Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 4
391 Hörður Már Kolbeinsson, Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir, Pétur H. Hannesson, Elsa Björk Valsdóttir, Páll Helgi Möller Garnaflækja á bugaristli á Landspítala 2000-2013 Garnaflækja á bugaristli er þegar bugaristill snýst um öxul sinn í garnahengjunni með tilheyrandi fráflæðishindrun úr ristli og í sumum tilfellum blóðþurrð og ristilrofi. Tíðni garnaflækju á bugaristli er lág á Vesturlöndum þar sem hún er einungis 3-5% af öllum garnastíflum en hún er meðal algengustu orsaka garnastíflu í Afríku og Suð- ur- Ameríku. Áhættuþættir eru hár aldur, karlkyn og hægðatregða en einnig geð- og taugasjúkdómar og aðrir langvinnir sjúkdómar. 395 Davíð Þór Bragason, María Soffía Gottfreðsdóttir, Birgir Jóhannsson, Magnús Gottfreðsson Tvö sjúkratilfelli: Ormur í auga og endurteknar bólgur á útlimum Hér er lýst fyrstu tveimur tilfellum af lóasýki (Loa loa), eða afrískum augnormi, sem fundist hafa á Íslandi. Með vaxandi fjölda innflytjenda og innlendra og erlendra ferða- manna frá fjarlægum slóðum er viðbúið að framandi sýkingar taki að reka á fjörur íslenskra lækna. Lóasníkillinn Loa loa er þráðormur sem berst í menn með biti dá- dýraflugu (Chrysops spp.) og er landlægur víða í Vestur- og Mið-Afríku. Talið er að 10 milljónir manna séu sýktar, en 30 milljónir eru útsettar fyrir sníklinum og vangreining algeng. Á vissum svæðum Afríku er algengi sýkingarinnar meðal íbúa meira en 40%. Ferðamenn geta sýkst en hættan er fremur lítil þar sem sýkingarhættan er tengd því hversu lengi fólk er útsett. 384 LÆKNAblaðið 2018/104 F R Æ Ð I G R E I N A R 9. tölublað ● 104. árgangur ● 2018 387 Nýliðun lækna Reynir Arngrímsson Nýliðun þarf að eiga sér stað á öllum sviðum læknisþjón- ustunnar. Á sama tíma og landsmönnum hefur fjölgað um 30.000, eða frá 2010, hef- ur fastráðnum heilsugæslu- læknum fækkað hjá öllum heilbrigðisstofnunum nema einni. 389 Ráðstefna LÍ og WMA - lífsiðfræðin í brennidepli á Íslandi Svanur Sigurbjörnsson Lífsiðfræðin skoðar við- fangsefni sín jafnan eftir þremur megin grunngildum: frelsi, mannvirðingu og rétt- læti. Þótt Ísland sé afskekkt og fræðimenn fáir, höfum við okkar rödd og staðsetningu sem er óhlutdræg, mitt á milli heimsálfa. L E I Ð A R A R LÆKNAFÉLAG ÍSLANDS 100 ÁRA 400 Vilhjálmur Árnason Frá bræðralagi til fagmennsku. Siðferðileg viðmið íslenskra lækna í hundrað ár Læknar hafa frá öndverðu haft siðferðileg viðmið í starfi sínu. Elsta og dæmið er eiðurinn kenndur við gríska lækn- inn Hippókrates (460-370 f. Kr.). Segja má að siðferðilegur kjarni eiðsins sé fólginn í þessu ákvæði: „Ég heiti því að beita læknisaðgerðum til líknar sjúkum, eftir því sem ég hef vit á og getu til, en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni.“ Velferð sjúklingsins er í fyrirrúmi og vísað er til kröfunnar: Umfram allt valdið ekki miska, primum non nocere, sem meginsiðareglu læknislistarinnar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.