Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 36
416 LÆKNAblaðið 2018/104 Fram að heimsstyrjöldinni fyrri kvað held- ur lítið að alþjóðasamvinnu á sviði heil- brigðis- og félagsmála. Helzt var þá um að ræða samþykktir og milliríkjasamninga um sóttvarnir. Stundum með tilliti til ákveðinna sótta eða miðaðir við takmark- að landssvæði í heiminum. Eftir að styrj- öldinni lauk var eins og augu manna opn- uðust fyrir mikilvægi slíkrar samvinnu. Í sambandi við Þjóðabandalagið gamla var, eins og kunnugt er, sett á stofn Heil- brigðisstofnun Þjóðabandalagsins (Health Organisation of the League of Nations), sem gerði ómetanlega mikið gagn meðan hennar naut við. Eftir síðari heimsstyrj- öldina hefir þó fyrst komið skriður á þessi mál. Má segja, að hvert sambandið rísi upp á fætur öðru og hver ráðstefnan reki aðra. Helzta stofnunin, sem komið hefir verið á fót til þess að starfa að heilbrigð- ismálum, er eins og kunnugt er Alþjóða- heilbrigðisstofnunin (World Health Org- anisation). Hefir dr. med. Helgi Tómasson flutt erindi nokkuð um hana í dagblöð. Það má segja, að til þessa hafi það verið miklum erfiðleikum bundið að gera sér grein fyrir og fylgjast með því, sem gerzt hefir á sviði heilbrigðismála og menn- ingarmála í heiminum, þar sem ekki hefir verið völ neinnar hentugrar handbókar, erlendrar eða innlendrar, um þessi mál. Nú hefir Vilmundur Jónsson landlæknir unnið það þarfa verk, að draga saman í heildarriti það helzta, sem snertir þetta efni. Bók þessi er nýútkomin sem fylgirit með heilbrigðisskýrslunum 1944 og heitir „Alþjóðasamvinna um heilbrigðismál“. Mér er ekki kunnugt um, að nein al- þjóðleg læknasamtök, sem nokkuð hefir að kveðið, hafi starfað fyrr en stofnað var Alþjóðasamband lækna (L'associ- ation Professionnelle Internationale des Medecine). Komst það á fót skömmu eftir fyrri heimsstyrjöldina. Var það einkum bundið við Evrópu, en þó sérstaklega við meginlandið. Það hafði höfuðbækistöðvar í París og aðalskrifstofa þess var í sam- bandi við skrifstofur Franska Lækna- félagasambandsins. Eina viðurkennda tungumálið var Franska. Starfsemin var einkum innifalin í bréfaviðskiptum við sambandsfélögin og fundahöldin. Auk þess gaf það út tímarit. Aðalritari þess mestallan tímann, sem það starfaði eða frá 1925-1939, var Dr. Fernand Decourt. Á meðan síðari heimsstyrjöldin geisaði lá starfsemi þessa félags niðri, en í lok hennar var ýmsum málsmetandi læknum orðið það ljóst, að alþjóðafélagsskapur lækna gæti gert ómetanlegt gagn á sviði heilbrigðis- og fé- lagsmála. Fyrir atbeina Brezka Læknafélagsins (British Medical Associ- ation) komu nokkrir læknar saman á fund í London í júní 1945, þar á meðal voru nokkrir erlendir læknar, sem þá voru staddir í Bretlandi. Eftir þennan fund hóf Brezka Læknafélagið (B.M.A.) og Alþjóða- samband lækna (A.P.I.M.) undirbúning að stofnun alþjóðalæknafélags. Var ákveðið að halda undirbúningsfund í London í sept. 1946. Læknafélögum 45 þjóða var boðið að senda fulltrúa á þennan fund, þar á meðal Læknafélagi Íslands, og varð það við þeim tilmælum. Fundinn sóttu 43 fulltrúar frá 38 löndum. Af hálfu Íslands mætti sem fulltrúi Karl Strand. Auk full- trúanna mættu 32 áheyrendur. Á fundi þessum var ákveðið að stofna alþjóðalæknafélag á miklu breiðari grund- velli en hið gamla hafði verið. Til þess að undirbúa félagsstofnunina voru ráðnir tveir bráðabirgðaritarar, þeir Charles Hill, ritari Brezka Læknafélagsins og P. Cibrie, ritari Franska Læknafélagasambandsins. Auk þess var kosin 9 manna undir- búningsnefnd og hlutu þessir læknar kosningu: F. Decourt (Frakkland), P. Glorieux (Belgía), D. Knutson (Svíþjóð), O. Leuch (Sviss), J.A. Pridham (Bretland), T.C. Routley (Kanada), L. Shawki (Egiptaland), L. Tornel (Spánn), A. Zahor (Tékkóslóvakía). Skömmu eftir fundinn bættist Lækna- félag Bandaríkja N.-Ameríku í hópinn og var þá talin ástæða til að bæta við 10. manni í undirbúningsnefndina frá því fé- lagi. Fyrir valinu varð Louis H. Bauer. Grein eftir Pál Sigurðsson úr Læknablaðinu frá árinu 1947 Alþjóðalæknafélagið – World Medical Association

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.