Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.09.2018, Side 37

Læknablaðið - 01.09.2018, Side 37
LÆKNAblaðið 2018/104 417 Á undirbúningsfundinum í London var félaginu gefið nafnið Alþjóðalæknafélagið (World Medical Association) og ákveðið að halda stofnfund þess og fyrsta aðalfund í París í september 1947. Vegna eindreginna tilmæla forgöngumanna þessa félagsskap- ar tók Læknafélag Íslands þátt í honum og sendi fulltrúa á stofnþingið í París s.l. haust. Mættu sem fulltrúar af hálfu félagsins Þórður Þórðarson og ég. Áður hafði Læknafélag Íslands átt nokkur bréfa- skipti við bráðabirgða ritarana, einkum ritara Brezka Læknafélagsins, og meðal annars svarað allnákvæmri fyrirspurn um læknaskipun og heilbrigðismál á Íslandi. Samsvarandi fyrirspurn hafði verið send læknafélögum 61 þjóðar. Á þinginu í París mættu fulltrúar frá 44 þjóðalæknafélögum. Auk þess fjöldi áheyrenda, bæði frá læknafélögum og ýmsum stofnunum, meðal annars frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (World Health Organisation) og menningar- og fræðslustofnunum Sameinuðu þjóðanna (United Nations Educational, Scientif and Cultural Organisation). Þingið hófst miðvikudaginn 18. september og var lokið laugardaginn 20. september. Þinginu var skipt í tvennt. Fyrri hlutan- um, sem einkum fjallaði um skipulag fé- lagsins, lög þess og reglugerð, var stjórnað af þeim Sir Hugh Lett og Dr. T.C. Routley. Í lok fyrri hluta þingsins var borin upp og samþykkt svolátandi ályktun: „Hinn 18. september 1947, klukkan 3 og 40 mínútur eftir hádegi, var stofnað í Par- ísarborg Alþjóðalæknafélagið (The World Medical Association).“ Síðari hluta þingsins stjórnaði prófess- or Eugéne Marquis, en hann hafði verið valinn forseti félagsins fyrir árin 1947 og 1948 á fundinum í London. Aðeins þau læknafélög, sem kenna sig við eitthvert land eða þjóð, geta fengið upptöku í Alþjóðalæknafélagið. Hvert landsfélag, hversu fjölmennt eða fámennt sem það er, hefir rétt á tveimur atkvæðum. Stefnuskrá Alþjóðafélagsins er í höfuð- atriðum þessi: a. Að tengja traustari böndum þjóða- læknasamtök og auka samstarf lækna með persónulegum kynnum og alls konar öðrum ráðum, sem til greina geta komið. b. Að halda uppi heiðri læknastéttarinnar og vernda áhugamál hennar. c. Að rannsaka og gefa skýrslur um lækn- isfræðileg verkefni, sem mæta stéttinni í hverju landi fyrir sig. d. Að skipuleggja gagnkvæma fræðslu um áhugamál læknastéttarinnar. e. Að koma á framfæri sjónarmiðum læknastéttarinnar við Alþjóðaheilbrigð- isstofnunina (W.H.O.) U.N.E.S.C.O. og aðrar slíkar stofnanir og hafa samvinnu við þær. f. Að hjálpa öllum þjóðum heims til þess að komast á svo hátt stig heilsufarslega, sem auðið er. g. Að vinna að heimsfriði. Upphaflega var ráðgert að aðaltungu- málin, sem félagið notaði, yrðu tvö, Enska og Franska, en á stofnþinginu í París bætt- ust Læknafélög Suður-Ameríku í hópinn. Var þá talið rétt, að bæta við Spænsku sem einu af aðaltungumálunum, enda gerðu þau það að skilyrði fyrir þátttöku sinni. Ákveðið var að aðalskrifstofa félagsins yrði í Norður-Ameríku. Var það einkum gert með tilliti til þess að félagið ætlar sér að starfa í sambandi við Alþjóðaheilbrigð- isstofnunina (W.H.O.) og U.N.E.S.C.O., en þessar stofnanir hafa skrifstofur sínar þar. Ekki telst ástæða til, að þessu sinni, að greina nánar frá því, sem gerðist á þinginu í París eða skipulagi Alþjóðalæknafélags- ins, þar sem gert er ráð fyrir, að lög þess og reglugerð verði fjölrituð ásamt fundar- gerðinni, eða að minnsta kosti útdráttur úr henni og síðan sent félögum Læknafé- lags Íslands. Þess má geta, að Læknafélag Íslands hefir í Alþjóðalæknafélaginu sömu að- stöðu til þess að hafa áhrif á gang mála og læknafélagasamtök stórþjóðanna, svo sem Stóra-Bretlands og Bandaríkja Norð- ur-Ameríku. Yfirstjórn Alþjóðalæknafélagsins er í höndum sérstaks ráðs 10 lækna, sem kosn- ir eru á hverju aðalþingi. Að þessu sinni voru þessir valdir í ráðið: T.C. Routley (Kanada), formaður, D. Knutson (Svíþjóð), varamaður, L.H. Bauer (Bandaríkin), J.A. Bustamante (Kúba), P. Cibrie (Frakkland), A. Hartwich (Austurríki), P.Z. King (Kína), J.A. Pridham (Bretland), S.C. Sen (Indland), L.G. Tornel (Spánn). Samþykkt var, að næsta aðalþing, 1948, skyldi haldið í Prag.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.