Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.09.2018, Qupperneq 23

Læknablaðið - 01.09.2018, Qupperneq 23
LÆKNAblaðið 2018/104 403 Önnur meginástæða þess að breyttar hugmyndir um virðingu fyrir sjúklingnum fengu hljómgrunn voru breytingar á læknis- starfi samfara tækninýjungum, svo sem við endurlífgun, sem höfðu mikil áhrif á það sem hægt var að gera. Þetta vakti erfiðar siðferðilegar spurningar, ekki síst varðandi ákvarðanir við upp- haf og lok lífs þar sem gildismat sjúklinga ætti að vega þungt. Þetta endurspeglast til dæmis í leiðbeiningum um meðferð við lok lífs sem unnar voru af Siðaráði landlæknis 1996 en áttu rætur bæði í alþjóðlegum viðmiðum og hugmyndum íslenskra lækna.15,16,17 Á þessum tíma (1997) voru líka sett ný lög um réttindi sjúklinga þar sem rík áhersla er lögð á rétt sjúklinga til upplýs- inga um heilsufar og meðferð. Góðir læknishættir í breyttu samfélagi Þau ákvæði sem sett voru fram í Codex Ethicus 1967 og útfærð nánar 1978 mynda enn hryggjarstykkið í siðferðilegum viðmið- um íslenskra lækna. Þó er ástæða til að vekja athygli á orðalags- breytingu í inngangi að siðareglunum frá 1992. Þar sem áður var brýnt fyrir læknum að uppfylla þær siðferðilegu kröfur „sem þekking, tækni og félagslegt hlutverk leggja þeim á herðar á hverjum tíma“ er nú talað um „að uppfylla þær siðferðilegu kröf- ur sem læknisstarfinu fylgja“. Þetta orðalag, sem felur í sér þá mikilvægu hugsun að siðferðilegar kröfur séu fólgnar í læknis- starfinu sjálfu en komi ekki bara utanfrá, hefur haldist síðan.18 Þetta kallast á við ákvæði um að læknir skuli „standa vörð um sjálfstæði læknastéttarinnar“ sem kom fyrst inn 1992 og er í 1. grein Codex Ethicus frá 2013. Í ljósi hugmyndarinnar um þær siðferðilegu kröfur sem læknisstarfinu fylgja fær ákvæði um „að gæta heiðurs lækna- stéttarinnar“ (1. grein Codex Ethicus 2013) aðra merkingu en í samhengi við bræðralagshugsunina sem var ríkjandi í fyrstu siðareglum Læknafélagsins. Nú liggur beinast við að túlka þessa hugmynd út frá því að siðferðileg viðmið læknisstarfsins veiti faglegt viðnám þeim öflum samtímans sem geta grafið undan góðum læknisháttum. Þetta er ein ástæða þess að í núverandi siðareglum er sérstak- ur bálkur „Um auglýsingar lækna, vefsíður og fjölmiðla“. Ákvæð- in þar varða margvíslegar freistingar í nútímasamfélagi að vekja athygli á eigin ágæti, lækningaaðferðum eða lyfjum með ótil- hlýðilegum hætti. Slíkt skrum samrýmist ekki siðferðilegum við- miðum læknisstarfsins og veikir sjálfstæði þess gagnvart kröfum af ætt verslunar og viðskipta sem herja æ sterkar á öll svið mann- lífsins. Við slíkar aðstæður eykst hætta á hagsmunaárekstrum sem er einmitt varað við í ákvæðum um góða læknishætti í nú- gildandi Codex (5. gr.). Það er því sjálfsagður hluti af gæðastarfi og fagmennsku að læknar leiði „hugann reglulega að því hvernig kröfur um góða starfshætti og læknisþjónustu eru uppfylltar“19 í samfélagi sem tekur örum breytingum. Ég þakka Svövu Sigurðardóttur, doktorsnema í hagnýtri siðfræði við Háskóla Íslands, fyrir ítarlega heimildavinnu í tengslum við þessa grein. Heimildir 1. Sigurðsson SB. „Hvernig hljómar eiðurinn sem læknar sverja?“ Vísindavefurinn, visinda- vefur.is/svar.php?id=5731 - júní 2018. Textinn, sem birtist upphaflega í bókinni Undur veraldar (1945), er í íslenskri þýðingu Kristínar Ólafsdóttur. 2. Árnason V. Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu, 2. útg. Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, Reykjavík 2003: 70. 3. Kristinsson S. Siðareglur. Greining á siðareglum ásamt skráðum siðareglum starfsgreina á Íslandi. Rannsóknarstofnun í siðfræði, Reykjavík 1991: 47-8. 4. Hannesson G. Íslenzkt læknafélag. Læknablaðið 1915; 1: 3. 5. Hannesson G. Codex Ethicus. Læknablaðið 1916; 2: 166. 6. Code of Ethics of the American Medical Association. Philadelphia 1848. 7. AMA. History of the Code. ama-assn.org/sites/default/files/media-browser/public/ethics/ ama-code-ethics-history.pdf - ágúst 2018. 8. Bjarnason Ö. Handbók um siðamál lækna. Læknablaðið 1987; 7. 9. Jensson Ó, Ólafsson M, Jóhannesson Þ, Brekkan Á, Guðmundsson SÞ. Codex Ethicus. Læknablaðið 1968; 54: 17-8. 10. Genfarheit lækna og Alþjóðasiðareglur lækna. (Íslensk þýðing Vilmundar Jónssonar). Læknablaðið 1980; 66: 179-80. 11. Frímannsson GH. Sjálfræðishugtakið. Erindi siðfræðinnar, ritstj. Róbert H. Haraldsson. Rannsóknarstofnun í siðfræði, Reykjavík 1993: 154. 12. Kuhse H, Singer P. What is bioethics? A historical introduction. A Companion to Bioethics. London, Blackwell Publishers 2001: 3-11. 13. Katz J. The Silent World of Doctor and Patient. The Free Press 1984. 14. Bok S. Lying: Moral Choice in Public and Private Life. Vintage Books 1979. 15. landlaeknir.is/servlet/file/store93/item1676/2817.pdf – ágúst 2018. 16. Jónsson PV. Að takmarka meðferð við lok lífs“, Læknablaðið 1989; 75: 179-82. 17. Appleton yfirlýsingin: Leiðbeiningar um það hvenær láta megi hjá líða að veita læknisfræði- lega meðferð. Hringborðsumræður Læknablaðsins V. Læknablaðið 1989; 75: 303-12. 18. lis.is/is/sidfraedi/codex-ethicus/codex – ágúst 2018. 19. Góðir starfshættir lækna, 2. útg., grein 22b. Embætti landlæknis, Reykjavík 2017.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.