Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 45
LÆKNAblaðið 2018/104 205 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Fræðslan okkar byggir annars vegar á því að krakkarnir átti sig á því að allir eru með geðheilsu sem þarf að hlúa að til að hún haldist heilbrigð. Þetta er inngangur- inn, því svo er farið í gegnum helstu geð- sjúkdóma og einkenni þeirra og boðið upp á umræður að loknum fyrirlestri. Það eru alltaf tveir einstaklingar frá okkur með hvern fyrirlestur, yfirleitt af báðum kynj- um og allir fræðararnir okkar hafa farið í gegnum undirbúningsnámskeið og verið með í þremur fyrirlestrum áður en þeir fara að starfa sjálfstætt fyrir okkur. Það er ekki langur tími að fá einn klukkutíma með nemendum til að fræða um þetta en það er engu að síður mjög gagnlegt og opnar augu margra fyrir einkennum sem þeir hafa ekki áttað sig á. Við ræðum geðsjúkdóma einsog geðhvarfasýki, geð- klofa, fíknisjúkdóma, kvíða og þunglyndi, átröskun og árátturöskun og það er mjög mikilvægt að þetta er gert á forsendum jafningjafræðslu þar sem okkar fræðarar eru allir innan við þrítugt. Við ætlum að setja þau aldursmörk í lög félagsins þar sem okkur fannst þetta vera lykilatriði við að ná til nemendanna. Þar studdumst við einnig við reynslu af starfi Ástráðs, sem er kynfræðsla læknanema fyrir framhalds- skólanema og var að mörgu leyti fyrir- mynd og hvatning að stofnun Hugrúnar.“ Mikilvægt að fræða foreldra og kennara Elísabet bætir því við að fræðslan sé ekki eingöngu bundin við fyrirlestra í skólum. „Við nýtum einnig samfélagsmiðlana og höfum verið í samstarfi við Rauða kross- inn í átakinu Útmeða´ og boðið upp á fyr- irlestra fyrir kennara og foreldrafélög og félagsmiðstöðvarnar. Þar erum við að ná til þeirra sem eru daglegum samskiptum við unglingana og þannig nýtist fræðslan mun betur en ella, þar sem við höfum bara einn klukkutíma til að fræða unglingana. Óhjákvæmilega hefur starfsemi Hug- rúnar orðið mun stærri en ætlað var í upphafi og þetta væri auðvitað ekki hægt nema vegna þess að við erum með yfir hundrað sjálfboðaliða í fræðslunni, lang- flestir nemendur í hjúkrunarfræði, lækn- isfræði og sálfræði þó þátttakan sé ekki bundin við þessar greinar.“ Eitt af markmiðunum að sögn Elísabet- ar er að kenna unglingunum að tjá sig um líðan sína. „Að þau geti komið orðum að því hvernig þeim líður, tjáð tilfinningar sínar og sýnt hvort öðru skilning. Við viljum líka leggja okkar af mörkum til að opna umræðuna í samfélaginu og það var hugmyndin að baki átakinu við opnun nýju heimasíðunnar.“ Á heimasíðunni eru birt viðtöl við 7 ungar manneskjur sem glímt hafa við geð- sjúkdóma og náð góðri geðheilsu. Veikindi þeirra eru að sögn Elísabetar þverskurður af því helsta sem herjar á geðheilsuna; sama upptalning og hér að ofan þar sem þau lýsa baráttu sinni við geðklofa, geð- hvarfasýki, kvíða og þunglyndi, fíkni- vanda, átröskun, áráttuhegðun og einnig tjáir ein ung kona sig um hvernig er að vera aðstandandi móður með þunglyndi. „Við veltum því talsvert fyrir okkur hvernig væri best að standa að þessu og hugmyndin að viðtölunum var ekki sú fyrsta sem okkur datt í hug. Þegar við höfðum svo ákveðið að reyna þetta og leit- uðum til þessara einstaklinga sögðu þau samstundis já og voru mjög áhugasöm, ein kom meira segja sérstaklega fljúgandi frá Kaupmannahöfn til að geta verið með, og svo tókust öll viðtölin alveg ótrúlega vel.“ Elísabet segir að viðtökur hafi verið langt umfram væntingar. „Við höfum fengið 20.000 heimsóknir á heimasíðuna og enn fleiri hafa horft á myndböndin á facebook síðu Hugrúnar. Fjölmiðlar hafa einnig sýnt þessu áhuga og þannig nær þetta lengra út í samfélagið. Við getum ekki annað en verið ánægð með árangur- inn.“ Á nýrri heimasíðu Hugrúnar eru birt viðtöl við sjö ungar manneskjur sem glímt hafa við geðsjúkdóma og náð góðri geðheilsu, að sögn Elísabetar Brynjarsdóttur formanns Hugrúnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.