu hjúkrunarrýma erum við á sama stað núna og við vorum fyrir 2006. Mér finnst þetta vera að bæta gráu ofan á svart. Maður finnur sárt til með þessu fólki sem liggur á lyflækninga- deild Landspítala sem er einsog járnbraut- arstöð, þegar næði og hvíld með góðri um- önnun er það sem þarf. Þessu verðum við að breyta og það strax. Það þarf að leggja aukna fjármuni í þennan málaflokk og ekki síst að huga að launakjörum en mig grunar að svokallaður hjúkrunarfræðinga- skortur sé vegna launanna fyrst og fremst. Af hverju vilja svo margir hjúkrunar- fræðingar frekar gefa fólki kaffi í 35.000 feta hæð en sinna sjúklingum á jörðu niðri? Af því að það munar 150.000 kalli á mánuði! Það er svo margt sem við getum verið stolt af í heilbrigðisþjónustunni og við eigum að vera óhrædd við að horfast í augu við gallana og í stað þess að liggja í pólitískum skotgröfum eigum við að taka höndum saman um að sníða vankantana af annars ágætu kerfi.“ Sjaldan fellur eplið . . . Bryndís Sigurðardóttir Guðmundssonar læknir á smitsjúkdómadeild Landspítala flytur erindi á málþingi um alnæmi á þingi smitsjúkdómalækna í ágúst síðastliðinn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.