Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 30

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 30
410 LÆKNAblaðið 2018/104 Norræna átröskunarfélagið (NEDS; Nordic Eating Disorder Society), samtök fagfólks á Norðurlöndunum um átrask- anir, heldur þing í Hörpu dagana 12.-14. september. Þetta er í tólfta sinn sem sam- tökin halda þing, haldið annað hvert ár frá 1994, og nú í fyrsta sinn hér á landi. „Við vorum formlega tekin inn í Nor- rænu samtökin fyrir tveimur árum en höfum verið áheyrnarfulltrúar á fund- um og tekið þátt í ráðstefnum í nokkuð mörg ár,“ segir Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir sem starfað hefur í átrösk- unarteymi Landspítala frá því það var sett á laggirnar 2006. „Þingið stendur í þrjá daga og er með hefðbundnu sniði, þar sem fagfólk kem- ur saman og kynnir rannsóknir sínar, ásamt fyrirlestrahaldi, vinnustofum og málstofum. Aðalfyrirlesarar eru frá Norð- urlöndunum en einnig frá Bandaríkjunum og Kanada. Segja má að megintilgangur félagsins sé að skapa tengsl og samvinnu á milli fagfólks á Norðurlöndum. Hefðbund- in þjónusta við átröskunum er þverfagleg, læknar, sálfræðingar, hjúkrunarfræðingar, fjölskylduráðgjafar og næringarráðgjafar jafnvel fleiri starfa saman í sérhæfðum teymum. Þema þingsins er átraskanir versus heilbrigður lífsstíll, og minnir á hvernig öfgar í heilbrigðum lífsstíl geta leitt til átraskana.“ Átkastaröskun Hinar hefðbundnu átraskanir anorexia nervosa (lystarstol) og bulimia nervosa (lotugræðgi) verða til umfjöllunar, en einnig hin svokallaða „átkastaröskun“ (binge eating disorder) sem var nýlega bætt inn í DSM 5 sjúkdómaflokkunarkerfið, og mun einnig verða í ICD 11. Það eru einstaklingar sem eru í miklu rugli með mataræðið, svelta sig, en taka síðan taka stór átköst án losunarhegðunar. „Þessu fylgir oft offita og meltingarvandamál en Norðmenn hafa náð góðum árangri í meðferð við þessu og munu segja frá því. Hingað til hefur hugrænni atferlismeðferð aðallega verið beitt til að hjálpa fólki með átkastaröskun en hún dugar ekki til að ná fram þyngdartapi og meira þarf til. Norski íþróttaprófessorinn Jorunn Sund- got Borgen sem heimsótti okkur í fyrra á Læknadögum, ætlar að segja frá meðferð sem hennar teymi hefur þróað og byggir á hreyfingu og breyttu mataræði. Almennt er aukin áhersla á að nota hreyfingu í meðferð átraskana, af hvaða toga sem þær eru.“ Kanadíski tauga- og heilaskurðlækn- irinn Andres Lozano verður með fyrir- lestur á þinginu. „Hann er heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar á DBS (Deep Brain Stimulation), djúpkjarnaörvun í heila sem aðallega hefur verið notuð í meðferð Park- insonsjúklinga og við hreyfisjúkdóma en hefur verið að ryðja sér til rúms í geðlækn- ingum, til dæmis við alvarlegum kvíða- röskunum og þunglyndi. Hann ætlar að segja frá árangri aðgerða sem hann hefur gert á einstaklingum með alvarlega ólæknandi anorexíu. Þá verður Rene Klinkby Stöving, danskur innkirtlalæknir og prófessor í átröskunum með erindi um líkamlega sjúkdóma sem geta fylgt bæði anorexiu og bulmiu. En langvinnar átraskanir geta haft gríðarleg líkamleg heilsufarsvanda- mál í för með sér sem þarf meðferðar. Tölfræðin segir að um 20% af þeim sem veikjast af átröskunum megi búast við að vera ennþá veikir eftir 5 ár frá greiningu og það er stærsta áskorunin í dag hvernig við getum mætt þessum hópi.“ Fleiri ungir karlmenn með átröskun „Anorexia nervosa er ekki ný af nálinni, og finna má heimildir frá miðöldum um konur sem hafa dáið úr sjálfssvelti. Í lækn- isfræði kom var anorexíu fyrst lýst 1689 af Richard Morton enskum lækni og síðan er rifist um hvort Sir William Gull eða Lasegue urðu fyrri til að lýsa anorexíu í læknisfræðinni um 1870. Átraskanir hafa sérstöðu innan geðrask- ana og hafa sín greiningarskilmerki, en samsláttur við aðrar geðraskanir er mjög algengur, eins og til dæmis persónuleik- araskanir, ADHD, kvíðaraskanir, ein- hverfu og fíknisjúkdóma. Kjarninn í átröskun er einstakur að því leyti að hann snýst að svo miklu leyti um neikvæða líkamsupplifun einstaklingsins, og þrá- hyggju um útlit og þyngd. Þessu fylgir síðan yfirgengilega sterk þörf til að hafa stjórn á mataræði, hræðsla við óhollustu og megrunarárátta. Þessi ofuráhersla á neikvæða líkamsímynd er sértæk fyrir átraskanir. Þá má líta á átraskanir sem eins konar regnhlífarhugtak yfir fjölmargar birtingarmyndir þar sem sjúklegt matar- æði og ýmsar ranghugmyndir varðandi líkamann og næringu eru miðpunktur. Orsakir átraskana eru misjafnar en eins og með aðra sjúkdóma er um að ræða samspil erfða og umhverfis og birtingarform sjúk- dómsins mjög einstaklingsbundið. Anorexía hefur alltaf verið til þó að sjúkdómurinn hafi fengið aukna athygli og vægi á síðustu áratugum að sögn Guð- laugar. „Það er þó alveg ljóst að þó átrask- anir hafi fylgt manninum öldum saman hefur tíðni aukist mikið á undanförnum áratugum með sífellt meiri áherslu á mat og útlit. Þó hefur alvarlegasta birtingar- myndin, anorexia nervosa, ekki aukist svo mjög en bulimia og átkastaröskun verður æ fyrirferðarmeiri. Anorexía hefur ákveðna sérstöðu og er heilasjúkdómur fyrst og fremst. Hann sker sig úr öðrum átröskunum að því leyti að einstaklingur- inn getur bókstaflega svelt sig til bana vegna ranghugmynda um mataræði og líkamsþyngd.“ Faraldsfræðin segir að 9 af hverjum 10 einstaklingum með átraskanir séu konur, en allir geta veikst, óháð kyni, kynhneigð, kynvitund, kynþætti, aldri og félags- stöðu. „Það er lýst aukningu meðal ungra karlmanna en þeir eru ekki að skila sér í meðferð. Ástæður geta verið fordómar Norræn ráðstefna um átröskun 12.-14. september Átröskun er alvarlegur langvinnur sjúkdómur – talað við Guðlaugu Þorsteinsdóttur geðlækni ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.