Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 28
408 LÆKNAblaðið 2018/104 rannsóknum á mönnum og hversu mik- ilvægt sé að upplýsa þátttakendur um eðli rannsóknar. Þar komum við hjá LÍ nokkuð við sögu þegar samin var yfir- lýsing WMA um notkun á gögnum um fólk. Þetta var svokölluð Taipei-yfirlýsing en vinna við hana var undir okkar stjórn. Umfjöllun ráðstefnunnar um rannsóknir á mönnum verður væntanlega upphaf endurskoðunar WMA á Helsinki-yfirlýs- ingunni sem upphaflega var gerð 1964 og hefur verið endurskoðuð á 5-10 ára fresti síðan. Síðast var hún endurskoðuð 2013 en endurskoðunarferlið tekur mörg ár og nú þegar eru komnar upp hugmyndir að breytingum. Það er skemmtilegt að nefna að lokahönd endurskoðunarinnar 2013 var lögð hér á vinnufundi fastanefndar WMA í húsakynnum LÍ og nú er væntanlega að hefjast endurskoðun hennar með umræð- um á þinginu í haust.“ Að sögn Jóns er mikið til umræðu í Evrópu hvernig læknar skuli sinna óskráð- um innflytjendum. „Þetta voru áður kallaðir ólöglegir innflytjendur en núna eru þeir sagðir óskráðir. Þetta er fólk sem dvelur í viðkomandi landi án vitundar yf- irvalda. Um hundruðir þúsunda manna er að ræða í Evrópu og umræðan hefur verið hávær meðal annars í Svíþjóð og Þýska- landi. Á ráðstefnunni verður málþing um hvernig læknar eigi að þjónusta þetta fólk sem er algjörlega utan heilbrigðiskerfisins. Læknir hefur lagalegan rétt til að vísa slíkum einstaklingi frá en siðfræðilega ber honum skylda til að sinna hverjum þeim sem til hans leitar. Þetta er eitt dæmi um árekstur milli þess lagalega og siðfræði- lega og kemur oft á tíðum upp en leysist þó oftast með tímanum. Klemman sem læknirinn stendur frammi fyrir getur falist í því að vinnustaðurinn, stofnunin þar sem hann vinnur, setur ákveðnar reglur en það er ekki víst að þær séu sam- hljóða siðfræðinni sem lækninum ber að starfa eftir.“ Enn eitt umræðuefnið sem Jón nefnir að verði sífellt áleitnara er notkun gervi- greindar í læknisfræðilegum tilgangi. „Bandaríska læknafélagið tók að sér að undirbúa málþing um þetta efni og hefur boðið tveimur virtum rannsakendum á þessu sviði að halda erindi á málþinginu. Þetta verður eflaust mjög áhugavert enda hefur tækni á þessu sviði fleygt mjög hratt fram á síðustu árum.“ Margir þekktir fyrirlesarar Af fyrirlesurum sem boðið hefur verið til siðfræðiþingsins nefnir Jón Ilonu Finchley barónessu frá Englandi. „Hún hefur verið mjög virk í umræðu um lífslokameð- ferð og líknardráp og hún stýrði þeirri umræðu í breska þinginu sem lyktaði með því að líknardráp eru ekki leyfð í Bretlandi. Hún er mjög sterkur andmæl- andi líknardráps. Ruth Maclean kemur frá Bandaríkjunum og hefur rannsakað siðfræði erfðafræðinnar og Bartha Knopp- ers frá Kanada hefur rannsakað siðfræði erfðarannsókna. Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar verður einnig frummælandi. Kirsty Boyd líknlæknir kemur frá Skotlandi og Otmar Kloiber framkvæmdastjóri WMA mun fjalla sér- staklega um sögu samtakanna og hvað þau standa í rauninni fyrir. Ég nefni þessa fyrirlesara þar sem þau eru með staka fyr- irlestra en síðan eru fjölmargir fyrirlesarar og frummælendur sem koma fram á mál- þingum innan ráðstefnunnar og best er fyrir þátttakendur að kynna sér í dagskrá.“ Umfang aðalfundarins og ráðstefn- unnar er verulegt en fulltrúar WMA eru um 200 talsins og síðan er gert ráð fyrir jafnmiklum fjölda sem sækir ráðstefnuna. „Þetta verða því líklega á fimmta hund- rað manns sem sækja bæði ársfundinn og ráðstefnuna og sannarlega ánægjulegt að Læknafélag Íslands skuli bera hitann og þungann af svo stórri samkomu. Við njótum síðan krafta aðalskrifstofu WMA en við höfum átt mjög gott og náið sam- starf við starfsfólk hennar undanfarna mánuði,“ segir Jón Snædal að lokum. DAGSKRÁ ÞINGSINS ER Á BLS. 420

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.