Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2018/104 167
R I T S T J Ó R N A R G R E I N
Patient Safety and the Increasing Complexity of Modern Healthcare
Elisabet Benedikz MD, EDIC, MPA
Head of Quality and Patient Safety
Landspitali University Hospital
101 Reykjavík
doi.org/10.17992/lbl.2018.04.178
Elísabet Benedikz
læknir
gæða- og sýkingarvarnardeild
Landspítala
ebenedik@landspitali.is
Það eru tískustraumar í heilbrigðisþjónustu eins og öðru. Nú er
tískan sú að setja sjúklinginn í öndvegi og veita þjónustu sem tek-
ur mið af þörfum einstaklingsins og aðstandenda hans. Það felur
meðal annars í sér að sýna virðingu og virkja sjúklinginn í eigin
meðferð á þann hátt sem hefur virði fyrir hann. Hversu vel gengur
þetta hjá okkur? Uppfyllum við þau 8 þjónustuáheit sem Picker
Institute hefur skilgreint sem undirstöðu sjúklingamiðaðrar þjón-
ustu? Hvenær spyrjum við sjúklinginn „hvað skiptir þig máli”?
Á tímum velferðar og framfara í læknavísindum og með þetta í
huga, er nokkuð ljóst að við höfum óafvitandi skapað okkur fjölda
nýrra verkefna sem krefjast meiri samþættingar og heildrænni
hugsunar en við höfum áður þekkt í heilbrigðisþjónustu. Eftir því
sem samfélag okkar þróast og vegnar betur, eykst heilbrigði og
langlífi. Jafnframt lengist líf fólks með fleiri og flóknari sjúkdóma
sem krefst meiri sérhæfni og flóknari meðferða. Ört vaxandi hópur
fólks lifir ekki aðeins lengur með sjúkdómana sína, heldur hef-
ur væntingar um árangur og gerir kröfur um gæði og öryggi. Við
sem veitum heilbrigðisþjónustu fikrum okkur sífellt lengra í því að
praktísera á mörkum þess sem er lífeðlisfræðilega mögulegt. Þótt
um flest gangi það vel og árangur íslenska heilbrigðiskerfisins sé
um margt góður, höfum við ekki náð að halda í við þessa þróun
hvað varðar það að tryggja gæði og öryggi í þjónustunni.
Vinnuskipulag lækna er til marks um þetta, enda heilt yfir að
mestu leyti eins og fyrir 30 árum, sérstaklega að sumarlagi þegar
Ísland lokar og fer í frí, í júlí. Við höfum til áratuga lokað legu-
deildum og sameinað starfsemi að sumarlagi, til að spara aura og
hleypa fólki í frí. Við látum okkur hafa það að vera (meira) undir-
mönnuð þetta tímabil, hlaupum (enn) hraðar. Einnig ráðum við
inn afleysingafólk, læknanemana. Gott fólk og samviskusamt,
framtíð okkar og vonarstjörnur í faginu, en eigi að síður nemar,
með þeim takmörkunum og hættum sem þeim fylgja. Okkur ber
skylda til að tryggja þessu ágæta fólki góða byrjun á ferlinum. Þau
eiga það skilið. Þess í stað hendum við þeim út í djúpu laugina,
hlöðum á þau ábyrgð sem þau eru ekki tilbúin fyrir og setjum
þau í verkefni sem þau hafa ekki forsendur til að ráða við. Óreynt
starfsfólk í framlínu er sá þáttur í starfseminni sem hefur í rann-
sóknum á alvarlegum sjúklingaatvikum sýnt sig að vera einna
oftast rót eða meðvirkandi orsök atviksins. Einnig sést iðulega í
sömu rannsóknum að handleiðsla hefur brugðist og að skipulag
starfseminnar tekur ekki mið af aðstæðum. Á sama tíma og við
ráðum inn nemana í stórum stíl, útskrifast tugir íslenskra lækna
úr erlendum háskólum. Hvað verður um þetta fólk? Hví getum við
ekki ráðið það? Gætum við ekki gert betur í að rækta tengslin við
þessa kollega okkar?
Þetta galna vinnufyrirkomulag á orlofstíma og reyndar á öðr-
um tímum líka, er barn síns tíma og mætir ekki þörfum sjúklings-
ins í dag. Það fyrirfinnst hvergi í þeim löndum sem við berum okk-
ur saman við. Það hlýtur að teljast ófullnægjandi á vorum tímum
að stoppa í götin á þennan hátt, að telja bara hausa en ekki hæfni.
Þann 2. mars síðastliðinn sendi landlæknir bréf til forsvars-
manna heilbrigðisstofnana, þar sem hann áréttaði að samkvæmt
11. grein laga nr. 34/2012 um heilbrigðisstarfsmenn, sé landlækni
heimilt ef nauðsyn krefur, að veita nemum sem lokið hafa 4. ári í
læknisfræði tímabundið leyfi til að sinna tilgreindum læknisstörf-
um. Í bréfinu kemur hins vegar fram að ásókn stjórnenda lækn-
inga á heilbrigðisstofnunum í afgreiðslu leyfanna sé slík að hún
gefi glöggt til kynna að sjálfsagt þyki að nemar séu nýttir til að
leysa afleysinga- og mönnunarvanda stofnana. Einnig beri á því að
þessar umsóknir séu ekki nógu vandaðar. Oft komi í ljós að nem-
inn hafi þegar hafið störf þegar umsókn berst, sem er brot á lögum.
Landlæknir segist eftirleiðis munu skoða umsóknir með gagnrýn-
um hætti og beita sér fyrir því að þessu lagaákvæði verði breytt.
Þetta er mjög áhugavert og auðvitað hárrétt hjá landlækni. Við
sem vinnum við rannsóknir á alvarlegum sjúklingaatvikum þekkj-
um þetta úr eigin starfsemi og höfum sjálf upplýst landlækni og
stjórnendur innanhúss. Því geta menn ekki lengur látið sem ekkert
sé. Nauðsynlegt er að gera þá sjálfsögðu kröfu til starfseminnar
að hún sé skipulögð þannig að hún mæti þörfum sjúklinganna
og tryggi sem best öryggi þeirra. Stjórnendur lækninga þurfa að
leggja sig fram til að tryggja að svo sé, þó áskoranir séu þar vissu-
lega margar. Með þessu hefur fráfarandi landlæknir gefið tóninn.
Fróðlegt verður að sjá hvernig nýr landlæknir hyggst fylgja þessu
eftir.
Öryggi sjúklinga og flækjustig
nútíma heilbrigðisþjónustu