Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 46
U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R 206 LÆKNAblaðið 2018/104 Aron Már kvíði og þunglyndi Fyrir tveimur árum stofnaði Aron samtökin Allir gráta en mark- mið þess er að opna umræðuna um kvíða og þunglyndi meðal barna og unglinga. „Ég hef alltaf fundið fyrir þunglyndi en eftir að ég missti systur mína þá sökk ég djúpt. Fyrst hafði ég ekki hugmynd um hvað var að gerast. Líkaminn setti upp einn heljarinnar varnar- vegg. Ég var alveg tómur og ég vissi ekki hvernig ég átti að bregðast við umhverfi mínu. Mér leið svo rosalega illa að ég fór að skaða sjálfan mig með eiturlyfjum, drykkju og klámi. Það var ekki fyrr en ég algjörlega fríkaði út að fólkið í kringum mig sagði að ég þyrfti að gera eitthvað í mínum málum. Ég leitaði til sál- fræðings sem hjálpaði mér að skilja hvað það væri sem ég var að upplifa. Ég var í tvö ár hjá honum og nýti mér þau verkfæri sem hann kenndi mér enn í dag, þau hjálpa mér mikið. Ég held að það sé mikilvægt að tala við stráka um tilfinningar. Við búum í svo góðu samfélagi í dag að ég held að næstu kyn- slóðir á eftir okkur verði allt öðruvísi tilfinningalega. Ég mun endalaust tala við son minn um tilfinningar. Ef honum líður illa mun ég reyna að vinna úr því í staðinn fyrir að gera ekkert í því og segja honum að harka bara af sér. Fyrst voru samtökin Allir gráta aðallega ætluð strákum en nú miðum við þetta við alla unglinga, skiptir ekki máli hvaða kyn; stelpu, stráka, hán. Ég ákvað að nýta mér fylgið mitt á samfélags- miðlum til að koma þessum málstað lengra út. Ég fór með fyrir- lestra í skóla og deildi því hvað það væri mikilvægt að vera sam- kvæm sjálfum sér. Þegar ég var yngri vissi ég ekki í hvorn fótinn ég ætti að stíga og var ekkert að pæla í tilfinningum.“ Hrefna Huld geðklofi „Það skiptir máli að umkringja sig fólki sem sem talar ekki öðru- vísi við þig þó þú sért með geðsjúkdóm. Það skortir verulega á fræðslu um þessi málefni og að fleiri stígi fram og deili sinni reynslu.“ Viljinn til þess að hjálpa öðrum dreif Hrefnu til þess að deila sögu sinni í Morgunblaðinu í fyrra. „Ég vildi opna um- ræðuna og fá fólk til þess að vakna til lífsins. Það er ótal mikið af fólki sem ber skömm af geðsjúkdómum sínum vegna þeirra fordóma sem það mætir. Það einangrar sig vegna hræðslu og þar liggur misskilningurinn. Það er ekki fylgifiskur andlegra veik- inda að loka sig af heldur óttinn við viðbrögð annarra. Við verð- um að geta rætt þessi málefni opinskátt.“ Ragnar geðhvarfasýki „Ég mætti í opinn tíma á læknavaktinni á Akureyri og lét allt gossa. Ég væri alvarlega að íhuga að svipta mig lífi og það þyrfti að gera eitthvað núna. Karlgreyið sem tók á móti mér tafsaði og sagði mér að koma aftur á morgun. Daginn eftir var ég kominn með tilvísun og tíma hjá geðlækni tveimur vikum seinna.“ Humi segir léttinn gríðarlegan að vera kominn með lækni og greiningu en mikil sjálfsvinna var fram undan. „Það urðu þáttaskil í lífi mínu að hefja rétta meðferð, fá geðlækni og hefja mitt bataferli. Það var vel haldið utan um mig þegar ég komst að,“ útskýrir Humi en segir kerfið hafa mátt grípa fyrr í taumana. „Kannski á einhverjum tímapunkti hefðu þeir aðilar sem ég leitaði til mátt senda mig til geðlæknis. En hluti af sjúkdómnum mínum er hversu góður ég er í að fela hann. Ég vildi ekki viður- kenna maníuna mína, bara þunglyndið. Ástæðan var einföld: þegar ég fer upp þá er svo gaman og mikil orka. Ég er hrókur alls fagnaðar, ótrúlega duglegur og afkastasamur. Partur af mér vildi halda í þær.“ Vala Kristín átröskun Fyrir rúmu ári síðan var Vala Kristín búin að ná miklum bata en eftir alla þessa sjálfsvinnu var hún enn að upplifa kvíða, þung- lyndi og þráhyggju. Eitt kvöld, upp úr þurru, hringdi hún grát- andi í pabba sinn og spurði til hvaða geðlæknis hún ætti að fara. „Foreldrar mínir höfðu stungið upp á því fyrir mörgum árum en ég þvertók fyrir það. Ég var með svo mikla fordóma og var hrædd um að vera stimpluð geðveik. En þegar ég fékk tíma hjá geðlækninum mínum þá tók ekkert við nema yndislegheit. Hann sá að ég var búin að gera allt sem ég gat. Hreyfa mig, borða reglu- lega og hollt, vinna mikið í sjálfri mér. Allt eftir bókinni. Ég fékk væg kvíða- og þunglyndislyf. Það var punkturinn yfir i-ið í mín- um bata. Það hefur bjargað lífinu mínu. Ég var að gera allt sem ég gat en það var samt efnafræðilegt ójafnvægi í mér. Og lyfin lyftu mér yfir núllið.“ „Mótum samfélag þar sem rætt er opinskátt um tilfinningar og fordómar upprættir“ Hér eru birtir stuttir kaflar úr viðtölunum á heimasíðu Hugrúnar gedfraedsla.is við 7 unga einstaklinga sem tjá sig um reynslu sína af baráttu við ýmsa geðsjúkdóma og frábærum árangri við að ná góðri geðheilsu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.