Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2018/104 425
Xarelto 15 mg/20 mg filmuhúðaðar töflur – Skyldutexti
Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Tilkynna
skal Lyfjastofnun um allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Virkt efni: Rivaroxaban. Ábendingar:
Fyrirbyggjandi meðferð gegn heilablóðfalli og segareki hjá fullorðnum sjúklingum með gáttatif án lokusjúkdóms og einn
eða fleiri áhættuþætti, svo sem hjartabilun, háþrýsting, aldur ≥ 75 ára, sykursýki, sögu um heilablóðfall eða skammvinnt
blóðþurrðarkast. Meðferð við segamyndun í djúplægum bláæðum og segareki í lungum og til að fyrirbyggja endurtekna
segamyndun í djúplægum bláæðum og segarek í lungum hjá fullorðnum. Frábendingar: •Ofnæmi fyrir virka efninu eða
einhverju hjálparefnanna. •Virk blæðing sem hefur klíníska þýðingu. •Áverki eða ástand þar sem talið er að hætta geti verið
á mikilli blæðingu. Um getur verið að ræða sár sem er eða hefur nýlega verið í meltingarvegi, illkynja æxli þar sem mikil hætta
er á blæðingu, nýlegan áverka á heila eða mænu, nýlega aðgerð á heila, mænu eða auga, nýlega innankúpublæðingu,
þekkta æðahnúta í vélinda eða grun um slíkt, missmíði slag- og bláæðatenginga, æðagúlp, eða mjög afbrigðilegar æðar
í mænu eða heila. •Samhliða meðferð með öðrum segavarnarlyfjum, t.d. ósundurgreindu (unfractionated) heparíni, léttu
(low molecular weight) heparíni (enoxaparin, dalteparin o.s.frv.), heparín afleiðum (t.d. fondaparinux), segavarnarlyfjum
til inntöku (warfarín, dabigatran etexilat, apixaban o.s.frv.), nema við þær sérstöku aðstæður að verið sé að skipta um
blóðþynningarmeðferð eða ef ósundurgreint heparín er gefið í skömmtum sem duga til að viðhalda opnum æðalegg í
miðlægri bláæð eða slagæð. •Lifrarsjúkdómur með blóðstorkutruflunum og blæðingarhættu sem hefur klíníska þýðingu
þar með talið hjá sjúklingum með skorpulifur af flokki Child Pugh B og C. •Meðganga og brjóstagjöf. Heimild: Unnið
í ágúst 2018 úr Samantekt á eiginleikum lyfs (júlí 2018). Upplýsingar um aukaverkanir, milliverkanir, varnaðarorð
og önnur mikilvæg atriði má nálgast í sérlyfjaskrá – www.serlyfjaskra.is. Vinsamlegast kynnið ykkur fræðsluefni
ætlað læknum og sjúklingum áður en meðferð lyfsins hefst. Afhenda skal öllum sjúklingum öryggiskort áður en
meðferð er hafin. Markaðsleyfishafi: Bayer AG. Umboðsaðili á Íslandi: Icepharma hf. Vinsamlegast hafið samband í
síma 821 8046 ef óskað er eftir fræðsluefni eða frekari upplýsingum um lyfið. Afgreiðslumáti og greiðsluþátttaka: R, G.
Hámarkssmásöluverð þynnupakkninga (ágúst 2018): 11.944 kr. (28 stk.), 17.152 kr. (42 stk. – 15 mg eingöngu), 36.255 kr.
(98 stk.), 37.378 kr. (100 stk.).
BAY180801
varð að styðjast við dauðaskilmerkin og
bíða með brottnám ígræðslulíffæra, nær
eingöngu nýrna, þar til hjartað var hætt
að slá.
Með nýju lögunum var blóðflæði til
ígræðslulíffæra haldið við þar til þau voru
numin brott en þá var slökkt á öllum vél-
um.
Fyrir okkur Íslendinga þýðir þessi
nýja löggjöf að við erum ekki eingöngu
þiggjendur nálíffæra frá Scandiatransplant
heldur erum einnig hluti gjafasvæðis
þess sjúkrahúss sem sér um ígræðslur í
Íslendinga.
Þegar lögin um heiladauða voru sett
1991 var eitt atriði sem þjóðir greindi helst
á um: Þegar fjarlægja á líffæri þarf að
liggja fyrir hugmynd um hvort hinn látni
hefði verið gjöfinni samþykkur. Lægi ekki
fyrir staðfestur vilji hins látna varðandi
gjöf var hér samþykkt ætluð neitun. Kom
þá í hlut nánustu ættingja að ákveða um
gjöf. Þessi háttur var allvíða hafður á þeim
tíma sem lögin voru sett og svo var hér.
Síðar tóku menn að tala fyrir ætluðu sam-
þykki hins látna og töldu það tryggja fleiri
líffæragjafir enda þótt enn verði þá að
bera líffæragjöfina undir nánustu ættingja.
Lögunum var breytt hér í þessa veru fyrr
á þessu ári.
Hillir undir betri aðstöðu
Þótt aðstaða nýrnadeildar hefði batnað
verulega við flutninginn á 13B árið 1980
fór fljótlega að kreppa að okkur aftur. Þótt
önnur starfsemi flytti af ganginum dugði
það skammt. Þá höfðum við frá byrjun
notað tært Gvendarbrunnavatn í skilvökva
vegna tærleika þess og ,mýktar’. Í ljós kom
þó að enn mátti betur gera með sérstökum
hreinsibúnaði og höfðum við alllengi farið
fram á hann en verið sagt að hann yrði að
bíða betra húsnæðis, en þá var að finna
það!
Eftir marga fundi þar sem ,Nýrað’ var
á fleygiferð milli staða, var loks sæst á að
skásti staðurinn væri á efstu hæð eldhúss-
og matsalsbyggingarinnar við Eiríksgötu.
Nú tóku við bollaleggingar um hús-
næðisnýtingu og búnað. Vorum við Hild-
ur Einarsdóttir deildarstjóri á kafi í þeirri
vinnu ásamt Aðalsteini Pálssyni verk-
fræðingi. Fórum við meðal annars í kynn-
isferð til Kaupmannahafnar og Svíþjóðar,
heimsóttum nýrnadeildir og fyrirtæki og
komum heim með mikinn fróðleik sem
nýttist við undirbúning nýju deildarinnar.
Árið 2003 varð stóratburður í sögu
nýrnalækninga á Íslandi, fyrsta nýra-
ígræðslan á Landspítala. Nýrað var úr
lifandi gjafa, skurðlæknirinn var Jóhann
Jónsson sem starfar á ígræðsluklíník í
Bandaríkjunum. Jóhanni til aðstoðar var
Eiríkur Jónsson þvagfæraskurðlæknir.
Ígræðslan tókst með ágætum og hefur
Jóhann síðan annast fjölda ígræðslna í
landa sína.
Ég hætti störfum á hlaupársdag 2004
en bý nú að hlýjum minningum um góða
vegferð með indælu fólki og óska nýrna-
deildinni velfarnaðar um ókomna tíð.
Heimild
1. Kristinsson Á. Merkismanns minnst á afmælisári.
Læknablaðið 2018; 104: 318-9.