Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 38

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 38
418 LÆKNAblaðið 2018/104 Akstur undir áhrifum slævandi lyfja F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 2 5 . P I S T I L L Akstur undir áhrifum lyfja getur skert hæfni ökumanna til að stjórna ökutækjum og haft í för með sér slysahættu. Talið er að áfengi og lyf komi við sögu í 24% allra dauðsfalla í umferðarslysum í Noregi og hafa Norðmenn birt reglur um magn lyfja sem má greinast í blóði ökumanna. Reglurnar eru settar til að auka öryggi í umferðinni og til að auka skilvirkni dómsmála er varða slík umferð- arlagabrot. Í Noregi eru refsimörk miðuð við 0,02% áfengisstyrks í blóð með stigvaxandi þyngingu refsingar eftir því sem meira magn greinist. Á Íslandi eru refsimörk áfengis 0,05% og fara sektir hækkandi með auknum áfengisstyrk. Ólíkt því sem gildir í Noregi vantar skýrar reglur á Íslandi um hversu mikið magn af lyfjum má greinast í blóði ökumanna. Lengi vel þurfti að fá sérfræðiálit í hverju dómsmáli í Noregi en þegar reglunum var breytt árið 2012 voru skilgreind mörk á styrk 20 mismunandi lyfja/eiturlyfja í blóði sem gerði úrvinnslu mála einfaldari. Mörkin fyrir hvert lyf voru heimfærð upp á, eða borin saman við mismunandi styrki af áfengi í blóði (0,02%, 0,05% og 0,12%). Listi yfir lyfin og reglurnar má finna hér: regjeringen.no/ contentassets/61d8bf75d02e4b64ab0bfbea- 244b78d9/sd_ruspavirket_kjoring_net.pdf Í listanum eru tilgreind helstu róandi lyf eins og díazepam, oxazepam, nítrazepam, alprazolam; svefnlyf eins og zópíklón og zolpídem, ásamt morfíni og skyldum lyfjum eins og buprenorfín og metadón. Notkun svefnlyfja var 55% meiri hér á landi miðað við Noreg og notkun róandi og kvíðastillandi lyfja var 78% meiri hér á landi árið 2017, sjá línurit 11,2 en mun fleiri nota lyf- in hér á landi en til dæmis í Noregi, sjá töflu I. Fram kemur í nýjustu skýrslu frá Nomesco að sala ópíóíða var 50% meiri hér á landi miðað við Noreg árið 2016 og hefur notkun Tafla II. Leyfileg mörk sem læknir má ávísa á dag með tilliti til aksturs. Lyf Algeng sérlyfjaheiti Noregur Danmörk Oxazepam Sobril 30 mg 30 mg Díazepam Stesolid 10 mg Ekki leyft Alprazolam Tafíl Ekki leyft Ekki leyft Nítrazepam Mogadon 10 mg Ekki leyft Zópíklón Imovane 7,5 mg 7,5 mg Zolpídem Stilnoct 10 mg 10 mg Dæmi um ópíöt Parkódín forte Parkódín forte Flóknari reglur Ekki leyft Ekki má taka tvö af þessum lyfjum samtímis. Enn strangari reglur fyrir atvinnubílstjóra. Undanþágur stundum veittar, til dæmis við langvarandi notkun. Tafla I. Fjöldi notenda á 1000 íbúa fyrir Parkódín, róandi- og svefnlyf í Noregi og Íslandi árin 2011 og 2017. 2011 2017 Breyting (%) Parkódín/Parkódín forte Noregur 78,3 66,5 -17,8 Ísland 153,5 173,5 11,5 Róandi- og kvíðastillandi Noregur 55,3 47,9 -15,5 Ísland 71,9 77,9 7,7 Svefnlyf Noregur 83,0 82,6 -0,5 Ísland 113,4 102,4 -10,7 Andrés Magnússon læknir Jón Pétur Einarsson lyfjafræðingur Ólafur B. Einarsson sérfræðingur olafur@landlaeknir.is DD D/ 10 00 íb úa á d ag 2011 2017 Noregur - Róandi lyf 16,6 11,7 Ísland - Róandi lyf 22,8 20,8 Noregur - Svefnlyf 43,5 41,9 Ísland - Svefnlyf 72,4 65,0 80 70 60 50 40 30 20 10 0 Línurit 1. Ávísanir róandi lyfja (NO5B) og svefnlyfja (NO5C) á Íslandi og í Noregi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.