Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 32
412 LÆKNAblaðið 2018/104 Eflaust er Sigurður Guðmundsson sá læknir sem hefur haft hvað flesta fing- ur á púlsi íslenska heilbrigðiskerfisins undanfarna þrjá áratugi. Hann stendur senn á sjötugu og skal þá hætta störfum samkvæmt opinberum reglum þó starfs- þrekið og eldmóðurinn séu síst minni en áður. Eftir að Sigurður lauk sérfræðinámi í lyflækningum og smitsjúkdómum frá há- skólasjúkrahúsinu í Madison Wisconsin árið 1985 réðist hann á Borgarspítala og síðar Landspítala. Hann var prófessor í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands frá 1989 og gegndi báðum stöðum þar til hann tók við embætti landlæknis árið 1998. Hann var fyrsti forseti heilbrigðisvís- indasviðs Háskóla Íslands þar sem sam- einaðar voru undir einn hatt læknadeild, hjúkrunarfræðideild, lyfjafræðideild, sálfræðideild og matvæla- og næringar- fræðideild. Fimm árum síðar sneri hann aftur á Landspítala sem sérfræðilæknir á smitsjúkdómadeild A7. Að komast á aldur Sigurður segir undarlegt að vera í fullri vinnu og með fullt vinnuþrek „ . . . og svo þegar ákveðin dagsetning rennur upp er maður bara sendur heim. Ég vil þó taka fram að mér hefur verið gefinn kostur á að starfa í hlutastarfi áfram við spítalann, en það breytir ekki viðhorfi mínu til laga- klásúlunnar sem kveður á um starfslok við 70 ára aldur. Það er reyndar svolítið merkilegt að samtök aldraðra hafi ekki neinn áhuga á þessu, að fólk geti haldið áfram að starfa eftir hinn lögboðna eftir- launaaldur; baráttan gengur út á réttindin til að fá að hætta og fá réttmæt eftirlaun. Það er skiljanlegt sjónarmið en fyrir þau okkar sem telja sig enn hafa eitthvað fram að færa og aðrir eru sammála því að við getum það, er þetta sóun á reynslu og þekkingu sem við tökum þá bara heim með okkur. Þarna eru mikil verðmæti sem ætti að vera hægt að nýta með ýmsum hætti, því þótt sannarlega sé læknisstarf- ið þannig að færni manns til ákveðinna verka minnki með aldrinum, getur maður gefið ýmislegt af sér. Það er svo útfærsluatriði hvernig hæfni hvers einstaklings er metin en það er nokkur tvískinningur fólginn í því að læknir má alls ekki vinna fram yfir sjötugt hjá ríkinu, þar sem hann er þó umkringd- ur samstarfsfólki sem hefur gætur á hon- um, en læknum leyfist að vera einyrkjar á stofu út í bæ fram til 76 ára aldurs og geta svo sótt um framlengingu starfsleyfis til eins árs í senn þangað til einhverjum finnst komið nóg.“ Margir horfa til eftirlaunaáranna með eftirvæntingu því þá geta þeir farið að snúa sér að áhugamálunum óskiptir. „Það er alveg rétt og mjög nauðsynlegt að geta um frjálst höfuð strokið og leikið sér, en þegar maður hefur samsamast starfinu að miklu leyti og sjálfsmynd manns liggur þar og síðan er því skyndi- lega kippt undan manni, getur lendingin verið dálítið harkaleg. Þetta ætti að vera tilefni fyrir samninganefnd Læknafélags Íslands að hafa með í farteskinu þegar hún sest næst við samningaborðið.“ Sigurður þarf þó ekki að kvíða aðgerða- leysi því stjórnendur Landspítala hafa boðið honum að vera í hlutastarfi áfram á lyflækningadeildinni þar sem hann hefur starfað og kemur sú ákvörðun reyndar í kjölfarið á því að nær 200 læknar og læknanemar á spítalanum skrifuðu undir áskorun þess efnis til stjórnenda spítalans. „Ég er mjög hrærður og jafnframt glað- ur yfir þessu og það er ánægjulegt að fá að starfa áfram þó í minna mæli sé en áður. Lendingin verður óneitanlega mýkri,“ seg- ir hann léttur í bragði. Sjálfsmyndin liggur í starfinu Hann segir lækna í ákveðnum skilningi upptekna af sjálfum sér og þó það geti vissulega birst í stórlæti sé það skiljanlegt því starfið sé þess eðlis. „Við eigum það til að telja okkur „God ś gift to medicine“ en reyndar eru nú fáir ef nokkrir sem rísa undir því. Læknisfræðin er þannig að þó maður sé búinn að vera í bransanum áratugum saman er maður alltaf að læra eitthvað nýtt. Það er svo gaman að tala við læknanemana um hvað þetta sé heill- andi og gefandi við læknisstarfið. En við megum samt ekki gleyma auðmýktinni frammi fyrir læknisfræðinni og hversu miklu stærri hún er en nokkurt okkar. Það Alltaf að læra eitthvað nýtt - segir Sigurður Guðmundsson sem stendur á tímamótum ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.