Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 31
LÆKNAblaðið 2018/104 411 og skömm en það er alveg ljóst að strákar eru ekki síður útsettir fyrir útlitsdýrkun nútímans og kröfum um að vera grannir og stæltir. Við höfum fengið marga karl- menn til meðferðar en þó alltof fáa og ég held að þeir séu í felum með þetta þar sem þetta er álitinn stelpusjúkdómur fyrst og fremst.“ Vantar sólarhringsúrræði og áfangaheimili Átröskunarteymi Landspítala var sett á laggirnar árið 2006 og Guðlaug hefur verið læknir teymisins frá upphafi. „Teymið var sett á stofn eftir þrýsting frá samtökum sjúklinga og aðstandenda og Jón Krist- jánsson þáverandi heilbrigðisráðherra veitti sérstaka fjárveitingu til verkefnisins. Frá 2009 höfum við verið á Hvítabandinu við Skólavörðustíg og rekum göngudeild og dagdeild. Húsnæðið er of lítið og lítið svigrúm til að þróa meðferðina, fyrir utan skort á viðhaldi hússins eins og víða á Landspítala. Það sem mest vantar er sérhæft sólarhringsúrræði fyrir veikustu einstaklinga. Þeir þurfa nú að leggjast inn á almenna bráðageðdeild, sem getur ekki boðið upp á gott meðferðarumhverfi eða prógram meðan á innlögn stendur. Við höfum reynslu af að senda sjúklinga til Norðurlanda í innlagnarmeðferð og draumurinn er að geta boðið upp á svipuð úrræði hér á Íslandi. Það er í raun með ólíkindum að við getum ekki boðið okkar veikustu sjúklingum sérhæfða endurhæf- ingu eða dvöl á áfangaheimili. Við erum eina landið í Skandinavíu sem ekki getur boðið þessa þjónustu. Síðan eru þeir sem búa „úti á landi“ og koma til okkar og nauðsynlega þurfa athvarf meðan á með- ferð stendur. Líkamlegar afleiðingar af átröskunum eru margvíslegar og alvarlegar. Sjúklingar leita mikið til almennra lækna vegna maga og ristilvandamála, hjartsláttar- truflana, svima og slappleika, ófrjósemi, hárloss og fleira. Það sem er alvarlegast er beinþynning sem fylgir langvinnri vannæringu og er lúmsk. Við höfum séð ungar stúlkur um tvítugt með beinþéttni á við níræðar konur. Geðrænu þættirnir eru kvíði, þunglyndi, þreyta, orkuleysi og stundum vonleysi um bata. Það er þó ljóst að öllum getur batnað, þó bataleiðin sé mislöng og flókin eins og við segjum, þýðir ekki að gefast upp. Við skoðuðum hjá okkur að meðallengd veikinda var 8 ár áður en fólk kom til okkar. Veikindi byrja oft á unglingsárum og geta haft verulega neikvæð áhrif á skólagöngu, félagsþroska og fjölskyldulíf.“ Íþróttir, orkudrykkir og fæðubótarefni Afreksíþróttafólki er hættara við átrösk- unum þar sem kröfur um þyngd til að ná árangri eru miklar. Guðlaug segir að Norðmenn hafi náð góðum árangri í að fást við þetta. „Þeir hafa sett saman flott prógramm með fræðslu um forvarnir til þjálfara og hvernig á að grípa inn í ef vandamál koma upp. Þetta kom í kjölfar þess að nokkrir af íþróttamönnum þeirra í fremstu röð létust vegna átröskunar. Við sjáum þetta hjá okkar íþróttafólki og það er nánast sama hvaða íþróttagrein um ræðir, ballett, fimleikar, fótbolti, lyftingar. Petra Lind Sigurðardóttir sálfræðingur í HR gerði meistararitgerð um líkamsímynd og átraskanir hjá íslensku íþróttafólki og sýndi að 25% kvenna höfðu neikvæða lík- amsímynd og átröskunareinkenni og 14%. Ekki hefur verið skoðað algengi í fitness, en ljóst að þar er fólk í mikilli áhættu á að fá átröskun.“ Guðlaug segir orkudrykki og fæðubót- arefni aldrei koma í stað matar og bendir á að alþjóðaólympíunefndin hafi gefið út það álit að börn og unglingar sem stundi íþróttir eigi aldrei að nota fæðubótarefni. „Þau eiga eingöngu að borða góðan og heilnæman mat. Orkudrykkir og fæðubót- arefni eru of einhæf orkuinntaka og geta haft slæm áhrif á þroska barna og ung- linga. Fyrir fullorðna einstaklinga er mik- ilvægt að átta sig á því að orkudrykkir og fæðubótarefni geta aldrei komið í staðinn fyrir mat. Það er ekki hægt að lifa á slíku.“ Guðlaug segir að lokum að hún vildi gjarnan sjá fleiri úrræði fyrir átröskunar- sjúklinga og aukna meðvitund meðal heil- brigðisstarfsfólks um að þetta geti verið undirliggjandi. Það er í sjálfu sér ekki flók- ið að greina átraskanir og mikilvægt að benda fólki á að leita sér aðstoðar. Fyrir þá sem eru yngri en 18 ára er meðferðarteymi á BUGL en fullorðnir geta leitað aðstoðar til átröskunarteymis geðdeildar Landspít- ala. Sjúklingar geta líka leitað aðstoðar úti í bæ, hjá sálfræðingum og geðlæknum, en flóknari vandi ætti að koma til spítalans. „Við viljum hafa aðgengið sem einfaldast og fæstar girðingar. Fólk getur sent okkur tölvupóst á atroskun@landspitali.is eða fengið tilvísun frá fagfólki. Fjöldi einstak- linga sem hingað koma er breytilegur, um 80-100 árlega. Á hverjum tíma eru á milli 50-60 einstaklingar í meðferð hjá okkur. Brottfall úr meðferð er svipað og annars staðar, eða um 40-50% ,en margir koma aftur þegar þeir hafa hugsað málið og við tökum vel á móti öllum sem til okkar leita.“ „Átröskun er ekki bara „eitthvað félagslegt“ heldur alvarlegur langvinnur sjúkdómur samsettur úr geðrænum og lík- amlegum þáttum,“ segir Guðlaug Þorsteinsdóttir geðlæknir.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.