Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 17
LÆKNAblaðið 2018/104 177
INNGANGUR
Í þessari grein höfum við leitast við að taka saman nýjustu upplýs-
ingar og rannsóknir um þvagsýrugigt og vonumst til að efnið nýt-
ist vel í klínískri vinnu lækna á Íslandi. Gerður er greinarmunur
á hækkun þvagsýru í blóði og þvagsýrugigt þótt óneitanlega séu
þessir þættir nátengdir.
Þvagsýrugigt er algengasti sjúkdómurinn sem veldur liðbólg-
um og hefur möguleika á lækningu. Án meðferðar getur þvag-
sýrugigt valdið bráðum og langvinnum liðbólgum, eyðileggingu
á liðum og langvinnum verkjavanda. Margir sjúkdómar geta
tengst þvagsýrugigt og ástandið getur valdið mikilli skerðingu á
lífsgæðum.1 Faraldsfræðilegar rannsóknir benda til þess að þvag-
sýrugigt sé vanmeðhöndluð og því hefur verið kallað eftir skýrum
leiðbeiningum um viðeigandi greiningaraðferðir og meðferð.2
Þvagsýrugigt er allt að fjórfalt algengari meðal karla en kvenna
og fer algengi sjúkdómsins vaxandi á heimsvísu.3,4 Á Vesturlönd-
um er algengi frá 0,9-2,5% í Evrópu og 4% í Bandaríkjunum, og yfir
7% hjá sjúklingum yfir 65 ára.5,6
Nýjar rannsóknir hafa komið fram á síðustu árum um tengsl
hækkaðrar þvagsýru og þvagsýrugigtar við efnaskiptavillu,
hjarta- og æðasjúkdóma og aukna dánartíðni.2 Því hefur þótt rík
ástæða til að endurskoða evrópskar og bandarískar leiðbeiningar
um forvarnir og meðferð þessara þátta.
MEINMYNDUN
Hækkun á þvagsýru og þvagsýrugigt
Þvagsýrugigt er afleiðing hækkaðrar þvagsýru í blóði sem getur
leitt til mónósódíum úrat (MSÚ) kristallaútfellinga, innan og/eða
utan liða. Alþjóðleg viðmiðunargildi þvagsýruhækkunar í blóði
eru >400µmol/L fyrir karla en >350µmol/L fyrir konur.7,8 Á Íslandi
Þvagsýrugigt er liðbólgusjúkdómur sem í flestum tilfellum er læknanlegur
en algengi hans á heimsvísu fer vaxandi. Án meðferðar getur sjúkdómur-
inn valdið varanlegum liðskemmdum en þrátt fyrir það benda rannsóknir
til að vanmeðhöndlun sjúkdómsins sé mikil. Tengsl við lífsstílssjúkdóma
á borð við efnaskiptavillu eru ótvíræð en sjúkdómurinn getur einnig verið
fylgikvilli lífshættulegra sjúkdóma og meðferðar við þeim. Nú liggja fyrir
nýlegar leiðbeiningar frá Bandaríkjunum og Evrópu varðandi greiningu og
meðferð þvagsýrugigtar, bæði við bráðum liðbólgum sem og langtíma-
meðferð. Aukin áhersla er lögð á meðferð til að fyrirbyggja sjúkdóminn,
bæði með lífsstílsbreytingum og lyfjameðferð. Mikil áhersla er lögð á að
fræða sjúklinga um sjúkdóminn og tilvist góðra meðferðarúrræða, hvernig
skal bregðast við bráðri liðbólgu og mikilvægi þess að lækka styrk þvag-
sýru í blóði. Þegar sjúklingur greinist með þvagsýrugigt ætti að skima
fyrir fylgisjúkdómum. Það er mikilvægt að setja meðferðarmarkmið þvag-
sýrulækkunar og fylgja þeim með eftirfylgd yfir langan tíma, því þannig er
hægt að koma þvagsýrugigt í varanlegt sjúkdómshlé.
Þvagsýrugigt - læknanleg liðbólga
Guðrún Arna Jóhannsdóttir*1 læknir, Ólafur Pálsson*1 læknir, Helgi Jónsson2,4 læknir, Björn Guðbjörnsson3,4 læknir
eru viðmiðunargildin fyrir karla >480µmol/L og fyrir konur >50
ára eru þau >400µmol/L (samkvæmt handbók klínískrar lífefna-
fræðideildar á Landspítala) sem ef til vill er ástæða til að endur-
skoða í takt við alþjóðlegar leiðbeiningar. Það er ákveðinn kynja-
munur á meðhöndlun þvagsýrugigtar, en þvagsýra í blóði hækkar
hjá körlum strax eftir kynþroska en hjá konum er þvagsýrugigt
sjaldséð fyrir tíðahvörf, þar sem kvenhormón minnka endur-
upptöku þvagsýru. Nýgengið jafnast milli kynja eftir tíðahvörf.9
Þvagsýra er síðasta stig í niðurbroti púrína sem koma úr fæðu eða
myndast við frumuniðurbrot í líkamanum (mynd 1). Of há gildi
þvagsýru eru afleiðing of mikillar myndunar á þvagsýru (10%) og/
eða of lítils útskilnaðar hennar (90%).10
Á G R I P
1Sérnámslæknir á lyflækningasviði Landspítalia, 2gigtardeild, 3rannsóknarstofu í gigtarsjúkdómum, Landspítala, 4læknadeild Háskóla Íslands.
*Báðir höfundar lögðu jafnmikið af mörkum við skrif þessarar greinar.
Fyrirspurnum svarar Ólafur Pálsson, olafurp@landspitali.is
Barst til blaðsins 27. júlí 2017, samþykkt til birtingar 1. febrúar 2018.
doi.org/10.17992/lbl.2018.04.181
Mynd 1. Myndun þvagsýru í líkamanum. Mynd unnin að fyrirmynd Schlee og félaga
2017.5
Y F I R L I T