Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 39

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 39
verið að aukast hér á landi en hún hefur dregist saman á hinum Norðurlöndunum.3 Norsk yfirvöld skilgreindu ekki aðeins mörk í blóði heldur einnig hversu mikið af ávanabindandi lyfjum læknir megi ávísa án þess að sjúklingurinn verði sviptur ökuleyfi. Danir hafa gefið út svipuð viðmið.4 Til eru viðmið fyrir ópíóíða, lyfjasamsetningar og fleira en hér er fyrst og fremst sýnt dæmi um leyfilegt magn ávísaðra benzódíazepína, svefnlyfja og Parkódín forte (tafla II). Árið 2017 fengu 23.000 einstaklingar ávís- að Parkódín forte og 7.000 manns alprazolam og hefðu því samkvæmt dönskum reglum ekki mátt aka þá daga sem þeir voru að taka þessi lyf. Auk þess fengu 20.000 einstak- lingar ávísað zópíklón og 9.000 zolpídem, og samkvæmt Sérlyfjaskrá er varhugavert að aka bifreið nema 12 klukkustundir séu liðn- ar frá inntöku zópíklón, norskar reglur miða við 8 klukkustundir.5 Hér hafa ekki verið taldar með lyfjasam- setningar, ofnæmislyf eða aðrir ópíóíðar en ljóst er að á Íslandi skipta þeir þúsundum sem teldust einhvern hluta ársins ekki hæfir til þess að aka um götur í Noregi eða Dan- mörku. Lyfjateymi embættisins hefur haft til skoðunar lyfjatengd andlát þar sem einstak- lingar hafa látist við akstur bifreiða undir áhrifum lyfja. Full þörf er á að taka upp sambærilegar reglur hér á landi og í Noregi og Danmörku til að stuðla að auknu umferð- aröryggi. Heimildir 1. Lyfjagagnagrunnur embættis landlæknis 2. reseptregisteret.no 3. nowbase.org 4. stps.dk/da/udgivelser/2017/vejledning-om-helbredskrav- -til-koerekort/~/media/9BE267FAC6AE4BE3ABB93FAA- 6E7C2347.ashx 5. helsedirektoratet.no/Retningslinjer/Ørerkortveilederen. pdf.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.