Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2018/104 393 R A N N S Ó K N linga lausir við endurkomu sjúkdómsins eftir þrjá, 6 og 24 mánuði (mynd 2). Heildardánartíðni sökum garnaflækju í bugaristli var 10,2% (5/49) með 4% dánartíðni í fyrstu legu en 13,6% við endurkomu sjúkdóms. Heildardánartíðni eftir skurðaðgerð var 18,2% (4/22) og skiptist hún í 25% (1/4) eftir bráðar skurðaðgerðir og 18,8% (3/16) eftir flýti-valaðgerðir. Enginn lést eftir valaðgerð. Umræða Aldur og kynjahlutfall í okkar rannsókn er sambærilegt því sem hefur verið lýst í erlendum rannsóknum.3,10 Greining fór í flestum tilfellum fram með röntgenyfirlitsmynd af kviði en sjaldnar með tölvusneiðmynd. Er það í samræmi við það sem samtök banda- rískra ristil- og endaþarmsskurðlækna (The American Soci- ety of Colon and Rectal Surgeons) mæla með en þau telja þó að hafa þurfi lágan þröskuld fyrir tölvusneiðmyndatöku af kviði ef greining er ekki ljós eftir röntgenmynd eða viðbótarmyndir með skuggaefnisinnhellingu.2 Einhverjir höfundar mæla með tölvu- sneiðmyndatöku af kviði sem fyrstu rannsókn sökum yfirburða greiningarhæfni samanborið við hefðbundna röntgenrannsókn og til þess að eiga meiri möguleika á að útiloka æxli á mótum ristils og endaþarms sem veldur fráflæðishindrun.5 Bráðar aðgerðir vegna gruns um lífhimnubólgu eða merki um rof á görn í myndrannsóknum eru misalgengar í erlendum saman- tektum, með tíðni á bilinu 5-25%.2 Í okkar samantekt gekkst einn sjúklingur (2%) undir brátt brottnám á ristli vegna gruns um líf- himnubólgu. Eins og áður hefur komið fram er mælt með fyrstu meðferð með ristilspeglun ef ekki er talin þörf á bráðri skurð aðgerð en auk þess að meðhöndla vandamálið tímabundið er ávinningur af því að meta útlit ristilslímhúðar og sjá þannig fyrir þörfina á valaðgerð innan nokkurra daga.11 Í þremur tilfellum (6,6%) tókst ekki að koma speglunartæki í gegnum snúninginn og lofttæma ristilinn. Þekkt er 5-22% tíðni misheppnaðra speglana og getur ár- angur hér því talist góður.2 Í okkar rannsókn fengu þrír sjúklingar (6,6%) snemmkomna endurkomu garnaflækju eftir ristilspeglun, sem er heldur meira en lýst hefur verið í erlendum rannsóknum (3- 5%).3 Dánartíðni eftir íhaldssama meðferð hefur verið lýst á bilinu 9-36%, sem er heldur hærra en í okkar samantekt þar sem einn sjúklingur af 37 (2,7%) sem ekki fóru í aðgerð lést í fyrstu legu.5 Mismunandi skurðaðgerðir hafa verið reyndar til að með- höndla garnaflækju í bugaristli. Hingað til hefur engin þeirra sýnt sama árangur og brottnám á bugaristli, ýmist með samtengingu eða ristilstóma og er það sú aðgerð sem gerð var í öllum tilfellum á Landspítala.2,6 Einhverjir höfundar hafa lagt til að rétt sé að íhuga ristilstóma á bugaristli í ristilspeglun (percutaneous endoscopic colostomy) þegar sjúklingar eru ekki taldir hæfir í skurðaðgerð en sú aðferð er enn til skoðunar hjá þessum sjúklingahópi og árang- ur virðist góður.12–14 Dánartíðni eftir valkvæðar skurðaðgerðir var 18,1% (3/18) og enn hærri eftir bráðar aðgerðir, eða 25% (1/4), en þetta verða að teljast háar tölur í erlendum samanburði þar sem dánartíðni eftir skurðaðgerðir hefur verið lýst á bilinu 0-12% í kjölfar heppnaðrar ristilspeglunar og allt að 20% ef um bráðaðgerð er að ræða.2,4 Ljóst er að þeir sjúklingar sem ekki fara í aðgerð eru í töluverðri hættu á að fá endurkomu sjúkdóms og eru uppi vísbendingar um að líkur á endurkomu aukist eftir því sem frá líður.7,8,15 Okkar niðurstöður sýna heildarendurkomutíðni 61% (22/36) og er það svipað erlendum tölum sem yfirleitt eru í kringum 60% en ná hæst upp í 84%.7,8,15,16 Mynd 2 sýnir líkur á sjúkdómsfrírri lifun í mánuð- um en þar kemur fram að líkur á þriggja, 6 og 24 mánaða lifun án endurkomu var 66%, 55% og 22%. Þetta eru ekki ósvipaðar tölur og í grein frá 2014 þar sem fram kemur að 63%, 47% og 24% líkur voru á að sleppa við endurkomu sjúkdóms þremur, 6 og 24 mánuðum eftir fyrstu útskrift án aðgerðar.8 Garnaflækja á bugaristli er hættulegur sjúkdómur en dánar- tíðni sökum sjúkdómsins hefur verið lýst milli 8-28% í erlendum saman tektum.11 Heildardánartíðni á Landspítala reyndist vera 10,2%, í fyrstu innlögn 4% en 13,6% hjá þeim sem þurftu endur- tekna innlögn. Í einu tilfelli var ekki reynd skurðaðgerð sökum aldurs og sjúkdómsbyrði og er það ekki óvanalegt þegar þessi sjúklingahópur er annars vegar. Þær alþjóðlegu leiðbeiningar sem til eru leggja áherslu á að hvert tilfelli sé metið fyrir sig.2 Að sama skapi er mikilvægt að hafa í huga að endurkoma sjúkdómsins ber með sér mikla hættu á dauða og fylgikvillum og ef kostur er þá eigi að framkvæma hálf-brátt brottnám á bugaristli með sam- tengingu.2,8,11 Tiltölulega hátt dánarhlutfall eftir skurðaðgerðir í okkar samantekt er erfitt að útskýra öðruvísi en að sjúklingar rannsóknarinnar eru oft aldraðir og með sjúkdóma sem auka áhættu við aðgerð. Tafla II sýnir samanburð á heildardánartíðni eftir skurðaðgerð vegna garnaflækju á bugaristli við nokkrar erlendar rannsóknir. Mikill munur er á dánartíðni eftir bráðar Tafla II. Samanburður á heildardánartíðni eftir skurðaðgerðir við erlendar rann- sóknir.4,6,7,14,15 Rannsókn % Kolbeinsson og félagar 2018 18,2 Johansson og félagar 2017 7,5 Atamanalp og félagar 2013 13,1 Ören og félagar 2007 15,8 Labkin og félagar 2009 6,6 Bruzzi og félagar 2015 0 1.0 0,8 0,6 0,4 0,2 0,0 0 6 12 18 24 30 36 42 48 54 60 66 72 78 84 90 96 102 Mánuðir Mynd 2. Sjúkdómsfrí lifun.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.