Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2018/104 173 var notuð til að prófa leitni milli ára fyrir helstu breytur. Þegar prófuð voru tengsl milli HbA1c-gildis og annarra þátta var einnig gerð línuleg aðhvarfsgreining þar sem leiðrétt var fyrir aldri og kyni. Miðað var við marktektarmörk með P-gildi ≤0,05. Rann- sóknin fékk leyfi vísindasiðanefndar (VSNb2015110033/03.01) og Persónuverndar (15-107). Niðurstöður Í rannsókninni voru 113 manns sem samanburðarhæf gögn voru til um öll árin. Einungis 13 af 113 voru með sykursýki 1. Þeir sem voru með sykursýki 2 höfðu marktækt hærri LÞS (P=0,026) og voru að meðaltali 10 árum eldri (P=0,022) en þeir sem voru með sykur- sýki 1. Ekki var marktækur munur á HbA1c-gildi, blóðþrýstingi og blóðfitum einstaklinga í rannsókninni eftir tegund sykursýki. Látnir á tímabilinu voru 66, eða 55% af brotthvarfi úr rannsókn- inni. Fimm fluttu í burtu og einhvern hluta upplýsinga vantaði um 49 manns. Af þeim 113 sem fylgt var eftir til ársins 2015 var meðalaldur 67 ár og 54% voru karlmenn. Yfir rannsóknartímabilið lækkaði hlébilsþrýstingur marktækt og HbA1c-gildið hækkaði marktækt en aðrar breytur sýndu ekki mun (tafla I). HbA1c-gildið var 7,22% (sf 1,20) árið 2005, hækkaði í 7,43% (sf 1,22) til 2010 og var 7,56% (sf 1,12) árið 2015. Hlutfall einstaklinga með sykursýki sem náði alþjóðastöðlum varðandi HbA1c var 51,3% árið 2005 en var 34,6% árið 2015. Flestir mættu alþjóðastöðlum á þríglýseríði árið 2015, eða 78,4%, en 44,2% voru með LÞS <30 kg/m2 árið 2015 (tafla II). Árið 2015 voru flestir eingöngu á töflum til að lækka blóðsyk- urinn, eða 29,2%. Þátttakendur sem eingöngu notuðu insúlín voru 20,3%, 15% á töflum og insúlíni, 7,1% á töflum og Glucagon-like peptide-1 agonista (GLP-1), 8% á töflum, insúlíni og GLP-1 og 5,3% á insúlíni og GLP-1 en 8% eingöngu á lífsstílsmeðferð. Mynd 1 sýn- ir tengsl tegundar blóðsykurslækkandi lyfjameðferðar og HbA1c- gildis. Tafla III sýnir tengsl HbA1c-gildis og annarra þátta árið 2015. Neikvæð fylgni er á milli HbA1c og aldurs (P=0,005, áhrif=-0,02), þeir yngri hafa hærra HbA1c-gildi. Karlar hafa hærri HbA1c-gildi en konur (P=0,037, áhrif=0,44) auk þess sem þeir með merki um fylgikvilla í taugakerfi höfðu hærra HbA1c-gildi en þeir án fylgi- kvilla (P=0,013, áhrif=0,56). Skráning á fylgikvillum var ófullnægjandi árin 2005 og 2010, í 87-95% tilfella vantaði skráningu. Breyting varð á skráningu árið 2015 þar sem hlutfall engra upplýsinga um merki um fylgikvilla í taugakerfi fór úr 90,6% 2005 niður í 35,4% 2015. Árið 2015 voru stað- fest einkenni um fylgikvilla í taugakerfi hjá 51 einstaklingi (44,2%) og staðfest engin einkenni hjá 23 (20,4%). Árið 2015 var hlutfall engra upplýsinga um fylgikvilla í nýrum 21,2%, staðfest einkenni voru hjá 39 einstaklingum (34,5%) og staðfest engin einkenni hjá 51 einstaklingi (45,1%). Mæting í árlegt eftirlit, bæði í móttöku og í árlega blóðprufu var 71-80% öll árin. Umræður Rannsóknin sýndi að almennt urðu ekki miklar breytingar á lík- amlegum mæligildum þátttakenda þau 10 ár sem rannsóknin spannar. En þó varð marktæk hækkun á HbA1c um 0,34% frá 2005 til 2015 og hlutfall þeirra sem náðu að uppfylla alþjóðastaðla varð- andi HbAc-gildið fór úr 51,3% árið 2005 niður í 34,6% árið 2015. Við upphaf lyfjameðferðar lækkaði blóðsykurinn en blóðsykurs- lækkunin hélst ekki til lengri tíma, sem er staðfest í öðrum rann- sóknum.4-6 Meðal HbA1c-gildi upp á 7,56% árið 2015 sýnir að brýnt er að ná betri stjórn á blóðsykurslækkun vegna aukinnar hættu á fylgikvillum hjá einstaklingum með sykursýki 26,16 og sykursýki 1.4,5 Rannsókn meðal fólks með sykursýki 2 í heilsugæslu í Nor- egi (N=6818), Svíþjóð (N=28,657) og Danmörku (N=6443) sýndi að HbA1c-gildið lækkaði verulega í löndunum frá 1995-2005. En frá 2005-2015 varð lítil breyting í Noregi (7,2%) og Svíþjóð (7,3%) en lækkunin hélt áfram í Danmörku þar sem HbA1c-gildið var 6,8% árið 2015.17 Rannsókn á göngudeild innkirtla og sykursýki á Landspítala (N=308/1407) árin 2001-2002 sýndi HbA1c-gildi 7,02% og 6,94% fyrir hvort ár og hlutfall þeirra sem náðu alþjóðavið- miðunum 57% (2001) og 41,7% (2002).18 Rannsóknin á Landspítala18 var þversniðskönnun sem getur skýrt að hluta lægra blóðsykurs- gildi en hér. Vitað er að meðhöndlun sykursýki, og þá sérstaklega sykursýki 2, verður flóknari eftir því sem tíminn líður, insúlín- framleiðsla minnkar og insúlínviðnám eykst.6,8 Hér voru þeir yngri, og þá sérstaklega yngri karlmenn, með hærra HbA1c-gildi R A N N S Ó K N Tafla II. Hlutfall einstaklinga (n=113) sem uppfylla alþjóðastaðla fyrir HbA1c, HDL, LDL, þríglýseríð, LÞS (líkamsþyngdarstuðul), slagbils- og hlébilsþrýsting árin 2005, 2010 og 2015. 2005 2010 2015 HbA1c <7 51,30 43,00 34,60 HDL >1,3 41,50 43,80 32,60 LDL <2 34,50 25,60 41,90 Þríglýseríð <2,2 75,50 79,80 78,40 LÞS <30 43,50 37,00 44,20 Slagbilsþrýstingur<140 59,20 63,40 61,90 Hlébilsþrýstingur <80 59,20 60,40 74,20 Tafla III. Tengsl langtímablóðsykurs (n=113) við fylgikvilla, reykingar, hreyfingu, kyn, aldur, mætingu í móttöku og til næringarfræðings árið 2015. Breyta Fjöldi Áhrif (öryggisbil) P-gildi Fylgikvilli í taugakerfi 51 0,56 (0,12;0,50) 0,0125* Fylgikvilli í nýrum 39 0,04 (-0,42;0,60) 0,86 Fylgikvilli í augum 9 0,29 (-0,48;1,06) 0,46 Fylgikvilli í hjarta 19 0,21 (-0,38;0,79) 0,48 Fylgikvilli í heila 5 0,078 (-0,96;1,11) 0,88 Fylgikvilli í útæðum 12 0,60 (-0,094;1,29) 0,089 Reykir 10 -0,44 (-1,18;0,30) 0,24 Hreyfir sig 41 -0,096 (-0,54;0,35) 0,67 Karlar 62 0,44 (0,027;0,87) 0,037* Mæting í móttöku - 0,19 (-0,066;0,45) 0,14 Mæting til næringafræðings - 0,27 (-0,48;1,01) 0,47 Aldur - -0,02 (-0,040;-0,0073) 0,005* *Marktækni miðuð við p≤0,05, línuleg aðhvarfsgreining, leiðrétt fyrir aldri og kyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.