Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 01.09.2018, Blaðsíða 20
400 LÆKNAblaðið 2018/104 Þetta er ein þeirra greina sem Læknablaðið kallaði eftir í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Læknar hafa frá öndverðu haft siðferðileg viðmið í starfi sínu. Elsta og þekktasta dæmið er eiðurinn sem kenndur er við gríska lækninn Hippókrates (460-370 f. Kr.). Segja má að hinn siðferði- legi kjarni eiðsins sé fólginn í þessu ákvæði: „Ég heiti því að beita læknisaðgerðum til líknar sjúkum, eftir því sem ég hef vit á og getu til, en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni.“1 Hér er velferð sjúklingsins í fyrirrúmi og enn er vísað til kröfunnar prim- um non nocere, umfram allt valdið ekki miska, sem meginsiðareglu læknislistarinnar. Samkvæmt nútímalegri greiningu á siðareglum eru slík ákvæði um að gæta hagsmuni sjúklinga hluti af frumskyld- um lækna.2,3 Aðrir meginflokkar siðareglna eru félagslegar skyldur við almenning og samfélag, hæfniskyldur að viðhalda þekk- ingu og færni og skyldur gagnvart starfssystkinum (stundum nefndar bróðurlegar skyldur). Fyrstu siðareglur íslenskra lækna Undir lok 19. aldar stofnuðu íslenskir læknar með sér Íslenzkt læknafélag. Samin voru lög fyrir félagið og „reglur um bróður- lega samvinnu milli lækna (Codex ethicus)“.4 Íslenzka læknafé- lagið starfaði þó aldrei og voru fyrstu siðareglur íslenskra lækna samþykktar á fundi Læknafélags Reykjavíkur 13. nóvember 1916.4 Siðareglurnar voru í góðu samræmi við markmið félagsins sem var „að efla samlyndi og bróðerni, samvinnu og persónulega viðkynningu milli íslenskra lækna, að annast öll sameiginleg áhugamál læknastéttarinnar, halda uppi heiðri hennar í öllu og vernda íslenzka læknareynslu frá gleymsku“.4 Reglurnar, sem eru 11, fjalla nær eingöngu um samskipti milli lækna innbyrðis og er markmið þeirra orðað í fyrsta ákvæðinu: „Það er tilgangur með reglum þessum, að efla gott samkomulag og bróðurlega sam- vinnu meðal lækna.“5 Ákvæðin um sjúklinga varða einkum sam- skipti lækna sem að umönnun sjúklinga koma, svo sem þegar sjúklingur eða aðstandendur hans óska þess að annar læknir sé kallaður til en sá „sem hefir haft sjúkl. undir hendi“.5 Ljóst er að þessar fyrstu siðareglur eru sáttmáli um atriði sem valdið geta deilum milli íslenskra lækna, enda segir Guðmundur Hannesson að það sé öðru fremur samkeppni „sem knúð hefur lækna erlendis til þess að hafa fastan félagsskap og reglur um fram komu alla innbyrðis“.4 Samkvæmt þessu liggja markmið stéttarfélags siða reglunum til grundvallar, en ekki sú hugsun að setja þurfi í orð þær skyldur og þá ábyrgð sem í læknisstarfi felast. Þetta verður þó ekki skýrt með því að slíkar reglur hafi þá ekki enn litið dagsins ljós. Til dæmis eru siðferðilegar skyld- ur lækna inntakið í siðareglum American Medical Association (AMA) sem innleiddar voru í árdaga þess félags nær 70 árum fyrr, 1847.6 Fyrsti kafli þeirra reglna fjallar um skyldur lækna gagnvart sjúklingum og skyld- ur sjúklinga gagnvart læknum. Fyrstu siðareglur AMA leggja því frumskyldur læknisstarfsins til grundvallar enda byggðu þær að miklu leyti á siðferðilegum við- miðum læknislistar sem Thomas Percival (1740-1804) læknir og heimspekingur birti árið 1803.7 Athyglisvert er að áhrifa þessa gæti ekki í fyrstu siðareglum íslenskra lækna þar sem hagsmunir stéttarinnar og bræðralagið innan hennar eru lögð siðferði stéttarinn- ar til grundvallar. Vilhjálmur Árnason prófessor í heimspeki Háskóla Íslands vilhjarn@hi.is Frá bræðralagi til fagmennsku Siðferðileg viðmið íslenskra lækna í hundrað ár

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.