Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2018/104 171 R A N N S Ó K N Inngangur Sykursýki er einn algengasti langvinni sjúkdómurinn í heiminum í dag¹ og samkvæmt Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) árið 2016 er hlutfall einstaklinga með sykursýki hærra á Íslandi (7,1%) en í Danmörku (6,1%), Svíþjóð (6,9%) og Noregi (6,6%).2 Karl And- ersen og félagar3 greindu algengi sykursýki 2 á Íslandi árið 2010, 7% hjá 25-90 ára körlum og 4% hjá sama hópi kvenna. Þeir segja að algengið hækki að jafnaði um 3% á ári hjá körlum og um 2% hjá konum. Sykursýki getur valdið fylgikvillum en langtímarannsóknir hafa staðfest að með góðri blóðsykurstjórnun ásamt góðri blóð- þrýstings- og blóðfitumeðferð er hægt að seinka eða koma í veg fyrir fylgikvilla og ótímabær dauðsföll hjá einstaklingum með sykursýki tegund 14,5 og tegund 26,7 og bæta heilsu og líðan. Lang- tímarannsóknirnar staðfesta einnig mikilvægi þess að taka blóð- sykurstjórnun föstum tökum strax og sykursýki greinist til að minnka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum, jafnvel þótt seinna á lífsleiðinni komi tímabil óstjórnar.7 Hins vegar er ráðlagt að slakað sé á blóðsykurstjórn ef einstaklingurinn hefur til dæmis fengið alvarleg blóðsykursföll, skertar lífslíkur eða útbreidda æðakölk- un.8-9 Klínískar leiðbeiningar10 tiltaka að meðferð einstaklinga með sykursýki eigi að vera einstaklingsmiðuð og áhersla er lögð á að Inngangur: Sykursýki er langvinnur sjúkdómur með alvarlega og kostn- aðarsama fylgikvilla. Það er því mikilvægt að bregðast við fjölgun tilfella af sykursýki með góðu og skipulögðu eftirliti. Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka afturskyggnt árangur eftirfylgni í 10 ár á svipgerð líkamlegra mæligilda, hjá hópi fólks með sykursýki tegund eitt og tvö sem hefur verið í eftirliti á sérhæfðri sykursýkismóttöku á heilsugæslustöð og bera saman við alþjóðastaðla. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn ferlirannsókn yfir 10 ár, þar sem upp- lýsingar voru fengnar úr rafrænni sjúkraskrá og gagnagrunni sykursýkis- móttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja árin 2005, 2010 og 2015. Ein mæling var notuð hvert ár fyrir hvern þátttakenda (n=113). Þýðið voru þeir sem skráðir voru í móttökuna í upphafi árs 2005. Mæligildi hópsins voru metin og borin saman við alþjóðastaðla og mæting í eftirlit greint. Niðurstöður: Meðal HbA1c-gildið var 7,22% árið 2005 en hækkaði mark- tækt í 7,56% árið 2015 (P=0,040). Hlébilsþrýstingur lækkaði marktækt til 2015. Flestir náðu alþjóðamarkmiðum í HbA1c-gildi 2005 (51,3%), HDL árið 2010 (43,8%), LDL árið 2015 (41,9%), þríglýseríði 2010 (79,8%), lík- amsþyngdarstuðli (LÞS) 2015 (44,2%), slagbilsþrýstingi árið 2010 (63,4%) og hlébilsþrýstingi 2015 (74,2%). Marktæk tengsl voru milli einkenna frá taugakerfi og hærra HbA1c-gildis. Líkamsþyngdarstuðull var um 32 kg/m² öll árin. Skráning á fylgikvillum sykursýkinnar batnaði við upptöku sykur- sýkiseyðublaðs í skráningarkerfinu Sögu árið 2015. Ályktanir: Lækka þarf meðal HbA1c-gildið til að minnka líkur á fylgikvill- um og skoða leiðir til að ná blóðfitu- og blóðþrýstingsgildum nær alþjóða- stöðlum. Gera þarf átak til að bæta skráningu. Sykursýki er áskorun: Tíu ára eftirfylgd einstaklinga með sykursýki Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir1,2 hjúkrunarfræðingur, Árún Kristín Sigurðardóttir3,4 hjúkrunarfræðingur 1Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, 2Landspítala, 3heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri, 4Sjúkrahúsinu á Akureyri. Fyrirspurnum svarar Hafdís Lilja Guðlaugsdóttir, hafdis@hss.is Barst til blaðsins 12. júlí 2017, samþykkt til birtingar 26. febrúar 2018. Á G R I P þverfaglegt teymi komi að meðferðinni. Sykursýki er oft með- höndluð í heilsugæslu og þar eru heimilislæknar í lykilstöðu.11 Rannsókn frá Kanada sýndi að gott aðgengi að heilsugæslu- læknum hjá fólki með sykursýki (N=712,681) tengdist því að fleiri náðu meðferðarmarkmiðum.11 Í rannsókn12 á þjónustu við einstak- linga með sykursýki 2 í heilsugæslu á Íslandi var sendur spurn- ingalisti á 51 heilsugæslustöð, svör bárust frá 40 stöðvum. Átján heilsugæslustöðvar á Íslandi buðu upp á skipulagða ráðgjöf fyrir einstaklinga með sykursýki, 5 stöðvar buðu upp á teymisvinnu fleiri aðila en læknis og hjúkrunarfræðings en samstarf þeirra er til staðar á 8 stöðum.12 Kerfisbundið yfirlit13 um áhrif sjúklinga- fræðslu í heilsugæslu á blóðsykur og blóðfitu (n=39,439), þar sem eftirfylgni var að meðaltali í 16,7 mánuði, sýndi að fræðslan bar meiri árangur ef þverfaglegt teymi tók þátt í henni. Bent hefur ver- ið á að æskilegt sé að þjónusta fyrir skjólstæðinga heilsugæslunnar með sykursýki sé sem mest í heilsugæslu og að þjónustan sé veitt í sérhæfðum sykursýkismóttökum en að heilsugæslulæknar og aðr- ir í teymi hafi aðgang að innkirtlasérfræðingum til ráðlegginga.13 Megintilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka afturskyggnt árangur eftirfylgni í 10 ár á svipgerð líkamlegra mæligilda hjá hópi fólks með sykursýki sem hafði verið í eftirliti á sérhæfðri https://doi.org/10.17992/lbl.2018.04.180
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.