Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 21
LÆKNAblaðið 2018/104 401
Engar umtalsverðar breytingar urðu á þessari meginhugsun
siðareglna lækna á næstu áratugum. Codex Ethicus var nær
óbreyttur eftir fyrstu endurskoðun árið 1924 og þótt endur-
skoðunin væri mun ítarlegri 1944 þá er bræðralagshugsunin enn
ríkjandi. Þó er athyglisvert að strax í 1. grein segir að læknir skuli
snúa sér til stjórnar LÍ ef hann sjái ástæðu til aðfinnslu vegna
lækningastarfs stéttarbróður sem er „líklegt til að vinna mein“.8
Þarna trompar skaðleysisregla Hippókratesar stéttarsamlyndið.
Einnig má merkja vísi að auknum rétti sjúklings í 6. grein siða-
reglnanna þar sem fram kemur að sjúklingur geti sjálfur ákveðið
að annar læknir en sá „er áður stundaði hann“ taki við um-
önnun hans.8 Rétt er að geta þess að þegar Codex Ethicus birtist
í sérprenti 1955 fylgdu í viðauka Alþjóðasiðareglur lækna, sem
samþykktar voru á ársþingi Alheimssamtaka lækna (WMA) 1949,
og Genfarheit lækna, sem samþykkt var á ársþingi WMA 1948.9
Í báðum þessum plöggum kemur frumskylda lækna gagnvart
sjúklingum skýrt fram: „Ég heiti því að láta mér um alla hluti
fram hugað um heilsu sjúklinga minna“, segir í Genfarheitinu,
og í Alþjóðasiða reglunum eru skyldur læknis við sjúkling sett-
ar framar skyldum læknis hvers við annan.10 Hér eru því fram
komin á íslensku viðmið sem fela í sér hinn siðferðilega kjarna
læknislistarinnar þótt enn sæi þeirra ekki stað í siðareglum
Læknafélagsins.
Siðvæðing siðareglnanna
Á aðalfundi Læknafélags Íslands árið 1964 benti Óskar Þórðar-
son á „nauðsyn þess að endurskoða Codex og samræma hann
breyttum aðstæðum“.9 Á aðalfundi Læknafélagsins þremur
árum síðar, 1967, voru samþykktar nýjar reglur sem voru mjög
breyttar frá fyrri gerð. Siðareglunum
fjölgaði úr 10 í 28 og í stuttum formála
að greinunum segir: „Samkvæmt lögum
Læknafélags Íslands eru Alþjóðasiða-
reglur lækna lagðar til grundvallar
þeim Codex Ethicus, sem félagið setur
meðlimum sínum.“8 Einnig er vitnað í
Genfarheit lækna. En markmiðsgreinar
Codex bera enn merki bræðralagshug-
myndarinnar. Formálinn hefst á þessum
orðum: „Codex Ethicus er læknum til
leiðbeiningar hvernig þeim beri að gæta
»heiðurs og göfugra erfða« stéttarinnar
…“ og fyrsti liður af þremur sem undir-
strika að meginhugsun siðareglanna er
að með þeim viðurkenni læknastéttin að
hún sé bræðralag.
En siðareglurnar frá 1967 sýna þó
ótvírætt að bræðralagshugsjónin er í
fjörbrotum og skýr viðmið um frum-
Örn Bjarnason beitti sér mikið í siðamálum lækna á starfsferli sínum.
ΗΙΠΠÓΚΡΑΤΕΣ
Gríski læknirinn Hippókrates sem
fæddist á eynni Kos árið 460 fyrir Krist.