Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 47

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 47
LÆKNAblaðið 2018/104 207 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Sonja Björg aðstandandi móður með þunglyndi „Það skortir gríðarlega fræðslu um veikindi af andlegum toga. Hefði ég þekkt til einkennanna og hefðu verið skýr úrræði um hvert ég gæti leitað þá hefði það breytt miklu. Ég var orðin 18 ára og mamma komin inn á geðdeild þegar ég fyrst veit að hún er þunglynd. Það kom alveg flatt upp á mig eins skringilega og það hljómar.“ Aðspurð hvað framtíðin beri í skauti sér segist Sonja hafa áhuga á að starfa með börnum í framtíðinni. „Uppeldi og aðstæð- ur móta okkur sem einstaklinga og skýra gjarnan hegðun okkar. Mín ástríða í lífinu eru að öll börn fái jöfn tækifæri til menntunar og hafi aðgengi að allri þeirri aðstoð sem þurfa þykir. Skólasál- fræðingar á öllum skólastigum er eitthvað sem verður að inn- leiða. Ég sé fyrir mér að starfa með börnum sem barnasálfræðing- ur eða í öðru starfi því tengdu. Ég vil taka þátt í að móta samfélag það sem við tölum opinskátt um tilfinningar okkar, upplifun og upprætum fordóma. Við höfum öll rétt á okkar tilfinningum og þurfum að læra að ráða úr vandamálum okkar í stað þess að bera skömmina.“ Iðunn OCD, þráhyggju- og árátturöskun Fyrst um sinn lét Iðunn lítið fara fyrir greiningunni og upplýsti aðeins sína nánustu. Hún óttaðist viðbrögð og fáfræði annarra á OCD. „Ég vildi taka minn tíma í að læra inn á sjúkdóminn. Með tímanum varð ég óhræddari við að tala um þetta og í dag reyni ég meðvitað að tala opinskátt um OCD,“ segir Iðunn en hún hef- ur talað opinberlega um reynslu sína á Twitter og Snapchat. „Fólk er gjarnan hrætt við að spurja og vill kannski sýna tillitssemi en við þurfum að auka fræðsluna. Hefði ég setið einn fyrirlestur um þessa helstu kvíða- og geðraskanir hefði ég vitað hvað væri að hjá mér. Ég hefði ekki eytt tæplega þremur árum í óvissu.“ Iðunn segir fleiru ábótavant í geðheilbrigðismálum hérlendis. Sálfræðikostnaður er mikill og biðlistinn hjá geðlæknum langir. „Ég er blessunarlega í þeirri stöðu að geta greitt fyrir tímana mína en það búa ekki allir svo vel. Ég er á biðlista að komast að hjá geðlækni en hef nú þegar beðið í marga mánuði. Ég tel gríðar- lega mikilvægt að efla geðheilbrigðisþjónustu á öllum vígstöðv- um.“ Mikilvægt sé líka að vera meðvitaður um þau úrræði sem bjóðast í dag. „Mikilvægasti lærdómurinn minn er að það er hægt að fá hjálp. Þú þarft bara að þora að taka skrefið og leitast eftir henni. Játa fyrir sjálfum þér að þú getur ekki tekist á við alla erf- iðleika einn, tala við fólkið í kringum þig og fá viðeigandi aðstoð. Því það er hægt.“ Tryggvi fíknsjúkdómur Eftir seinni meðferðina tók við heilt ár af sjálfsvinnu, stofnunar- fundum og endurhæfingu. Tryggvi segir að þetta ár hafi búið til grunninn að því lífi sem hann býr að í dag. „Við tók ár þar sem ég keyrði mig gersamlega í rusl. Ég var að henda lífinu mínu á glæ. Ég vissi það alveg en mér var í rauninni bara skítsama. Mér fannst lífið mitt ekki vera neins virði lengur, fannst ekkert skipta máli. Mér datt ekki í hug að gjörðir mínar hefðu áhrif á aðra líka. Ég læri seinna að það er svo sannarlega ekki rétt. Allt sem ég var að gera sjálfum mér hafði mikil áhrif á líf annarra. Getu þeirra til að lifa og starfa eðlilega. Það tekur tíma að núllstilla sig. Það hljómar eins og ótrúlega mikill tími að eyða heilu ári en það var nauðsynlegt til að koma mér yfir þetta upprunalega vandamál sem var ótti og kvíði. Þessa tilfinningaflækju sem er fíkn og alkóhólismi. Eftir þessa endur- hæfingu er ég búinn að gera það sem mér sýnist. Ég er enn að vinna markvisst að því að gera mig betri. Ég var rosalega hepp- inn að fjölskyldan mín ríghélt við bakið á mér. Það eru alls ekki allir sem búa að því. Þau voru tilbúin að gera allt til þess að koma mér aftur á lappir.“ Skjámynd af heimasíðu Hugrúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.