Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 12
172 LÆKNAblaðið 2018/104 sykursýkismóttöku á heilsugæslustöð og bera niðurstöður saman við alþjóðastaðla. Einnig að meta mætingu í sykursýkismóttökuna rannsóknarárin og notkun á blóðsykurslækkandi lyfjum árið 2015. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn ferlirannsókn yfir 10 ára tímabil, þar sem ákveðin líkamleg mæligildi einstaklinga með sykursýki voru greind og borin saman við alþjóðastaðla. Einnig var tilkoma fylgikvilla og mæting í sykursýkismóttökuna talin. Ein mæling var greind hjá hverjum þátttakenda árin 2005, 2010 og 2015, þegar viðkomandi kom í stóra blóðprufu og með þvagprufu. Þýðið í rannsókninni voru allir einstaklingar sem skráðir voru í sykursýkismóttökuna árið 2005, bæði með sykursýki 1 og sykur- sýki 2. Gögn áranna 2005, 2010 og 2015 voru greind, gögn voru til um 113 einstaklinga öll rannsóknarárin og eru þeir úrtak rann- sóknarinnar. Árið 2010 er hópurinn um helmingur skjólstæðinga móttöku Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja (HSS) og árið 2015 er hann 16,9% af skjólstæðingum móttökunnar. Heilsugæslustöðin þjónar 25.560 íbúum. Sykursýkismóttakan samanstendur af þverfaglegu teymi sem starfar í mismunandi starfshlutfalli við móttökuna. Í teyminu eru innkirtlasérfræðing- ur, tveir heimilislæknar, tveir hjúkrunarfræðingar, annar með þriggja ára sérnám í sykursýki, næringarfræðingur og sjúkraliði. Starfsmenn teymisins hafa verið í 10-40% starfshlutfalli í móttök- unni en frá því í nóvember 2017 var starfshlutfall annars hjúkr- unarfræðingsins aukið úr 40% í 80% og annars heimilislæknisins um einn dag í mánuði. Þegar læknarnir eru í sykursýkismóttök- unni sinna þeir ekki almennri móttöku. Skjólstæðingar móttök- unnar voru 810 talsins í lok árs 2017. Eftirfarandi alþjóðaviðmið voru notuð: HbA1c <7%, blóð- þrýstingur <130-140/80-90 mmHg miðað við aldur og sjúkrasögu, blóðfita LDL kólesteról <2,0mmol/L, HDL kólesteról >1,3mmol/L, þríglýseríð <2,2mmol/L10,15 og líkamsþyngdarstuðull (LÞS) <30 kg/ m2. Merki um fylgikvilla í nýrum var fundið í þvagprufum. Við- miðið var microalbumin í þvagi. Merki um truflun í taugakerfi var sinadráttur, dofi, verkir, ristruflun og skert monofilament-próf. Merki um truflun í útæðum fóta var fótakuldi, fótapirringur/óeirð og ef púls var ekki finnanlegur. Gögnin voru fengin úr samskipta- seðli læknis, heilsugátt og úr sykursýkiseyðublaði í Sögukerfinu. Mæting í móttökuna var metin eftir fjölda koma í móttökuna, til næringarfræðings og hversu margir skiluðu sér í árlega blóðprufu. Gagnaöflun fór fram í gagnagrunni Sögukerfis HSS og úr gagnagrunni sykursýkismóttöku stofnunarinnar. Þátttakend- um var gefið þátttökunúmer í Excel-gagnagrunni og voru rann- sóknarbreytur skráðar í hann. Rannsóknarbreytur Breytur í rannsókninni voru: kyn, fæðingarár, tegund sykur- sýki, greiningarár og lifun. Skráður var dánardagur og merkt sérstaklega ef dánarorsök var vegna fylgikvilla. Skráð var gildi blóðþrýstings, blóðfitu, LÞS og mittismáls, einnig sykurbundins blóðrauða (HbA1c) rannsóknaráranna þriggja. Samantekt var gerð á notkun blóðsykurslækkandi lyfja árið 2015 og hún borin saman við HbA1c-gildið. Tölfræðileg úrvinnsla Tölfræðiforritð R var notað við úrvinnslu gagna og lýsandi og greinandi tölfræði til að greina gögnin. Línuleg aðhvarfsgreining R A N N S Ó K N Tafla I. Meðaltöl og staðalfrávik (n=113) fyrir HbA1c, LÞS, HDL, LDL, þríglyseríð, slagbils- og hlébilsþrýsting árin 2005, 2010 og 2015. 2005 2010 2015 Fjöldi einstaklinga mældir öll árin *P-gildi HbA1c 7,22 (1,20) 7,43 (1,22) 7,56 (1,12) 84 0,040 LÞS 31,95 (5,5) 32,54 (6,17) 31,91 (6,81) 67 0,94 HDL 1,29 (0,38) 1,32 (0,50) 1,26 (0,33) 69 0,68 LDL 2,53 (0,99) 2,61 (0,81) 2,31 (0,81) 12 0,056 Þríglýseríð 1,70 (0,87) 1,71 (0,92) 1,80 (0,93) 69 0,47 Slagsbilsþrýstingur 140,0 (16,93) 139,1 (15,24) 136,7 (16,02) 81 0,15 Hlébilsþrýstingur 80,07 (9,27) 77,8 (10,07) 74,88 (10,34) 81 0,00025 *P-gildi fyrir leitni milli ára 2005-2015. Mynd 1. Tengsl HbA1c-gildis og blóðsykurslækkandi lyfjaflokka árið 2015.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.