Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 18

Læknablaðið - 01.04.2018, Side 18
Þvagsýrugildi flestra dýra er á bilinu 120-180µmol/L þar sem þau mynda svokallaðan uricasa sem brýtur niður þvagsýru í vatnsleysanlegt allantóín sem skilið er út um nýru. Ákveðin stökk- breyting í uricasa-geninu hjá prímötum, svo sem mannfólki, leiðir til þess að uricasi myndast ekki hjá þeim en það veldur því að þvagsýrugildi þeirra eru hærri en annarra dýrategunda.10,11 Við eðlilegt sýrustig í líkamanum er þvagsýran á jónuðu formi sem úrat. Þegar styrkur úrats eykst verður aukin hætta á ofmettun og kristallamyndun. Aðeins lítill hluti fólks með hækkaða þvag- sýru fær þvagsýrugigt en margir þættir koma þar við sögu, svo sem hitastig, sýrustig, ofþornun í lið og fleira.10 Helst myndast MSÚ-kristallar við kaldar aðstæður í liðvökva eða í súru þvagi og leiða þannig til þvagsýrugigtar og nýrnasteina.8 Leysanleiki þvagsýrukristalla eykst með hækkandi hitastigi og það er aðal- ástæða þess að þvagsýrugigt kemur ekki í mjaðmir og axlir, en þar er hitastigið nærri líkamshita, en í smáliðum neðri útlima er hitastigið 3-4 °C lægra og því er líklegra að liðbólgur komi þar. Lýðgrunduð rannsókn frá 2007-2008 í Bandaríkjunum sýndi al- gengi þvagsýrugigtar 3,9% en algengi skilgreindrar hækkunar á þvagsýru í blóði var 21,4%.12 Nýleg rannsókn með aðstoð nýrrar tölvusneiðmyndartækni (dual energy CT) sýndi að einungis 24% einkennalausra einstaklinga með hækkun á þvagsýru í blóði (skil- greind sem >535µmol/L) voru með MSÚ-kristallaútfellingar við myndrannsókn.13,14 Sjúkdómar sem valda auknu niðurbroti eða umsetningu á frumum geta leitt til of mikillar myndunar á þvagsýru, svo sem illkynja blóðsjúkdómar, bólgusjúkdómar og psoriasis, en það geta einnig áverkar á vef og blæðing, svo sem blæðing í meltingarvegi. Krabbameinslyf og súrefnisskortur vefja valda aukinni myndun á þvagsýru vegna frumuniðurbrots. Meðfæddir og erfðatengdir efnaskiptagallar útskýra aðeins lítinn hluta ofmyndunar þvag- sýru.10 Útskilnaður þvagsýru fer fram gegnum nýru (70%) og meltingarveg (30%). Fjölmargar flutningssameindir í nærpíplu nýrnanna gegna hlutverki í seytun (NPT1, NPT4, MRP4, OAT1, OAT2 og OAT3) og endurupptöku (URAT1, OAT4, OAT10 og GLUT9) þvagsýru. URAT1 og OAT4 eru dæmi um endurupptöku- prótein í nýrunum. Þíasíð þvagræsilyf hafa áhrif á OAT4 og valda aukinni endurupptöku þvagsýru. Ýmis þvagsýruræsandi (uricos- uric) lyf, svo sem próbenesíð, lósartan og benzbrómarón, hindra URAT1 sem leiðir til aukins útskilnaðar á þvagsýru.5,15 Rannsóknir til raðgreiningar erfðamengisins, GWAS (genome wide association studies), hafa gefið til kynna erfðabreytileika í of- angreindum flutningssameindum sem hafa áhrif til hækkunar á þvagsýru í blóði, þá með aukinni endurupptöku þvagsýru í nýr- um, minnkaðri seytun í nýrum og minnkuðum útskilnaði um meltingarveg. Nefna má erfðabreytileika í SLC22A12 sem kóðar fyrir URAT1 og SLC2A9 sem kóðar fyrir GLUT2 sem valda minnk- aðri endurupptöku þvagsýru og auknum útskilnaði hjá ákveðnum sjúklingum. Nýrnabilun og þvagsýrunýrnasteinar eru algengari hjá þessum sjúklingahópi en öðrum vegna hækkaðs styrks þvag- sýru í þvagi. Erfðabreytileikar í ABCG2 flutningspróteini hafa fundist hjá 10% hvítra manna og valda 75% minnkuðum útskiln- aði þvagsýru um meltingarveg og nýru en minnkaður útskiln- aður um meltingarveg getur valdið auknu álagi á nýru.5,10,16 Með raðgreiningarrannsóknum hafa fundist 28 genasæti en þau skýra aðeins 7% breytileika í styrk þvagsýru í blóði. Talið er að flest af þessum 28 genasætum tengist einnig aukinni áhættu á myndun þvagsýrugigtar en í dag hafa þau ekki áhrif á greiningu eða með- ferð ástandsins.17 Raðgreining á erfðamengi Íslendinga sem gerð var árið 2011 sýndi áður óþekktan erfðabreytileika í tengslum við þvagsýrugigt, ALDH16A1, sem er talinn skýra 0,5% breytileika þvagsýrugildis í blóði hjá Íslendingum.18 Bakteríur í þörmunum spila stórt hlutverk við niðurbrot púrína og í myndun og útskilnaði þvagsýru. Sem dæmi má nefna að bakteríurnar Lactobacillus og Pseudomonas mynda ensím, svo sem uricasa, sem eins og áður segir veldur niðurbroti þvagsýru í vatns- leysanlegt allantóín. Fleiri bakteríur hafa fundist sem seyta flutn- ingspróteinum fyrir þvagsýru sem taka þátt í útskilnaði henn- ar. Guo og félagar sýndu fram á marktækan mun á þarmaflóru þvagsýrugigtarsjúklinga og samanburðarhóps, þar sem bakterí- ur sem mynduðu xanthine dehydrogenasa voru ráðandi en lítið um uricasamyndandi bakteríur. Í rannsókn þeirra var Bacteroides caccae áberandi hjá þvagsýrugigtarsjúklingum en hún hefur áður verið rannsökuð í sjúklingum með bólgusjúkdóm í þörmum (in- flammatory bowel disease) og talið er hún að geti valdið mikilli bólgu- svörun. Áberandi var hversu lítið var um bakteríuna Faecalibacter- ium prausnitzii hjá þvagsýrugigtarsjúklingum en rannsóknir hafa áður sýnt að hún hefur bólgueyðandi eiginleika gegnum myndun bútýrats. Hjá sjúklingum með skorpulifur og áunna sykursýki er einnig skortur á þessari bakteríu en samkvæmt þessari rannsókn er þarmaflóra þvagsýrugigtarsjúklinga og sjúklinga með áunna sykursýki á margan hátt lík.19 Fleiri rannsóknir, meðal annars rannsóknir á músum, hafa gefið vísbendingar um að þarmaflóran skipti máli hjá sjúklingum með þvagsýrugigt.20 Þvagsýrukristallar Ósértæka (innate) ónæmiskerfið sér kristalla sem óæskileg efni sem geta ræst bólguferli en MSÚ-kristallarnir virðast vekja sterk- ari bólguviðbrögð en aðrar tegundir kristalla. Ferlið endar með virkjun NALP3-bólgupróteins gegnum makrófaga sem virkjar Interleukin-1 (IL-1) breytandi ensím sem breytir óvirku formi IL- -1β og IL-18 í virkt form. Þetta ástand veldur virkjun á ósértæka og sértæka ónæmiskerfinu kringum kristallana. Þvagsýrukrist- allarnir virkja einnig daufkyrninga sem mynda svokölluð NET (neutrophil extracellular traps) kringum þá. Þessi NET draga til sín bólgumiðla (chemokine, cytokine) og verja kristallana fyrir ónæmis- frumunum. NET og MSÚ mynda nokkurs konar kristalkjarna og minnkar það bólguáhrif MSÚ-kristallanna. Á þennan hátt er talið að þvagsýrugigtarliðbólga gangi yfir, en vitað er að kristallarnir eyðast ekki af sjálfu sér.5,21 Þá virðast sjúklingar með langvinna bólguhnúðasjúkdóma (granuloma) ekki geta myndað NET gagn- vart MSÚ-kristöllum eða bakteríum, sem getur valdið því að þeim sjúklingum er hættara við ýktara og langvinnara bólgusvari.22 Án þvagsýrulækkandi meðferðar er aukin hætta á að langvinn þvagsýrugigt þróist á nokkrum árum eftir fyrstu bráðu liðbólg- una af völdum þvagsýrukristalla. Þvagsýrugigtarhnútar (tophi) eru einkennandi í langvinnri þvagsýrugigt af stigi 4 (sjá kafla um einkenni). Hnútarnir myndast við langvinna bólguhnútaröskun sem bólgusvar við MSÚ-kristöllum sem krefst aðkomu bæði ósér- Y F I R L I T 178 LÆKNAblaðið 2018/104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.