Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 12
392 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N ristilspeglun og aðgerðarlýsingu. Í vafatilfellum voru röntgen- myndir og aðgerðarlýsingar yfirfarnar af sama röntgenlækni og skurðlækni. Skráðar voru upplýsingar um kyn, aldur, legutíma, meðferðarform, dánartíðni, ASA-skor (American Society of Anast- hesiologists), vefjagreiningasvar og endurkomur. Dánartíðni var skilgreind sem dauði innan 30 daga frá meðferð. Ristilspeglun var skilgreind sem heppnuð ef það tókst að kom- ast fram hjá snúningi ristilsins og létta á þrýstingi handan hans auk þess sem einkenni urðu betri og/eða góður árangur var stað- festur á myndgreiningarrannsókn. Snemmkomin endurkoma garnflækju á bugaristli var skil- greind sem endurkoma sjúkdómsins í sömu sjúkrahúslegu. Öll gögn voru skráð í Excel 2013 gagnagrunn og notast var við SPSS-tölfræðiforritið við gerð Kaplan Meier-kúrfu. Rannsóknin fékk leyfi Persónuverndar og siðanefndar Landspítala. Niðurstöður Á árunum 2000-2013 fengu 233 sjúklingar á Landspítala grein- inguna garnaflækja, K56.2. Þar af voru 58 sjúklingar með garna- flækju á bugaristli. Voru þar af 9 útilokaðir frá rannsókninni, ýmist vegna óljósrar greiningar (n=7), aldurs undir 18 ára (n=1) en einn sjúklingur var erlendur ferðamaður sem ekki var hægt að fylgja eftir. Að lokum voru 49 sjúklingar teknir inn í rannsókn- ina, þar af 29 karlar og 20 konur (1,5:1) og var meðalaldur þeirra 74 ár (bil: 25-93). Sjúkdómsbyrði rannsóknarþýðis var töluverð, 22 (45%) sjúklingar höfðu taugasjúkdóm, meðal annars Alzheimer eða Parkinson-sjúkdóm og 16 (33%) sjúklingar höfðu þjáðst af langvinnri hægðatregðu. Sjúkdómar á borð við blóðþurrð í hjarta, gáttatif, háþrýsting og heilablóðfall voru einnig algengir (tafla I). Algengustu einkenni sem sjúklingar höfðu við komu voru kvið- verkir (84%), þensla á kvið (63%) og hægðastopp (63%) en færri höfðu ógleði eða uppköst (14%). Myndgreining var í flestum til- fellum röntgenyfirlitsmynd af kviði (89%) en tölvusneiðmynd af kviði var beitt í 19 tilfellum (39%). Í 11 tilfellum var einungis fram- kvæmd tölvusneiðmynd af kviði. Skuggaefnisinnhelling í enda- þarm var framkvæmd í 5 tilfellum í greiningarskyni og í fjórum af þeim var skilið eftir endaþarmsrör til meðferðar. Af 49 sjúklingum rannsóknarinnar var einn tekinn til bráðrar aðgerðar vegna gruns um lífhimnubólgu. Hjá öðrum sjúklingum var meðferð fyrst reynd með ristilspeglun (n=45), skuggaefnis- innhellingu um endaþarm og endaþarmsröri (n=2) eða einungis endaþarmsröri í einu tilfelli (mynd 1). Í þremur tilfellum tókst ekki að vinda ofan af snúningi og lofttæma ristilinn í speglun og í þeim tilvikum voru sjúklingar teknir í bráðaaðgerð. Af þeim sem fóru í bráðaaðgerð lést einn skömmu eftir aðgerð sökum aldurs og slæmrar hjartabilunar. Þá fengu þrír (6,6%) sjúklingar snemm- komna endurkomu og þurftu aðra speglun daginn eftir. Átta aðrir sjúklingar fóru í flýti-valaðgerð í sömu legu eftir heppnaða ristilspeglun (n=7) eða skuggaefnisinnhellingu með endaþarms- röri (n=1). ASA-skor var skráð hjá 8 af 12 sjúklingum sem fóru í aðgerð í fyrstu legu og var miðgildið 3 (bil: 2-4). Það voru 37 sjúklingar sem fóru ekki í aðgerð í legunni og voru flestir þeirra (n=36) útskrifaðir heim. Einn sjúklingur lést í legunni eftir tvær heppnaðar speglanir en sökum aldurs og sjúkdómsbyrði var valið að hefja líknandi meðferð eftir seinni speglunina sem leiddi í ljós sterkan grun um drep í ristli. Skurðaðgerðir voru ýmist brottnám á bugaristli með (n=6) eða án (n=6) samtengingar. Af þeim 36 sem útskrifuðust án þess að gangast undir skurð- aðgerð í fyrstu legu voru 22 (61%) sem fengu aftur garnaflækju á bugaristli á tímabilinu. Miðgildi tíma að annarri innlögn (n=22) var 101 dagur (bil:1-803). Átta sjúklingar voru teknir til flýti-val- aðgerðar í annarri legu og létust þrír sjúklingar (37,5%) í þeirri legu, allir í kjölfar aðgerðar. Upplýsingar um ASA-skor var til staðar fyrir 6 af þeim 8 sjúklingum sem fóru í aðgerð í seinni legu og var miðgildi þess 3 (bil: 2-3). Dánarorsakir eftir aðgerð voru ásvelgingarlungnabólga skömmu eftir útskrift (n=1), kviðarhols- sýking í kjölfar leka frá samtengingu (n=1) og aldur og fjölkvillar (n=1). Í seinni legu voru aðgerðir oftast brottnám á bugaristli með samtengingu (n=7) en einn gekkst undir Hartmanns-aðgerð. Tveir sjúklingar komu inn í valaðgerð, brottnám á bugaristli með sam- tengingu, sem gekk vel. Af þeim 36 sem ekki fóru í aðgerð vegna garnaflækju á bugaristli í fyrstu legu voru 66%, 55% og 22% sjúk- Tafla I. Sjúkdómsbyrði rannsóknarþýðisins. n % Taugasjúkdómur 22 45 Langvinn hægðatregða 16 33 Gáttatif 10 20 Háþrýstingur 9 18 Heilablóðfall 7 14 Hjartabilun 5 10 Geðsjúkdómur 4 8 Blóðþurrðarsjúkdómur í hjarta 4 8 Sykursýki 4 8 Lungnasjúkdómur 1 2 Mynd 1. Flæðirit yfir meðferð sjúklinga í fyrstu innlögn. Garnaflækja á bugaristli (n=49) Bráð aðgerð (n=1) Ristilspeglun (n=45) Endaþarmsrör (n=3) Heppnuð (n=42) Misheppnuð (n=3) Aðgerð í legu (n=1) Aðgerð í legu (n=7) Endurkoma (n=22) Valaðgerð (n=2) Dauðsfall (n=1) Dauðsfall (n=1) Bráð aðgerð (n=3) Útskrift án aðgerðar (n=34) Útskrift án aðgerðar (n=2)

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.