Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2018/104 397
langflestum tilvikum og afar sjaldgæft er að ormurinn leiti inn í
augnknöttinn.7
Aðrir sjaldgæfari fylgikvillar lóasýkingar eru meðal annars
heilabólga, hjartavöðvakvilli og nýrnasjúkdómur með blóð-
og prótínmigu. Flestir eru með hækkaða rauðkyrninga í blóði
(eosinophilia) en einnig er algengt að hækkun mælist á heildar-
mótefnum og IgE. Greiningin er þó fyrst og fremst klínísk og
byggir á að sjá og greina orminn, enda þótt fleiri atriði, svo sem
nákvæm sögutaka, skoðun á blóðstroki þar sem stundum sjást
forlirfur, og almennar blóðrannsóknir gegni einnig mikilvægu
hlutverki.
Vert er að hafa í huga að fleiri þráðormar geta valdið augn-
sýkingum, svo sem Onchocerca volvulus sem veldur árblindu (river
blindness; onchocerciasis), Wuchereria bancrofti og Mansonella perstans,
en útlit þessara sníkla og líffræðileg hegðun er mismunandi.
Mikilvægt er að rugla ekki saman augneinkennum árblindu
og lóasýki, þar sem árblinda er ein helsta orsök blindu af völdum
smitsjúkdóms í heiminum, en lóasýki veldur ekki sjónskerðingu.
Enn fremur er mikilvægt að greina samsýkingu (co-infection) af
lóasýki og árblindu, þar sem það skiptir miklu máli við val á með-
ferð. Blóðvatnspróf geta komið að góðum notum, einkum meðal
ferðamanna og þeirra sem eru brottfluttir af svæðum þar sem sýk-
ingin er landlæg. Notagildið er hins vegar takmarkað meðal íbúa
þar sem sýkingin er landlæg enda eru margir með mótefni og þau
eru lengi greinanleg eftir lækningu. Nýrri aðferðir sem mæla IgG4
mótefni eru taldar vera sértækari (98%), en næmi aðferðarinnar er
aðeins 56%⁸ eins og sást í okkar sjúklingi sem var með neikvæða
niðurstöðu þrátt fyrir að ormurinn væri sjáanlegur.
Unnið er að þróun fleiri greiningarprófa, meðal annars sjálf-
virks sníklateljara (LoaScope) sem byggir á smásjárskoðun blóðs
og tengist við snjallsíma til að greina sjúklinga hvar sem er utan
heilbrigðisstofnana.9 Helsta notagildi sníklateljarans felst þó ekki í
greiningu á lóasýki sem slíkri, heldur í að greina þá sem hafa mik-
ið magn L. loa forlirfa í blóði, en þeir einstaklingar eru í hættu á að
fá alvarlegar aukaverkanir ivermectin meðferðar þegar stórir hóp-
ar fólks eru meðhöndlaðir á svæðum þar sem árblinda (onchocerci-
asis) eða fílaveiki (lymphatic filariasis, elephantiasis) er landlæg (mass
drug administration).
Kjörmeðferð við lóasýkingu er DEC, sem hefur góða virkni
gegn þráðorminum á mismunandi þroskastigum, forlirfum sem
fullorðnum ormum. Ef sníklafjöldi í blóði er hár geta aukaverk-
anir komið fram af meðferðinni og er því mælt með blóðstroki
ásamt sníklatalningu áður en meðferð hefst. Ef sníklafjöldinn er
mikill eða óþekktur, er mælt með að gefa fyrst meðferð með al-
bendazóli í þrjár vikur eins og gert var í tilfelli 1.10 Sá annmarki
er þó á meðferðinni að albendazól hefur minni virkni en DEC,
það drepur aðeins fullorðna orma, en hefur minni aukaverkanir.1
Hugsanlegt er að endurkoma einkenna í tilfelli 2 skýrist af því að
albendazól hefur takmarkaða virkni gegn forlirfur (microfilariae) L.
loa. Oftast er ekki fýsilegt að fjarlægja orminn vegna þess hversu
hreyfanlegur hann er, en með því móti fæst þó nákvæm greining.
Forvarnir gegn lóasníklinum beinast fyrst og fremst að því að
forðast flugnabit. Ekkert bóluefni er til, en talið er að mikil notkun
á ivermektíni til að útrýma árblindu hafi átt sinn þátt í að draga
úr útbreiðslu sýkingarinnar.1 Einnig má íhuga lyfjagjöf með DEC,
300 mg vikulega, ef til dæmis er um að ræða Vesturlandabúa sem
starfa tímabundið á svæðum þar sem sýkingin er útbreidd.
Lóasýking er ekki talin til vanræktra hitabeltissjúkdóma af
Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni,11 en nýlegar rannsóknir benda þó
til að sýkingunni fylgi aukin dánartíðni12 og lagt hefur verið til
að sjúkdómurinn verði talinn til þessara sjúkdóma.1 Með auknum
ferðalögum má gera ráð fyrir að sýkingar af ýmsum toga sem fæst-
ir íslenskir læknar þekkja nema af afspurn muni í vaxandi mæli
koma til þeirra kasta.13 Vert er að hafa slíka sjúkdóma í huga hjá
sjúklingum með ódæmigerð og þrálát einkenni eins og í fyrra til-
felli okkar.
Mynd 3. Dádýrafluga (Chrysops spp.), smitberi lóasýki. Mynd af Wikipedia.
1. Metzger WG, Mordmuller B. Loa loa–does it deserve to be
neglected? Lancet Infect Dis 2014; 14: 353-7.
2. Zouré HG, Wanji S, Noma M, Amazigo UV, Diggle PJ,
Tekle AH, et al. The geographic distribution of Loa loa in
Africa: results of large-scale implementation of the Rapid
Assessment Procedure for Loiasis (RAPLOA). PLoS Negl
Trop Dis 2011; 5: e1210.
3. Rakita RM, White AC Jr, Kielhofner MA. Loa loa infection
as a cause of migratory angioedema: report of three cases
from the Texas Medical Center. Clin Infect Dis 1993; 17:
691-4.
4. Richardson ET, Luo R, Fink DL, Nutman TB, Geisse JK,
Barry M. Transient Facial Swellings in a Patient With a
Remote African Travel History. J Travel Med. 2012; 19:
183-5.
5. Klion AD, Massougbodji A, Sadeler BC, Ottesen EA,
Nutman TB. Loiasis in endemic and nonendemic
populations: immunologically mediated differences in
clinical presentation. J Infect Dis. 1991; 163: 1318.
6. Gobbi F, Postiglione C, Angheben A, Marocco S, Monteiro
G, Buonfrate D, et al. Imported loiasis in Italy: an analysis
of 100 cases. Travel Med Infect Dis 2014; 12: 713-7.
7. Beaver PC. Intraocular filariasis: a brief review. Am J Trop
Med Hyg 1989; 40: 40-5.
8. Klion AD, Vijaykumar A, Oei T, Martin B, Nutman TB.
Serum immunoglobulin G4 antibodies to the recombinant
antigen, Ll-SXP-1, are highly specific for Loa loa infection.
J Infect Dis 2003; 187: 128-33.
9. Kamgno J, Pion SD, Chesnais CB, Bakalar MH,
D'Ambrosio MV, Mackenzie CD, et al. A Test-and-Not-
Treat Strategy for Onchocerciasis in Loa loa-Endemic
Areas. N Engl J Med. 2017; 377: 2044-52.
10. Klion AD, Massougbodji A, Horton J, Ekoué S, Lanmasso
T, Ahouissou, NL et al. Albendazole in human loiasis:
results of a double-blind, placebo-controlled trial. J Infect
Dis. 1993; 168: 202-6.
11. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin. who.int/neglected_
diseases/diseases/en/ - mars 2018.
12. Chesnais CB, Takougang I, Paguélé M, Pion SD,
Boussinesq M. Excess mortality associated with loiasis: a
retrospective population-based cohort study. Lancet Infect
Dis. 2017; 17: 108-16.
13. Rögnvaldsson KG, Guðmundsson S, Gottfreðsson M.
Malaría á Íslandi, sjaldgæf en stöðug ógn við ferðalanga.
Læknablaðið 2016; 102: 271-6.
Heimildir
Barst til blaðsins 25. mars 2018, samþykkt til birtingar 6. júní 2018.
S J Ú K R A T I L F E L L I