Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 43
LÆKNAblaðið 2018/104 423 daga á nýrnadeild Ríkisspítalans hjá pró- fessor Jørn Hess Thaysen. Til USA hélt ég með fjölskyldunni í janúar 1966. Á nýrna- deildinni á Georgetown réði ríkjum Ge- orge Schreiner prófessor sem lagt hafði sitt á vogarskálarnar í Kóreustríðinu við þró- un skilunarmeðferðar. Þarna var ég á styrk frá WHO og National Kidney Foundation. Vorið 1968 var ég ráðinn á nýrnadeild George town-háskóla á DC General Hospi- tal og var langt kominn að undirbúa hóp- rannsókn á sykursýkisnýrnameini er dró til tíðinda heima: Tveir sjúklingar voru að byrja í blóðskilun á Landspítalanum og ég var beðinn um að koma heim. Það var sumarið 1968 að 21 árs kona og 33 ára karl þurftu nær samtímis á skilunarmeðferð að halda vegna lokastigs nýrnabilunar. Fyrir tilstilli Árna Kristinssonar, sem þá var við nám í London, voru þau bæði tek- in til skilunar á Hammersmith Hospital í London. Fljótlega vaknaði spurning um framhaldið. Vildi þá svo til að þeir hittust hér á þingi prófessor Sigurður og Nils Alwall blóðskilunarfrömuður frá Lundi. Varð úr að hingað yrði lánuð blóðskilunar- vél frá fyrirtækinu Gambro í Lundi. Gengu nú hlutirnir allhratt fyrir sig. Sjúklingarnir komu heim, vélin kom frá Svíþjóð og með henni Þór Halldórsson læknir sem þá var við nám í nýrnalækn- ingum í Lundi. Einnig komu þaðan hjúkr- unarfræðingur og tæknimaður. Hinn 15. ágúst 1968 var svo gerð blóðskilun á konunni. Gekk hún vel og telst dagurinn upphafsdagur blóðskilunar og þar með nútímanýrnalækninga á Íslandi. Eftir heimkomuna var ég ráðinn deildarlæknir, og við Edda Steingríms- dóttir hjúkrunarfræðingur tókum við af Þór sem fór aftur til Lundar til að ljúka námi sínu. Því miður lágu stöður nýrna- lækna hér þá ekki á lausu og sneri Þór sér að öldrunarlækningum þar sem hann vann merkt ævistarf. Oft naut ég hjálpfýsi hans er mig vantaði staðgengil. Í júní 1969 hlaut ég sérfræðingsleyfi í lyflækningum með nýrnalækningar sem undirsérgrein. Að því er ég best veit varð ég fyrstur íslenskra lækna til þess. Bið varð á því að fleiri nýrnalæknar yrðu ráðnir að spítalanum og var það ekki fyrr en 18 árum seinna að Magnús Böðvarsson var ráðinn. ,Gervinýrað’ var staðsett á Loftsölum á 4. hæð í tengiálmu milli gamla og nýja spítalans. Fengum við þar eitt sæmilegt herbergi og annað lítið til undirbúnings og geymslu. Vélakostur var Gambro-vél- in góða er okkur bauðst að kaupa. Vélin var vel á annan metra há, ferstrendur, málmklæddur stautur á litlum hjólum. Frá henni lágu slöngur er fluttu skilvökva að og frá henni. Skilvökvinn var blandaður í 300 lítra plasttanki fyrir hverja skilun og svo var tankurinn þveginn vandlega á eftir. Ef komið var inn í undirbúnings- herbergið blasti því oft við neðri bakhluti hjúkrunarfræðings. Efri hlutinn var á kafi niðri í tankinum. Skilan sjálf var engin smásmíði (mynd). Hún var svokölluð plötuskila þar sem skiptust á mörg lög af himnum og plast- þynnum er spenntar voru saman í málm- hylki með stálklömpum til að mynda tvö hólf aðskilin með hálfgegndræpri himnu: blóðhólf og skilvökvahólf. Þessi ósköp vógu rúm 7 kg og voru notuð einu sinni en síðan hent! Þegar skilan var komin á vélina var vélin orðin nokkuð völt og gat ég með naumindum forðað henni frá falli í jarðskjálfta. Vélin dældi blóði og skilvökva um sínar brautir og á henni var einnig stimpildæla er kallaði fram undirþrýsting í skilvökv- anum og var honum stýrt með stillanlegri nál er kallaði fram sérkennileg soghljóð er vélin gekk. Skömmu eftir heimkomu mína var lagður inn óreglumaður í bráðri nýrna- bilun. Þótti okkur henta að gera á honum kviðskilun. Hafði ég tekið með mér heim nokkra bráðakviðskilunarleggi. Gekk sú aðgerð að óskum og náði maðurinn sér að fullu og var mikið eftirlæti hjúkr- Úr skilunarsal á 13B. Mynd PÁ.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.