Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2018/104 395 Tilfelli 1 35 ára gömul kona frá Afríku leitaði til augnlæknis vegna óþæginda í auga. Hún hafði búið hér á landi í 6 ár, en hafði heim- sótt fæðingarland sitt hálfu ári áður og dvalist þar í tvo mánuði. Að morgni komudags tók hún eftir því að eitthvað virtist hreyfast í hægra auganu. Um var að ræða fyrirbæri sem hreyfðist eftir yfir- borði augans og sást með berum augum. Augnlæknirinn staðfesti kvörtun konunnar og sendi hana á augndeild, þar sem strax var leitað ráða hjá smitsjúkdómalækni. Undanfarin 5 til 6 ár hafði konan fundið fyrir þrota, útbrotum og kláða á útlimum, oft nálægt hnjám og úlnliðum. Þessi einkenni voru lotubundin, stóðu oftast yfir í fáeina daga en gengu síðan smám saman til baka. Konan hafði um árabil leitað til fjölmargra lækna vegna þessa án þess að skýring fengist, en hafði meðal annars verið sett á barkstera og andhistamín með takmörkuðum árangri. Konan var heilsuhraust að öðru leyti, en hún starfaði sem skólaliði og átti eitt heilbrigt barn. Við skoðun varð ljóst að um lifandi orm var að ræða og náð- ist myndupptaka af honum á síma (myndband og mynd 1). Stærð ormsins var áætluð um 3 cm á lengd og 0,5 mm í þvermál út frá myndupptökunni. Augnskoðun var að öðru leyti eðlileg fyrir utan vægan roða í augnslímhúð. Konan var án tafar tekin inn á skurð- stofu þar sem átti að fjarlægja orminn úr auganu, en þó náðist hann ekki þrátt fyrir að slímhúðin væri opnuð og vandlega leit- að. Því var þess í stað tekið vefjasýni frá slímhúðinni og sent í vefjarannsókn, ásamt því að teknar voru blóðprufur sem sýndu væga aukningu á rauðkyrningum (eosinophilia; 0,6 x 109/L) og IgE mótefnum, 188 einingar/mL (<148 einingar/mL). Blóð sem tekið var í tvígang og litað með Giemsa-litun eftir þéttingu sýndi engin sníkjudýr. Þess var gætt að blóðtaka færi fram um hádegisbil til að hámarka líkur á að forlirfur (microfilariae) greindust, væru þær til staðar. Engin sníkjudýr greindust heldur í þvagi með sömu aðferð. Tvö sjúkratilfelli: Ormur í auga og endurteknar bólgur á útlimum Á G R I P Lýst er tveimur tilfellum af lóasýki hjá konum búsettum hér á landi, 35 ára konu sem fæddist í Afríku og 31 árs konu sem hafði ferðast um Afr- íku. Þær leituðu til læknis vegna óþæginda frá auga. Við skoðun sást í báðum tilfellum ormur, um 3 cm á lengd og 0,5 mm á breidd, sem hreyfðist undir slímhúð augans. Báðar konurnar höfðu einnig einkenni frá útlimum: endurteknar lotubundnar bólgur og kláða, og vöðvaverki. Greiningin var í báðum tilfellum lóasýki með Calabar-bólgum á útlimum og meðferð með albendazóli og díetýlcarbamazíni leiddi til lækningar. Aukinnar árvekni er þörf gagnvart sýkingum sem hafa verið sjaldgæfar í okkar heimshluta hingað til. doi.org/10.17992/lbl.2018.09.197 Davíð Þór Bragason1 María Soffía Gottfreðsdóttir1 Birgir Jóhannsson2 Magnús Gottfreðsson2,3 Höfundarnir eru öll læknar. Augndeild1, smitsjúkdómadeild Landspítala2, læknadeild Háskóla Íslands.3 Fyrirspurnum svarar Magnús Gottfreðsson, magnusgo@landspitali.is Niðurstöður mótefnamælinga fyrir Filarioidea (yfirætt þráðorma) sem framkvæmdar voru á Statens Serum Institut í Kaupmanna- höfn reyndust jákvæðar, en ónæmisglóbúlín G4 (IgG4) mæling, sértæk fyrir Loa loa, var neikvæð. Tilfelli 2 31 árs gömul íslensk kona, sem ári fyrr hafði ferðast um Afríku í fjóra mánuði, var send á augndeild vegna gruns um orm und- ir slímhúð hægra auga. Í Afríku hafði hún sýkst af hornhimnu- bólgu af völdum svepps (Aspergillus flavus) í vinstra auga og einnig af malaríu og hafði fengið viðeigandi meðferð við því. Auk þess hafði hún af og til haft vöðvaverki í læri og framhandlegg. Við skoðun sást ormurinn á mynd 2 spriklandi undir slímhúð augans. Að öðru leyti var augnskoðun án athugasemda. Í ljósi reynslunnar af tilfelli 1, þar sem ormurinn náðist ekki vegna þess hve fljótur hann var að koma sér undan, var op klippt án tafar í slímhúðina og náðist ormurinn lifandi. Hann var sendur á sýkla- og veirufræðideild þar sem hann var greindur sem full- orðinn Loa loa ormur. Blóðrannsókn sýndi hækkun á rauðkyrn- ingum (2,7 x 109/L) og sermispróf fyrir Trichinella spiralis (purk- ormi) var jákvætt. Sermispróf fyrir Schistosoma (blóðögðuveiki) og Toxocara (spóluormi) voru neikvæð, en sermispróf fyrir þráð- orminum Strongyloides stercoralis var á mörkum. Í endurteknum blóð-, hægða- og þvagsýnum fundust ekki forlirfur þráðorma. Meðferð og afdrif Að rannsókn og aðgerð lokinni voru sjúklingarnir meðhöndlaðir með sýkladrepandi og bólgueyðandi augndropum (dexametasón, S J Ú K R A T I L F E L L I

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.