Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 22
402 LÆKNAblaðið 2018/104 skyldur lækna gagnvart sjúklingum og samfélagi eru að ryðja sér til rúms. Í formála er athyglis verður kafli sem fangar vel þessi nýju viðmið. „Með þessum Codex viðurkennir læknastéttin … að hún gegnir ábyrgðarhlutverki og getur því aðeins vænzt vegs og trausts af samfélaginu, að hún geri sér allt far um að vera vaxin þeim siðferðilega vanda, sem þekking, tækni og félagslegt hlut- verk leggja henni á herðar.“8 Nærtækt er að tengja þessar breyttu áherslur bæði við nýja tækni sem hafði mikil áhrif á læknislistina og við samfélagshræringar sem einkenndust af stóraukinni vit- und fólks um rétt sinn. Þótt áhrif þessa eigi eftir að sjást mun skýrar í næstu gerð siðareglna 1978 má rekja réttnefnda siðvæð- ingu Codex Ethicus íslenskra lækna til endurskoðunarinnar 1967. Þetta sést best af því að flestar nýju greinar siðareglnanna fjalla um skyldur lækna gagnvart sjúklingum, svo sem að þeir ræki starf sitt án þess að fara í manngreinarálit (1. gr.), sýni sjúk- lingum umhyggju og nærgætni (8. gr.) og virði þagnarskyldu gagnvart þeim (10. gr.). Frumskyldur við sjúklinga eru hér í fyrsta sinn orðaðar í siðareglum íslenskra lækna. Einnig eru þarna ný- stárleg ákvæði um hæfniskyldur og fagmennsku, svo sem að full- nægja staðalkröfum starfsgreinarinnar (2. gr.) og grundvalla starf sitt á fræðilegum undirstöðum (3. gr.). Bróðurlega skyldan er nú orðuð þannig að ótvírætt er að hún lýtur siðferðilegri frumskuld- bindingu starfsins: „Lækni ber að sýna starfsbræðrum sínum og heilbrigðisyfirvöldum samstarfsvilja um allt, sem miðar að efl- ingu almennrar heilbrigði“ (6. gr.). Ákvæði sem varða hagsmuni læknastéttarinnar og samskipti lækna innbyrðis hafa jafnframt færst aftar í Codex. Þeirra á meðal eru mikilvægt ákvæði um að lækni sé „ósæmandi að vekja á sér ótilhlýðilega athygli eða gefa í skyn yfirburði sína með því að hampa eða láta hampa menntun sinni þekkingu og hæfni, afrekum eða vinsældum …“ (19. gr.). Læknar vöruðu við slíkum „gyllingum“ í fyrstu siðareglunum frá 1916 og ætla má að vægi þessa ákvæðis hafi aukist í fjölmiðlaum- hverfi samtímans. Ný viðmið um samband lækna og sjúklinga Í Codex Ethicus sem samþykktur var á aðalfundi Læknafélagsins 1978 er bræðralagshugmyndin horfin úr inngangi. Þar er nú brýnt fyrir læknum að hlutverk þeirra sé „verndun heilbrigðis og bar- átta gegn sjúkdómum“, auk þess sem inngangsorðin frá 1967 um að traust til lækna hvíli á því að þeir uppfylli „þær siðferðilegu kröfur, sem þekking, tækni og félagslegt hlutverk leggja þeim á herðar á hverjum tíma“ halda sér.8 Það er nýmæli að siðareglun- um er skipt í þrjá meginkafla, almenn ákvæði, ákvæði um sam- band læknis og sjúklings og ákvæði um samskipti lækna. Í fjórða kafla eru síðan sérstök ákvæði um Gerðardóm Codex Ethicus. Inntak siðareglnanna hefur ekki tekið miklum breytingum frá 1967 en þó lítur hér í fyrsta sinn dagsins ljós athyglisvert ákvæði (5. gr.) sem verið hefur í brennidepli siðfræðilegrar umræðu um samskipti læknis og sjúklings allt frá sjöunda áratugnum: „Það er meginregla, að læknir skýri sjúklingi frá sjúkdómi hans, ástandi og horfum. … Læknir skal, eftir því sem tök eru á, útskýra fyrir sjúklingi eðli og tilgang rannsókna og aðgerða, sem hann gerir eða ráðleggur sjúklingnum. Þess skal ávallt gætt og ef með þarf, skal sjúklingi gert það ljóst, að læknir ráðleggur, en skipar ekki.“8 Þetta ákvæði endurspeglar þá nýstárlegu hugsun, sem gengur þvert á hefðbundið siðferði læknislistarinnar, að upplýsingagjöf læknis eigi að miða að því að gera sjúklingi kleift að taka upp- lýsta ákvörðun. Frá sjónarhóli læknis sem er öðru fremur umhug- að um velferð og heilsu sjúklingsins kann þessi hugsun að virka annarleg. Hin áhrifamikla hugmynd um sjálfræði sjúklingsins er raunar skýrt dæmi um kröfu sem á rætur í samfélagsbreyting- um fremur en læknislistinni sjálfri. Nærtækast er að nefna þá sjálfræðisbylgju sem gekk yfir Vesturlönd á 7. áratugnum sem einkenndist af þeirri kröfu að hver og einn einstaklingur ætti „að taka sjálfur allar eða flestar mikilvægustu ákvarðanir í lífi sínu“.11,12 Í þessu andrúmslofti gekk siðfræði lífs og heilsu í endur- nýjun lífdaga undir því kjörorði að virðing fyrir sjúklingum fæli ekki bara í sér umhyggju fyrir velferð þeirra heldur jafnframt fyrir sjálfsákvörðunarrétti. Hippókratesarhefðin sem hafði ver- ið ríkjandi um aldir ól hins vegar á föðurlegri umhyggju fyrir sjúklingum og ráðlagði læknum að segja sjúklingum sem minnst um ástand sitt.13,14 Þessi hefð byggði á óskoruðu ákvörðunarvaldi lækna sem nú var dregið í efa, meðal annars með þeim rökum að oft væru lífsviðhorf sjúklinga ekki síður mikilvæg en læknis- fræðileg þekking þegar valkostir um meðferð væru metnir. Þessar myndir voru teknar í vor þegar Læknafélag Íslands bauð kandídötum til móttöku þar sem hefðbundinn dagskrárliður er undirritun læknaeiðsins. Myndir Hávar Sigurjónsson.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.