Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 21

Læknablaðið - 01.04.2018, Síða 21
LÆKNAblaðið 2018/104 181 (<238µmol/L).12 Pieterse og félagar telja hluta skýringar þessarar auknu hættu á kransæðasjúkdómum vera þá að UMA-hreinsun í blóði sé ábótavant. Talið er að NET-myndunin úr MSÚ-kristöllun- um sem þá myndast hvetji til storkumyndunar í blóði. Því er aukin hætta á blóðtappamyndun og æðaskemmdum.8 Skima skyldi fyrir fylgisjúkdómum þegar sjúklingur greinist með þvagsýrugigt. Mæla mætti kreatínín, lifrarpróf, blóðsykur, blóðfitur og blóðhag til skimunar á langvinnum nýrnasjúkdóm- um, lifrarsjúkdómum, sykursýki, blóðfituröskunum og sjúkdóm- um sem valda mergfrumufjölgun (myeloproliferative).27 Rannsóknir hafa gefið til kynna verndandi áhrif þvagsýru í myndun miðtaugakerfissjúkdóma, svo sem Alzheimersjúkdóms og Parkinson vegna andoxunaráhrifa. Frekari rannsókna er þörf áður en hægt verður að segja til um áhrif þessa á leiðbeiningar þvagsýrulækkandi meðferðar.5,16 SJÚKDÓMSGREINING Mörg stigunarkerfi eða greiningarviðmið hafa verið þróuð til greiningar á þvagsýrugigt. Lengst hefur verið stuðst við viðmið amerísku gigtarsamtakanna (American Rheumatism Association) frá 1977. Þessi viðmið voru ætluð til að koma auga á bráðar lið- bólgur af völdum þvagsýrugigtar, en tóku ekki tillit til forstiga sjúkdómsins eða fylgisjúkdóma. Klínískt nef læknisins skipti þar miklu máli.36 Árið 2015 gáfu evrópsk og bandarísk gigtarsamtök (Europe- an League Against Rheumatism (EULAR) og American College of Rheumatology (ACR)) út nýjar leiðbeiningar til greiningar á þvagsýrugigt. Gullstaðall greiningarinnar er staðfesting á þvag- sýrukristöllum í vökva úr lið, hálabelg eða þvagsýrugigtarhnút og nægir þetta til greiningar.37 Hins vegar er greining þvagsýru- gigtar oftast í höndum lækna á heilsugæslu og bráðamóttöku og getur reynst erfitt að fá sýni til greiningar. Aðgengi að skautaðri ljóssmásjá er stundum takmarkað og hinn bólgni liður getur verið óaðgengilegur til stungu.24,38 Því voru útbúin ný klínísk viðmið (tafla II) sem kröfðust ekki niðurstöðu úr liðvökva en hafa hátt næmi (0,85) og sértæki (0,78) fyrir réttri greiningu á þvagsýrugigt. (Viðmiðin í heild hafa næmi 0,92 og sértæki 0,89). Átta stig eða fleiri nægja til greiningar á þvagsýrugigt. Háskólinn í Auckland á Nýja-Sjálandi hefur sett upp reiknivél á netinu byggða á þessum leiðbeiningum: goutclassificationcalculator.auckland.ac.nz/ 16,37 Mismunagreiningar Helsta mismunagreining þvagsýrugigtar er liðsýking en þessir sjúkdómar geta farið saman. Alltaf ber að hafa liðsýkingu í huga, einkum í ódæmigerðum tilfellum, en þá er mikilvægt að reyna að fá liðvökvasýni í gramslitun og ræktun, og til kristallaleitar. Sýni eru þá sett í K3-EDTA glas (sömu og eru notuð til að skoða blóð- hag) til kristallaleitar, kolbur til ræktunar og dauðhreinsað glas með utan á skrúfuðu loki til gramslitunar. Aðrar mismunagrein- ingar eru meðal annars kalsíum pýrófosfat kristallagigt (pseu- dogout), sóragigt, fylgiliðagigt, slitgigt og iktsýki.39 MEÐFERÐ EULAR gaf út uppfærðar meðferðarleiðbeiningar fyrir þvag- sýrugigt 2016 sem gerðar voru af þverfaglegu teymi gigtarlækna, heilsugæslulækna, röntgenlækna, vísindamanna og sjúklinga með þvagsýrugigt.6 Þar má sjá þrjú almenn ráð (áherslureitir á bls. 182, 183 og 184) og 11 tilmæli (tafla III) auk nákvæmra meðferðarferla (myndir 2 og 3.) Við greiningu á þvagsýrugigt ætti að upplýsa sjúkling um tilurð þvagsýrugigtar, veita honum lífsstílsráðleggingar og skima fyrir fylgisjúkdómum. Benda má á að ef ábending er fyrir þvagsýrulækkandi meðferð þá má hefja hana samtímis og bráða liðbólgan er meðhöndluð. Með- ferðarheldni þvagsýrulækkandi meðferðar er oft léleg, sérstaklega hjá yngra fólki, og það einfaldar meðferð að byrja þvagsýrulækk- andi meðferð strax. Það lengir ekki núverandi liðbólgu né gerir verkina verri.40,41 MEÐFERÐARÚRRÆÐI VIÐ BRÁÐRI ÞVAGSÝRUGIGTARLIÐBÓLGU Margir valmöguleikar eru fyrir hendi þegar meðhöndla skal bráða bólgu vegna þvagsýrugigtar.42 Velja ætti meðferð með tilliti til aldurs, nýrnastarfsemi, langvinnra sjúkdóma og annarra lyfja. Tafla III. Almennar ráðleggingar fyrir meðferð þvagsýrugigtar, gefið út af EULAR 2016. 1. Bráðar liðbólgur vegna þvagsýrugigtar ætti að meðhöndla svo fljótt sem auðið er og sjúklingum ætti að ráðleggja að taka viðeigandi lyf um leið og liðbólgan er að byrja. 2. Fyrsta meðferð er colchicine og/eða NSAID, aftöppun af liðnum með inndælingu barkstera eða steratöflur um munn. 3. Ef sjúklingar hafa tíðar liðbólgur og frábendingar fyrir colchicine, NSAID og sterum (um munn eða í lið) ætti að íhuga IL-1 hemla. Virk sýking er algjör frábending. 4. Það ætti að ræða forvörn gegn bráðum liðbólgum meðan er verið að innleiða þvagsýrulækkandi meðferð svo sem með colchicine eða lágskammta NSAID. 5. Þvagsýrulækkandi meðferð ætti að ræða við alla með staðfesta þvagsýrugigt. Hún kemur til greina hjá sjúklingum með endurtekin köst, tophi, liðskemmdir vegna þvagsýrugigtar eða þvagsýrunýrnasteina. Auk þess ætti að byrja snemma með þvagsýrulækkandi meðferð ef greiningin er fyrir 40 ára aldur, þvagsýra er yfir 480 µmól/L eða ef meðfylgjandi sjúkdómar eru til staðar. 6. Ef þvagsýrulækkandi meðferð er hafin skal setja meðferðarmarkmið við 360 µmól/L eða lægra (300 µmól/L) ef sjúkdómsbyrðin er mikil. Það ætti ekki að fara undir 180 µmól/L í lengri tíma. 7. Þvagsýrulækkandi meðferð ætti að viðhalda ævilangt. 8. Ef nýrnastarfsemi er eðlileg er allópúrínól fyrsta lyfjaval og byrja skal með lágan skammt og auka á 2-4 vikna fresti. Ef meðferðarmarkmið næst ekki ætti að skipta í febúxóstat eða þvagsýruræsandi lyf eða hvort tveggja. Einnig skal nota slík lyf ef allópúrínól þolist illa. 9. Aðlaga þarf skammta allópúrínóls hjá sjúklingum með nýrnabilun. 10. Ábending er fyrir pegloticase hjá sjúklingum með staðfesta greiningu með kristöllum þar sem þvagsýrulækkun næst ekki með öðrum ráðum. 11. Þegar bráð þvagsýrugigtarliðbólga greinist hjá einstaklingi sem er á lykkjuþvagræsilyfjum eða thiazidum ætti að reyna að skipta út þvagræsilyfjunum fyrir önnur blóðþrýstingslækkandi lyf ef hægt er. Sérstaklega mælt með losartan eða kalsíumgangahemli. Í blóðfitulækkandi tilgangi skal íhuga statin eða fenofibrate. Y F I R L I T

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.