Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2018/104 387 R I T S T J Ó R N A R G R E I N Continuous recruitment of doctors Reynir Arngrímsson MD, President of the Icelandic Medical Association Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, Iceland doi.org/10.17992/lbl.2018.09.194 Reynir Arngrímsson erfðalæknir, formaður Læknafélags Íslands reynir@lis.is Nýliðun lækna Læknisþjónusta er grunnstoð heilbrigðiskerfisins og stendur styrkum faglegum stoðum hérlendis. Í ný- legri sameiginlegri yfirlýsingu evrópskra læknasam- taka, sem birt er á öðrum stað í blaðinu (bls. 409), er lögð áhersla á lykilhlutverk lækna í sjúkdómsgrein- ingum, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Stjórnvöld hafa kallað eftir samfélagsumræðu um skipulag heilbrigðiskerfisins en óljóst er hvert stefnir af þeirra hálfu. Læknar hafa lýst sig reiðubúna í slíkt samtal. Læknafélag Íslands (LÍ) leggur áherslu á þrí- skiptingu sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu lækna í heilsugæslu og forvarnir, sérgreinaþjónustu lækna utan sjúkrahúsa og á göngu- og dagdeildum og svo sjúkrahúsþjónustu. Uppbygging, þróun og fjár- veitingar til þessara þjónustuþátta eiga að haldast í hendur. Skipulag kerfisins verður að veita sveigjan- leika til framfara í læknisfræði og aðgengi sjúklinga ásamt hagkvæmni og nýliðun. Stefna LÍ hefur verið að styðja við fjölbreytileika í rekstri sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkra- húsa, hvort sem það er hjá sérgreinalæknum á stofu eða í heilsugæslu, og telur mikilvægt að samkomu- lag um slíka þjónustu sé skýrt og samningar virtir. Á grundvelli þessara samninga hefur mikilvægum þáttum í opinberu heilbrigðisþjónustunni verið sinnt fram til þessa. Almenningur er hlynntur einkarekinni sérhæfðri læknisþjónustu utan sjúkrahúsa sem er samnings- bundinn hluti af opinberri þjónustu. Þetta má sjá í niðurstöðum skoðanakönnunar Rúnars Vilhjálms- sonar fyrir BSRB frá 2015, þar sem minnihluti, eða 40% aðspurðra, taldi að slíka þjónustu ætti ein- göngu að veita af hinu opinbera en 60% voru hlynnt blönduðu kerfi eða eingöngu einkareknu. Hvort nú- verandi stjórnvöld ætla að ganga gegn meirihluta- vilja þjóðarinnar og draga úr þjónustu við sjúklinga eða koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi með því að semja ekki við lækna á eftir að koma í ljós. Eitt af lykilatriðum í jákvæðri framfaraþróun í þessum geira er að tryggja nýliðun lækna og að- streymi nýrrar þekkingar og reynslu. Það er því vá- leg staða þegar þeim þætti er ógnað til lengri eða skemmri tíma. Starfandi læknar á Íslandi eru í dag 1296 og erlendis starfa 815 íslenskir læknar sem von- andi fá tækifæri til að starfa hérlendis í framtíðinni á þeim vettvangi sem þeir kjósa sjálfir og þörf er fyrir. Nýliðun þarf að eiga sér stað á öllum sviðum læknisþjónustunnar. Á sama tíma og landsmönn- um hefur fjölgað um 30.000 frá árinu 2010, hefur fastráðnum heilsugæslulæknum fækkað hjá öllum heilbrigðisstofnununum nema einni. Meðal annars hefur stöðugildum sem setin eru af sérfræðingum í heimilislækningum hjá hinu opinbera fækkað um 13%, mest á landsbyggðinni, eða frá 5% til 47%. Hjá heilsugæslustöðvum í einkarekstri sem hið opinbera hefur náð að gera þjónustusamning við er staðan önnur en þar starfa nú 29 sérfræðingar í heimilis- lækningum. Á sjúkrahúsum hefur verið bent á að starfsað- stæður eru óviðunandi og álag á sjúkrahúslæknum á Landspítala er fram úr hófi á mörgum deildum, til dæmis bráðamóttökunni. Bráðalæknar hafa talað fyrir daufum eyrum allt frá nærstjórnendum upp í ráðuneyti. Þar eru þeir ekki einir á báti. Stöðu- heimildum þarf að fjölga og nýliðun þarf að örva á sjúkrahúsum landsins. Þjónustuliðum verður ekki bætt þar við án slíkra aðgerða. LÍ leggur áherslu á að aðgengi að faglegri þekk- ingu lækna sé ætíð tryggt og til staðar í landinu, þar með talið með samfelldri nýliðun lækna. Að fram fari mat á mannaflaþörf lækna á öllum svið- um sérgreinalækninga, þar með talið heimilislækna og á meðal almennra lækna. Tryggja þarf að sér- hæfð læknaþjónusta sé áfram veitt utan sjúkrahúsa með samningum um opinbera þjónustu sérgreina- lækna á eigin læknastofum og heilsugæslustöðv- um. Endurskoða þarf kjör landsbyggðarlækna með stjórnvaldsátaki. Styrkja þarf þjónustu sérfræði- lækna og bæta vinnuaðstæður á Landspítala og öðr- um sjúkrahúsum með auknum framlögum í fjárlög- um ríkisins. Að verkefni hvers þjónustuaðila séu vel skilgreind og endurskoðuð með þarfir skjólstæðinga í fyrirrúmi. Að áhersla verði lögð á gæðastarf og leiðandi hlutverk lækna. Heimildir 1. Sameiginleg yfirlýsing læknasamtaka í Evrópu. Um lykilhlutverk lækna í sjúkdómsgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Læknablaðið 2018; 104: 422. 2. Heimilislæknar á Íslandi og ráðningar heilsugæslulækna á landsbyggð- inni. 538. mál, fyrirspurn til heilbrigðisráðherra á 148. löggjafarþingi 2017-2018. althingi.is/altext/148/s/1379.html - ágúst 2018. Vizarsin 24 stk. pakkningar sildenafil á betra verði Vizarsin töflur og munndreifitöflur Vizarsin töflur og munndreifitöflur innihalda virka efnið sildenafil. Notkunarsvið: Ristruflanir hjá fullorðnum karlmönnum. Frábendingar: Ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna. Samhliða notkun efna sem gefa frá sér köfnunarefnisoxíð (s.s. amýlnítrít) og hvers konar nítrata, sem og efna sem örva gúanýlat cýklasa (s.s. riociguat). Karlmönnum sem ráðið er frá því að stunda kynlíf skal ekki gefa lyfið (t.d. sjúklingar með alvarlegan hjarta- og æðasjúkdóm). Sjúklingar sem tapað hafa sjón á öðru auga vegna framlægs sjóntaugarkvilla vegna blóðþurrðar án slagæðabólgu eiga ekki að nota lyfið. Sjúklingar með alvarlega skerta lifrarstarfsemi, lágþrýsting, sjúklingar sem nýlega hafa fengið heilablóðfall eða kransæðastíflu eða hafa þekktan arfgengan hrörnunarsjúkdóm í sjónhimnu mega ekki nota lyfið. Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Markaðsleyfishafi er KRKA, d.d., Novo mesto. Umboðsaðili er LYFIS ehf. Sími: 534-3500, netfang: lyfis@lyfis.is. SmPC: Júlí 2017. Vizarsin töflur fást að auki í 4 stk., 8 stk. og 12 stk. pakkningum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.