Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 42
422 LÆKNAblaðið 2018/104
Páll Ásmundsson
nýrnalæknir
pallas@simnet.is
Um þessar mundir er fagnað 50 ára afmæli
blóðskilunarmeðferðar á Íslandi en hún
hófst 15. ágúst 1968 og var bylting í nýrna-
lækningum. Langt fram á 20. öld leiddi
nýrnabilun, bráð eða langvinn, langoftast
til dauða. Oft var ekki ljóst hvað var á
ferðinni. Er gerð var rannsókn hérlendis
á fjölskyldu með Alports-heilkenni, sem
leggst einkum á karla sem svo deyja ungir
úr nýrnabilun, kom í ljós að þeir voru oft
sagðir hafa dáið úr leti.
Er kom fram á 20. öld gerðu menn sér
betur grein fyrir eðli nýrnabilunar, bráðrar
sem langvinnrar. Var þá tekið að huga að
ráðum til að fleyta mönnum yfir bráða
en tímabundna nýrnabilun eða lengja líf
þeirra sem dauðinn beið ella vegna loka-
stigs nýrnabilunar. Tvær heimsstyrjaldir
og smærri stríð eins og Kóreustríðið, sem
leiddu til nýrnabilunar hermanna, oft ban-
vænnar, ráku á eftir þróun slíkra aðferða.
Fljótlega beindust tilraunir manna að
skilun (dialysis) og nýrnaígræðslum.
Hvað er skilun (dialysis)?
Í skilun komast tvær vökvalausnir í
snertingu hvor sínum megin við hálfgegn-
dræpa himnu en hún hleypir í gegnum
sig sameindum upp að vissri stærð. Efni
sem er í lausnunum og kemst í gegnum
himnuna smýgur frá lausninni með hærri
þéttni efnisins til hinnar uns jafnvægi er
náð. Sé efnissnauða lausnin sífellt endur-
nýjuð gengur skilunin hraðar fyrir sig.
Sé skilun beitt til lækkunar úr-
gangsefna í nýrnabilun er um tvær að-
ferðir að ræða, blóðskilun og kviðskilun. Í
blóðskilun er notuð skila sem í raun er tvö
hólf aðskilin með hálfgegndræpri himnu.
Um annað hólfið rennur blóð sjúklingsins
en um hitt rennur skilvökvi sem tekur við
úrgangsefnum sem skilast úr blóðinu um
himnuna og berast burt með skilvökvan-
um. Efnum sem aðeins þarf að fjarlægja
að takmörkuðu leyti, til dæmis salti, er
bætt í skilvökvann fyrirfram til að minnka
þéttnimismuninn.
Hin tegund skilunar er kviðskilun (pe-
ritoneal dialysis). Í henni er það lífhimnan
er þekur kviðarholið og líffæri þess sem
gegnir hlutverki hálfgegndræprar himnu
en æðanet himnunnar þjónar sem blóð-
hólf skilunnar. Skilvökva er þá rennt inn í
kviðarholið gegnum legg, látinn liggja þar
um stund og taka við úrgangsefnum um
lífhimnuna en síðan látinn renna út aftur.
Nýrnabilaðir glíma við vökvasöfnun
þrátt fyrir takmörkun á vökvatekju. Í
blóðskilun er þetta leyst með svokallaðri
‘ultrafiltration’ eða ,örsíun’. Þá er myndað-
ur undirþrýstingur í skilvökvahólfinu sem
sýgur vatn eftir þörfum úr blóðhólfinu.
Í kviðskilun er vatni náð af sjúklingn-
um með því að bæta glúkósa í mismiklum
mæli í skilvökvann. Hækkar hann osmó-
tískan þrýsting í vökvanum sem dregur
vatn inn í kviðarholið og bætist það við
skilvökvann sem rennur aftur út.
Orðin skilun, blóðskilun og kviðskilun
Þegar Íslendingar hófu meðhöndlun með
dialysis, það er hemodialysis eða per-
itoneal dialysis, leituðu menn fljótlega
íslenskra orða yfir þessar aðferðir. Orðin
,blóðsíun’ eða ,blóðskiljun’ voru nokkuð
notuð um sinn. Undirrituðum fannst orðin
ekki lýsa nægilega þeim efnisflutningum
undan þéttnihalla sem eiga sér stað og
lagði til ,blóðskilun’ og ,kviðskilun’. Var
þeim vel tekið og hafa fest sig í sessi.
Nýrnalækningar á Íslandi
Nýrnalækningar sem undirsérgrein lyf-
lækninga voru lítt þekktar hérlendis til
1968 enda ráðin löngum fá við hinum
alvarlegu og oft illvígu nýrnasjúkdóm-
um. Ég stundaði nám í lyflækningum á
Blegdamshospitalet í Kaupmannahöfn
á sjöunda áratugnum og var einn þeirra
sem Sigurður Samúelsson prófessor ræddi
við til að manna sérgreinar í lyflækn-
ingum á Landspítala.1 Bað hann mig að
leggja stund á nýrnalækningar. Leist mér
allvel á. Meðan ég lauk skyldum mínum
á ‘Blegdammen’ kannaði ég möguleika
í Bandaríkjunum og réð mig loks sem
‘fellow’ á nýrnadeildina á Georgetown
University Medical Center í Washington
DC. Áður en ég hélt vestur var ég nokkra
Upphaf nútíma-
nýrnalækninga
á Íslandi
Skilun á Loftsölum á áttunda áratug síðustu aldar.