Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 26
406 LÆKNAblaðið 2018/104 ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Læknafélag Íslands var eitt 27 stofnfé- laga WMA, World Medical Association, árið 1947 og sagt er frá þeim viðburði í skemmtilegri grein í Læknablaðinu í desember það sama ár,“ segir Jón Snædal sem var forseti samtakanna fyrir áratug og þekkir starfsemi þeirra til hlítar. Samtökin munu halda ársfund sinn hér í Reykjavík dagana 2.- 4. október en auk hefðbundinna ársfundarstarfa verður augum sérstaklega beint að siðfræði læknisfræðinnar. Er gert ráð fyrir allt að 400 þátttakendum og fara fundurinn og siðfræðimálþingið fram í Hörpu. „Þetta er í fyrsta skipti í sögu WMA sem ársfundurinn er haldinn hér á landi þannig að það er tími til kominn,“ segir Jón. Líknarmeðferð og líknardráp „Á aðalfundinum er yfirleitt tekinn frá einn dagur til umfjöllunar um afmarkað efni á sviði læknavísinda en við brydduð- um upp á nýjung núna þannig að í stað eins dags fundar efnum við til ráðstefnu í tvo og hálfan dag um siðfræði læknis- fræðinnar. Fyrirkomulagið er þannig að ráðstefnan hefst daginn fyrir aðalfundinn, heldur síðan áfram daginn eftir þegar fastanefndir WMA eru að störfum og henni lýkur svo þriðja daginn sem er hinn hefðbundni dagur fyrir vísindaum- fjöllunina. Við ákváðum strax í upphafi að fjalla um siðfræðileg efni og því var mjög vel tekið enda er þetta eitt af því sem samtökin fjalla mest um. Umræðan verður breiðari en annars hefði verið og get ég nefnt að töluverðum tíma verður varið í umfjöllun um lífslokameðferð og þá ekki síst svokallaða virka lífslokameð- ferð þar sem veitt er annaðhvort bein eða óbein aðstoð. Samtökin hafa staðið fyrir fundum í öllum heimsálfum um þetta efni undanfarna 18 mánuði og málþingið hér verður nokkurs konar endapunktur þar sem greint verður frá því hvað þeir fundir hafa leitt í ljós.“ Aðspurður segir Jón að bein dánar- aðstoð sé þegar læknir beinlínis deyðir sjúkling. „Af 112 aðildarfélögum WMA er þetta leyft í þremur þeirra og svæðis- bundið í fáeinum öðrum löndum. Óbein dánaraðstoð er þegar læknir útvegar efni sem viðkomandi notar sjálfur og er það sjálfsvíg með aðstoð læknis. Þetta verð- ur töluvert til umræðu en það er vert að leggja áherslu á að einnig verður fjallað ítarlega um klíníska líknarmeðferð en þar stöndum við nokkuð framarlega hér á Íslandi.“ Mörg siðfræðileg álitamál um erfðafræði „Annað efni sem verður nokkuð áberandi er erfðafræði en nú er unnið að endur- skoðun álits WMA á því sviði og vinnu- hópur samtakanna verður að störfum á lokuðum fundi og kynnir svo niðurstöður sínar á opnum fundi á ráðstefnunni.“ Jón segir álitaefni um siðfræði erfða- fræðinnar innan læknisfræði vera æði mörg og fjölga eftir því sem greininni fleygir fram. „Við fjöllum um að hve miklu leyti á að upplýsa fólk um erfðafræðilegar niðurstöður sem kannski fást í tengslum við aðrar og óskyldar rannsóknir og ekki var spurt um. Annað efni sem hefur verið mikið í umræðunni hér er hvort rétt sé að finna fólk og hafa samband við það ef það er með tiltekin gen eins og til dæmis BRCA-gen. Þá verður fjallað um hversu langt eigi að ganga með þeirri tækni sem nú er að ryðja sér til rúms innan erfða- læknisfræði þar sem beinlínis er hægt að gera erfðafræðilegar breytingar á fólki í læknisfræðilegum tilgangi. Norræna sið- fræðinefndin verður með tvöfalt málþing þar sem fjallað verður um fósturerfðafræði og einnig verður sérstakt málþing um erfðafræði undir stjórn Reynis Arngríms- sonar formanns Læknafélags Íslands í samvinnu við Evrópsk samtök, European Society of Human Genetics, Public and Professional Policy Committee.“ Þá verður fjallað um almennari siðfræði lækna sem byggir á Genfar-heiti lækna og var endurnýjað fyrir liðlega ári og LÍ hefur látið þýða og birt í Læknablaðinu. „Hugsan- lega verður þetta nýr texti í bókinni góðu Vegleg siðfræðiráðstefna LÍ og WMA í Hörpu – Jón Snædal er forseti ráðstefnunnar WMA heldur ársfund sinn í Reykjavík í október

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.