Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2018/104 407 sem nýútskrifaðir læknar undirrita þegar þeir fá læknaskírteini sín. Sá eiður sem ís- lenskir læknar hafa skrifað undir frá 1932 er bókin var fyrst lögð fram er stytt útgáfa af Hippókratesareiðnum. Genfar-heitið byggir á Hippókratesareiðnum og hefur tekið nokkrum breytingum og síðasta breytingin var gerð með mjög víðtæku alþjóðlegu samráði læknafélaga um allan heim. Það er því sameiginleg niðurstaða og kannski eðlilegt að við nýtum okkur það.“ Jón segir að vissulega séu mörg álita- mál innan siðfræðinnar sem ekki gefst tími eða tækifæri til að ræða á þessu mál- þingi. „Hvað varðar fóstureyðingar hafa Norðurlöndin sameiginlega stefnu sem tekin var fyrir 40 árum og hefur smátt og smátt verið að dreifast um heiminn. Á Írlandi var nýverið samþykkt sam- bærileg fóstureyðingalöggjöf og þar með var síðasta vígið í Evrópu fallið ef svo má segja, fyrir utan Vatíkanið. Fulltrúi Vatí- kansins í WMA leggur reyndar ávallt orð í belg þegar þetta málefni ber á góma og þrátt fyrir eindregna afstöðu gegn fóst- ureyðingum er málflutningur hans ávallt málefnalegur. Í Suður-Ameríku hefur frjálslyndari löggjöf verið að ryðja sér til rúms.“ Áhyggjur hafa aukist vegna aukinna smittilfella mislinga og annarra smit- sjúkdóma sem bólusett er fyrir en sumir forráðamenn neita að láta bólusetja börn sín. Jón segir að ekki verði fjallað um þetta enda séu læknafélög og samtök lækna um heim allan algjörlega sammála um nauðsyn og mikilvægi bólusetninga gegn hættulegum smitsjúkdómum. „Þó eru einstaka læknar sem hafa náð einhverri athygli með því að andmæla þessu og samtök leikmanna og einstaklingar hafa náð eyrum fólks með málflutningi sínum gegn bólusetningum. Innan læknaheims- ins er þetta ekki umræðuefni enda ekki álitamál.“ Árekstur siðfræði og lögfræði Samskipti læknis og sjúklings hafa breyst verulega á umliðnum árum og snerta þar ýmsa fleti, bæði siðfræðilega og lögfræði- lega. „Þetta efni verður tekið fyrir undir yfirskriftinni Góðir starfshættir lækna og Runólfur Pálsson forseti Evrópusamtaka lyflækna verður okkar fulltrúi í þeirri umræðu. Þá verður einnig fjallað um sið- fræði rannsókna á mönnum sem byggir á Helsinki-yfirlýsingu WMA. Þar verður fjallað um hversu langt eigi að ganga í Á stórri ráðstefnu Læknafélags Íslands og WMA, Alþjóðafélags lækna, í Hörpu 2.-4.október verður fjallað um ýmis siðfræðileg álitamál innan læknisfræðinnar að sögn Jóns G. Snædal öldrunar- læknis og fyrrverandi forseta WMA.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.