Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2018/104 171
R A N N S Ó K N
Inngangur
Sykursýki er einn algengasti langvinni sjúkdómurinn í heiminum
í dag¹ og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) árið
2016 er hlutfall einstaklinga með sykursýki hærra á Íslandi (7,1%)
en í Danmörku (6,1%), Svíþjóð (6,9%) og Noregi (6,6%).2 Karl And-
ersen og félagar3 greindu algengi sykursýki 2 á Íslandi árið 2010,
7% hjá 25-90 ára körlum og 4% hjá sama hópi kvenna. Þeir segja
að algengið hækki að jafnaði um 3% á ári hjá körlum og um 2%
hjá konum.
Sykursýki getur valdið fylgikvillum en langtímarannsóknir
hafa staðfest að með góðri blóðsykurstjórnun ásamt góðri blóð-
þrýstings- og blóðfitumeðferð er hægt að seinka eða koma í veg
fyrir fylgikvilla og ótímabær dauðsföll hjá einstaklingum með
sykursýki tegund 14,5 og tegund 26,7 og bæta heilsu og líðan. Lang-
tímarannsóknirnar staðfesta einnig mikilvægi þess að taka blóð-
sykurstjórnun föstum tökum strax og sykursýki greinist til að
minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, jafnvel þótt seinna á
lífsleiðinni komi tímabil óstjórnar.7 Hins vegar er ráðlagt að slakað
sé á blóðsykurstjórn ef einstaklingurinn hefur til dæmis fengið
alvarleg blóðsykursföll, skertar lífslíkur eða útbreidda æðakölk-
un.8-9 Klínískar leiðbeiningar10 tiltaka að meðferð einstaklinga með
sykursýki eigi að vera einstaklingsmiðuð og áhersla er lögð á að
Inngangur: Sykursýki er langvinnur sjúkdómur með alvarlega og kostn-
aðarsama fylgikvilla. Það er því mikilvægt að bregðast við fjölgun tilfella af
sykursýki með góðu og skipulögðu eftirliti. Tilgangur rannsóknarinnar var
að rannsaka afturskyggnt árangur eftirfylgni í 10 ár á svipgerð líkamlegra
mæligilda, hjá hópi fólks með sykursýki tegund eitt og tvö sem hefur verið
í eftirliti á sérhæfðri sykursýkismóttöku á heilsugæslustöð og bera saman
við alþjóðastaðla.
Efniviður og aðferðir: Afturskyggn ferlirannsókn yfir 10 ár, þar sem upp-
lýsingar voru fengnar úr rafrænni sjúkraskrá og gagnagrunni sykursýkis-
móttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja árin 2005, 2010 og 2015. Ein
mæling var notuð hvert ár fyrir hvern þátttakenda (n=113). Þýðið voru þeir
sem skráðir voru í móttökuna í upphafi árs 2005. Mæligildi hópsins voru
metin og borin saman við alþjóðastaðla og mæting í eftirlit greint.
Niðurstöður: Meðal HbA1c-gildið var 7,22% árið 2005 en hækkaði mark-
tækt í 7,56% árið 2015 (P=0,040). Hlébilsþrýstingur lækkaði marktækt til
2015. Flestir náðu alþjóðamarkmiðum í HbA1c-gildi 2005 (51,3%), HDL
árið 2010 (43,8%), LDL árið 2015 (41,9%), þríglýseríði 2010 (79,8%), lík-
amsþyngdarstuðli (LÞS) 2015 (44,2%), slagbilsþrýstingi árið 2010 (63,4%)
og hlébilsþrýstingi 2015 (74,2%). Marktæk tengsl voru milli einkenna frá
taugakerfi og hærra HbA1c-gildis. Líkamsþyngdarstuðull var um 32 kg/m²
öll árin. Skráning á fylgikvillum sykursýkinnar batnaði við upptöku sykur-
sýkiseyðublaðs í skráningarkerfinu Sögu árið 2015.
Ályktanir: Lækka þarf meðal HbA1c-gildið til að minnka líkur á fylgikvill-
um og skoða leiðir til að ná blóðfitu- og blóðþrýstingsgildum nær alþjóða-
stöðlum. Gera þarf átak til að bæta skráningu.
Sykursýki er áskorun:
Tíu ára eftirfylgd einstaklinga með sykursýki
Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir1,2 hjúkrunarfræðingur, Árún Kristín Sigurðardóttir3,4 hjúkrunarfræðingur
1Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 2Landspítala, 3heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 4Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Fyrirspurnum svarar Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir, hafdis@hss.is
Barst til blaðsins 12. júlí 2017, samþykkt til birtingar 26. febrúar 2018.
Á G R I P
þverfaglegt teymi komi að meðferðinni. Sykursýki er oft með-
höndluð í heilsugæslu og þar eru heimilislæknar í lykilstöðu.11
Rannsókn frá Kanada sýndi að gott aðgengi að heilsugæslu-
læknum hjá fólki með sykursýki (N=712,681) tengdist því að fleiri
náðu meðferðarmarkmiðum.11 Í rannsókn12 á þjónustu við einstak-
linga með sykursýki 2 í heilsugæslu á Íslandi var sendur spurn-
ingalisti á 51 heilsugæslustöð, svör bárust frá 40 stöðvum. Átján
heilsugæslustöðvar á Íslandi buðu upp á skipulagða ráðgjöf fyrir
einstaklinga með sykursýki, 5 stöðvar buðu upp á teymisvinnu
fleiri aðila en læknis og hjúkrunarfræðings en samstarf þeirra er
til staðar á 8 stöðum.12 Kerfisbundið yfirlit13 um áhrif sjúklinga-
fræðslu í heilsugæslu á blóðsykur og blóðfitu (n=39,439), þar sem
eftirfylgni var að meðaltali í 16,7 mánuði, sýndi að fræðslan bar
meiri árangur ef þverfaglegt teymi tók þátt í henni. Bent hefur ver-
ið á að æskilegt sé að þjónusta fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar
með sykursýki sé sem mest í heilsugæslu og að þjónustan sé veitt í
sérhæfðum sykursýkismóttökum en að heilsugæslulæknar og aðr-
ir í teymi hafi aðgang að innkirtlasérfræðingum til ráðlegginga.13
Megintilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka afturskyggnt
árangur eftirfylgni í 10 ár á svipgerð líkamlegra mæligilda hjá
hópi fólks með sykursýki sem hafði verið í eftirliti á sérhæfðri
https://doi.org/10.17992/lbl.2018.04.180