Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 9
LÆKNAblaðið 2018/104 389
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
WMA Congress
in Iceland –
Bioethics in Focus
Svanur Sigurbjörnsson, MD,
BS/BA medicine/philosophy,
Internist/toxicologist
Chair of the Ethical Committee of
Iceland Medical Association
Adjunct in medical ethics,
Department of Medicine,
University of Iceland
doi.org/10.17992/lbl.2018.09.195
Svanur
Sigurbjörnsson
lyflæknir og eiturefna
fræðingur, formaður
siðfræðiráðs LÍ,
aðjúnkt í siðfræði við
læknadeild HÍ
svanurmd@gmail.com
Dagana 2.-4. október næstkomandi verður í fyrsta
sinn haldin á Íslandi alþjóðleg ráðstefna um lífsið-
fræði á vegum alþjóðasamtaka lækna (World Med-
ical Association, WMA). Læknafélag Íslands er gest-
gjafi ráðstefnunnar sem haldin verður í Hörpu. Jón
Snædal læknir á heiðurinn af því að landa þessum
stóra viðburði hérlendis og eiga frumkvæði að því að
WMA gefi lífsiðfræðinni aukið vægi í ráðstefnuhaldi
samtakanna, sjá viðtal við hann á bls. 406.
Þó að Ísland sé sumpart afskekkt og samfélag
fræðimanna lítið höfum við okkar rödd og staðsetn-
ingu sem virkar miðlandi fyrir óhlutdrægni og er
mitt á milli heimsálfa.
Þegar Íslensk erfðagreining tók til starfa fyr-
ir rúmum tveimur áratugum hófst áköf umræða á
alþjóðlegum vettvangi um lífsýni, eignarhald og
meðhöndlun erfðaupplýsinga, upplýst samþykki
fyrir rannsóknum og fleira því tengt. Ísland fékk
þar ákveðið hlutverk í miðju þessarar umræðu og
athygli fræðimanna beindist í fyrsta sinn hingað þar
sem mikilvægir hlutir í þróun lífsiðfræðinnar áttu
sér stað. Fyrstu viðmið WMA í þessum efnum voru
gefin út árið 2002 og eftir mikla gerjun gaf WMA út
endurskoðaðar siðareglur (Taípei-yfirlýsingin 2016)
um meðhöndlun lífsýna og erfðaupplýsinga í líf-
sýnabönkum og gagnaverum.
Orð eru jafnan til alls fyrst og þannig er það með
siðvitið. Það hefst í hugum okkar og þroskast í orð-
ræðunni sem á sér stað, bæði fræðimanna á mill-
um og úti í þjóðfélaginu þar sem hugarleikfimi úr
hægindastólum er mátuð við reynsluheiminn. Við-
mið í siðferði og nálganir fólks í beitingu þess hafa
breyst gríðarlega undanfarnar fjórar aldir og upp úr
miðri 19. öld hafa breytingarnar orðið æ hraðari. Saga
nútímalæknisfræði er álíka gömul þessum breyting-
um því að það þurfti aukið frelsi í heimspekilegri
hugsun til þess að raunvísindi fengju að líta dags-
ins ljós. Sannleikurinn um hluti í heiminum, þar á
meðal starfsemi líkamans, varð að fá að koma fram
á sjálfstæðan máta – óháð valdhöfum, óskhyggju og
hindurvitnum. Vísindi krefjast dyggða og siðferði-
legs samræmis í fari rannsakandans eigi þekkingar-
leitin að bera árangur. Maðurinn sem þekkingarvera
og siðferðisvera eru því nátengdar. Að sama skapi
þarf hinn hagnýti miðlari þekkingarinnar, lækn-
irinn, að vera siðferðilega þroskaður til þess að ráð-
leggja viturlega veiku fólki í ýmsu ástandi og við
ólíkar aðstæður, svo að vel fari. Vilhjálmur Árnason
heimspekingur segir frá þróun siðareglna íslenskra
lækna í þessu blaði, bls. 400-3.
Tvíhyggja um líkama og sál, raunvísindi og hug-
vísindi, konur og karla, erfðarétt og fleira féllu hver
á fætur annarri þó að enn eimi eftir af aðskilnaði
heimspeki og raunvísinda. Ein lífseigasta tvíhyggj-
an er að siðfræði geti ekki talist til vísinda því að
hún byggi einungis á hugmyndum manna en ekki
skoðanlegum fyrirbærum í náttúrunni. Siðferði hafi
ekki þá fótfestu í raunveruleikanum sem til dæm-
is efnaferli í líkamanum hafi. Hugmyndir séu hug-
lægar og þekking raunvísinda hlutlæg. Ég er þessu
ósammála. Þekking um hlutheiminn er einnig hug-
læg á þann máta að hún er huglæg mynd okkar af
þeim raunveruleika sem við reynum að skilja. Sið-
ræni heimurinn er huglæg mynd okkar af því sem
við teljum breyta lífi okkar á siðferðilegan máta. Sið-
ferði er hugtak okkar um ákveðin markmið og við
skiptumst á hljóðbylgjum eða sjónrænum upplýs-
ingum til þess að útkljá þau mál. Hljóðbylgja verður
að taugaboði sem eftir vinnslu verður að ákvörðun
og athöfn. Það stýra ótal margar breytur því hvað
viljastýrð athöfn gengur út á en hið sama á við um
ótal efnaferli og starfsemi líffæra – það er skeikul-
leiki í bæði líf-raunvísindum og líf-hugvísindum.
Viljinn er ekki ólífrænn, heldur ein ótrúlegasta
birtingarmynd lífrænna ferla. Bæði lífsiðfræðin og
læknisfræðin eiga það sama markmið að vernda líf –
gott líf og heilsuríkt. Á þessu er enginn eðlismunur,
bara mismunandi flækjustig.
Lífsiðfræðin skoðar viðfangsefni sín jafnan eftir
þremur megin grunngildum: frelsi, mannvirðingu
og réttlæti. Í frelsinu er lögð áhersla á sjálfs-
ákvörðunarrétt sjúklings en álitamál skapast um
hann ef hæfið er skert. Í mannvirðingunni togast
á griðaréttur sjúklings og verkskylda læknis eða
gæðaréttur sjúklings og taumhaldsskylda læknis.
Réttlætið býður okkur að veita öllum sömu þjónustu
og jafnræði óháð stöðu. Svo kemur til lífpólitíkin eins
og þegar læknar í hundraðatali studdu frumvarp um
bann við umskurði sveinbarna. Í ljósi glæpsamlegrar
hegðunar lækna víða um heim í meðferð aldraðra,
fölsun rannsóknargagna, misnotkun tilraunameð-
ferða, heilsuskrums og fleira hefur persónugerð
og siðferðisþrek lækna farið undir smásjána. Víða
er efnt til skoðunar á gæðum siðferðis og eflingar
mannkostamenntunar í læknanámi. Viðfangsefn-
in eru mörg. Ég hvet lækna til að nýta sér vel þann
hvalreka sem þessi alþjóðaráðstefna er fyrir okkur
og hittast í Hörpu 2.-4. október: medicalethicsiceland.is
Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin
í brennidepli á Íslandi
Heilmildir. 1: Samantekt á eiginleikum lyfs fyrir Ganfort® dags. 1. júní 2017. 2: Leske MC et al. Arch Ophthalmol 2003; 121: 48-56.
Þegar meðferðarmarkmið næst ekki
með einlyfjameðferð1
Hver einasti mmHg skiptir máli2 (bimatoprost/timolol) augndropar, lausn 0,3+5 mg/ml
Stytt samantekt á eiginleikum lyfs (SmPC) fyrir Ganfort augndropa, lausn:
GANFORT 0,3 mg/ml + 5 mg/ml augndropar, lausn. Virkt innihaldsefni: Hver ml af lausn inniheldur 0,3 mg bimatoprost og 5 mg timolol (sem 6,8 mg timololmaleat). Ábendingar: Til að lækka augnþrýsting hjá
fullorðnum sjúklingum með gleiðhornsgláku (open-angle glaucoma) eða hækkaðan augnþrýsting, sem svara ekki nægilega vel meðferð með beta-blokkandi augnlyfjum eða prostaglandinhliðstæðum. Frábendingar:
Ofnæmi fyrir virka efninu / virku efnunum eða einhverju hjálparefnanna. Teppusjúkdómur í öndunarvegum (reactive airway disease), þ.e. astmi eða saga um astma, alvarlegur langvinnur teppulungnasjúkdómur.
Gúlshægsláttur, sjúkur sínushnútur, leiðslurof í gáttum, annarrar eða þriðju gráðu gáttasleglarof án gangráðs. Greinileg hjartabilun, hjartalost. Markaðsleyfishafi: Allergan Pharmaceuticals Ireland. Fyrir frekari
upplýsingar um lyfið má hafa samband við Actavis Pharmaceuticals Iceland ehf., Dalshrauni 1, 220 Hafnarfjörður, sími 550 3300, www.actavis.is. Dagsetning síðustu samantektar um eiginleika
lyfsins: 1. júní 2017. Október 2017. Nálgast má upplýsingar um Ganfort, fylgiseðil lyfsins og gildandi samantekt á eiginleikum þess á vef Lyfjastofnunar, www.serlyfjaskra.isActa
vi
s
71
01
32
UMBOÐSAÐILI Á ÍSLANDI: