Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 3
Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Magnús Gottfreðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Elsa B. Valsdóttir Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Haraldsson Sigurbergur Kárason Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Esther Ingólfsdóttir esther@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 2000 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 14.900,- m. vsk. Lausasala 1490,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2018/104 163 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Læknablaðið hefur fengið Önnu Þorbjörgu Þorgrímsdóttur til liðs við sig til að velja og skrifa um kápumyndir á 104. árgangi blaðsins í tilefni 100 ára afmælis Læknafélags Íslands. Myndirnar tengjast þeim efnum sem eru í brennidepli afmælisgreina hvers tölublaðs. Anna er sagnfræðingur og safnafræðingur og fyrrum stjórnandi Lækningaminjasafnsins. Við enda færibandsins eða hluti langrar keðju? Við erum stödd við enda færibandsins í nýinnréttaðri smitgáttardeild (steríldeild) Lyfjaverzlunar ríkisins í Borg- artúni 6. Árið er 1979. Salvör Veturliðadóttir og Guðríður Guðjónsdóttir bera glerflöskur samviskusamlega upp að ljósi. Þær grandskoða hverja flösku sem allar innihalda innrennslislyf. Er flaskan heil? Er mögulega eitthvað tor- kennilegt við innihaldið? Leiki minnsti vafi á að varan sé í fullkomnu lagi er hún tekin til hliðar, annars er flöskunni pakkað í kassa og er tilbúin til afhendingar. Stungulyf eru framleidd með smitgát (aseptískt) og áður en kemur að hinni nákvæmu skoðun hafa margnota flöskurnar runnið á færiböndum, fyrst tvívegis í gegnum þvottavél og sótthreinsun og þaðan að áfyllingarvél sem staðsett er í dauðhreinsuðu herbergi. Þar er skipt um loft 20 sinnum á klukkustund og starfsfólkið er með grímur. Að lokum eru flöskurnar hitaðar upp í 120 °C í 20 mínútur enda þurfa stungulyf að vera sæfð (steríl). Í upphafi fór framleiðsla innrennslislyfja fram á sjúkrahúsunum en fluttist til Lyfjaverzlunarinnar 1954. Þá hafði þörfin aukist verulega vegna framfara á sviði skurðlækninga og svæfingalækninga. Stöðugt flóknari skurðaðgerðir voru gerðar á æ veikari sjúklingum sem var bætt vökvatap og saltmissir með blöndu af vatni, glúkósa og dálitlu af matarsalti. Í byrjun voru framleiddir 50 lítrar á dag en þegar hér er komið sögu 500-1000 lítrar. Nýja færibandið nýttist ekki lengi. Sex árum síðar, 1985, var glerflöskum skipt út fyrir einnota plastpoka. Framundan voru fleiri breytingar á starfseminni. Lyfja- verzlun ríkisins breyttist í Lyfjaverslun Íslands hf með lögum árið 1994. Einkavæðingu lyfjaframleiðslunnar lauk ári síðar og 2002 hætti framleiðsla innrennslislyfja því hún þótti ekki lengur svara kostnaði. Þar sem innflutningur getur raskast vegna heimsfaraldurs, farsótta, náttúru- hamfara eða verkfalla voru árið 2006 sett lög um neyðar- framleiðslu dreypilyfja og birgðahald í landinu. Ljósmyndina tók Bjarnleifur Bjarnleifsson og birtist hún ásamt fleiri myndum í Dagblaðinu 24. janúar 1980. Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir Stjórn Læknafélags Íslands 2017-2018 Stjórn Læknafélags Íslands er kjörin var á aðalfundi í október 2017 skipa þau (efri röð f.v.): Guðrún Ása Björnsdóttir heimilislæknir með- stjórnandi, Björn Gunnarsson svæfingalæknir gjaldkeri, Reynir Arngrímsson erfðalæknir for- maður, Magdalena Ásgeirsdóttir lyflæknir ritari. Neðri röð f.v.: Hjalti Már Þórisson röntgenlæknir meðstjórnandi, María Gottfreðsdóttir augnskurð- læknir meðstjórnandi, Jóhanna Ósk Jensdóttir heimilislæknir meðstjórnandi. Á myndina vantar Ólaf Ó. Guðmundsson geðlækni meðstjórnanda. Frá og með næsta aðalfundi verða þær breytingar á stjórn LÍ að hana skipa tveir fulltrúar frá hverju fjögurra aðildarfélaga auk formanns. Félögin fjögur eru Félag sjálfstætt starfandi lækna LR, Fé- lag sjúkrahúslækna, Félag almennra lækna og Fé- lag íslenskra heimilislækna. Auk formanns hvers félags kjósa félögin einn fulltrúa hvert í stjórn LÍ. Formaður LÍ er kosinn almennri rafrænni kosningu allra félaga innan LÍ en sá háttur var viðhafður í fyrsta sinn við kosningu formanns 2017. HS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.