Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 14
en þeir eldri og var sú fylgni ekki drifin áfram af yngri einstak- lingum með sykursýki 1. Þetta er erfitt að skýra en vert er að skoða sálfélagslega þætti, en þeir eru: félagslegir, hegðunarlegir, tilfinn- ingalegir og flóknir umhverfisþættir. Þessir þættir hafa allir áhrif á einstakling með sykursýki og skipta máli í því að ná viðunandi tökum á sjúkdómnum og sálfélagslegri líðan.19 Sjálfsumönnun einstaklinga með sykursýki getur verið flókin og tímafrek á hverj- um degi, hún hefur áhrif á einstaklinginn og fjölskyldu hans, og því er nauðsynlegt að meðferðin sé einstaklingsmiðuð og að einstaklingurinn sjálfur sé með í ráðum.8 Í rannsókninni náðu 37-44,2% alþjóðaviðmiðum um líkams- þyngdarstuðul en hann er hár öll árin, eða í kringum 32 kg/m². Hár líkamsþyngdarstuðull hér kemur fram öll árin þrátt fyrir að 13 einstaklingar með sykursýki 1 séu með í rannsóknarhópi og hafi marktækt lægri líkamsþyngdarstuðul en þeir sem eru með sykursýki 2. Stuðull upp á 32 kg/m² er hærra en í öðrum rann- sóknum.20 Í rannsókn Birkeland og félaga17 var meðalgildi líkams- þyngdarstuðuls um 30 kg/km2 og í Landspítala-rannsókninni18 var hann undir 30 kg/m². Hár stuðull hefur tengsl við aukna áhættu á fylgikvillum.20 Hinn hái líkamsþyngdarstuðull getur skýrt að hluta hærra HbA1c-gildi hér, en insúlínviðnám eykst með líkams- þyngd, sérstaklega auknu mittismáli.21 Hlébilsþrýstingur lækkaði á þessum 10 árum og almennt voru líkamleg gildi í þessari rann- sókn í samræmi við áðurnefnda rannsókn.17 Hér var hlutfall þeirra sem náðu alþjóðaviðmiðum í blóð- þrýstingi frá 59,2-74,2% og í blóðfitu frá 32,6% til 78,4%. Í Landspít- ala-rannsókninni náðu 55-61% aðþjóðamarkmiðum í blóðþrýstingi og á bilinu 37-45% fyrir HDL og LDL18 sem er heldur lægra hlut- fall en í okkar rannsókn og gefur vísbendingar um að nú sé meiri áhersla lögð á meðhöndlun þessara þátta samkvæmt alþjóðleg- um leiðbeiningum.10,15 Í afturskyggnri rannsókn sem gerð var á Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU) á árunum 1999-2003 (N=60), náðu 30% að uppfylla gildi alþjóðastaðla í HDL, LDL og HbA1c.22 En alþjóðaviðmið um blóðfitur hafa breyst og gera nú ráð fyrir betri árangri en þegar rannsóknirnar á HSU22 og Landspítala18 voru gerðar. Okkar rannsókn staðfestir að það er áskorun að ná meðferðarmarkmiðum þó svo að í klínísku starfi séu klínískar leiðbeiningar10-15 hafðar sem viðmið. Aðrar rannsóknir staðfesta bilið sem er á milli leiðbeinandi markmiða og fjölda sjúklinga sem ná ákjósanlegum gildum í HbA1c og áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma.23-24 Rannsóknin sýndi aukningu á fylgikvillum í nýrum með ár- unum. En til að meta fylgikvilla í nýrum skiluðu þátttakendur inn þvagprufu öll rannsóknarárin. Rannsóknir sýna að allt að 7% einstaklinga með sykursýki 2 eru með microalbuminureu við greiningu og 25% hafa fylgikvilla í nýrum 10 árum eftir grein- ingu.25-26 Rannsóknir staðfesta að tengsl eru á milli fjölda ára með sykursýki og sjúkdóma í nýrum og tengslin verða sterkari þegar sjúkdómslengdin er ≥10 ár, hár blóðþrýstingur hefur einnig áhrif á þetta ferli.27 Hér voru merki um einkenni frá taugakerfi staðfest hjá 50 einstaklingum, eða 44,2% árið 2015, sem er hærra hlutfall en hjá Khedr og félögum (N=9303). Þeir skoðuðu hóp einstaklinga bæði með sykursýki 1 og sykursýki 2, þar var algengi fylgikvilla í taugakerfi hjá þeim sem voru með sykursýki 2 17,9% en 38,5% meðal þeirra sem höfðu sykursýki 1.28 Khedr og félagar28 mátu tíðni einkenna frá taugakerfi miðað við aldur en ekki tímalengd með sjúkdómi. Evrópskar rannsóknir hafa sýnt 18-35% algengi fylgikvilla í taugakerfi úr sjúkraskrám heilsugæslustöðva, en hlutfallið hækkar ef skoðaðar eru sjúkraskrár sjúkrahúsa.29 Fylgni HbA1c-gildis við fylgikvilla er þekkt6-7 og hér eru marktæk tengsl milli hærra HbA1c-gildis og merkja um fylgikvilla í taugakerfi árið 2015. Þegar skoðuð eru tengsl HbA1c og lyfjanotkunar kemur í ljós að ákveðin þróun hefur orðið í lyfjameðferð sem endurspegl- ar alþjóðaráðleggingar.8,9 Almennt var góð mæting í sykursýkismóttökuna og blóð- og þvagrannsóknir (71-80%) en langt verkfall heilbrigðisstarfsmanna árið 2015 setti töluvert strik í komur. Í heild var þjónustan í sam- ræmi við alþjóðaviðmið en í alþjóðaleiðbeiningum er áhersla lögð á fræðslu, skipulagt, reglulegt eftirlit og næringarráðgjöf.10,15 Þó svo að blóðsykurstjórnun sé aðaláhersluþáttur í meðferð sykur- sýki er nú lögð áhersla á að einstaklingsmiða meðferðina, hafa einstaklinginn með í ráðum og taka tillit til annarra þátta eins og hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, reykinga og lífsstíls.8,10,15 Skráning var léleg á ýmsum mikilvægum þáttum eins og lífs- stílsþáttum, tilkomu fylgikvilla, ástandi fóta og lyfjanotkunar. Árin 2005 og 2010 var nær eingöngu hægt að fá slíkar upplýsingar í texta lækna, hjúkrunarfræðinga og næringarfræðings og var mjög handahófskennt hversu miklar upplýsingar voru til. Þetta breyttist eftir að sykursýkiseyðublaðið í Sögukerfinu var tekið í notkun. Æskilegt er að sykursýkiseyðublaðið í Sögukerfinu verði notað við skráningu meðferðar hjá fólki með sykursýki sem víðast til að auka samhæfingu í meðferð. En brýnt er að vanda skráningu og um leið að finna leiðir til að gera skráningu auðveldari fyrir heilbrigðisstarfsfólk. Samkvæmt Tamayo og félögum29 er skrán- ingu víða ábótavant í Evrópu milli meðferðarstiga og landa. Þegar skoðaður var nánar hópurinn sem greindur er með sykursýki 2 og notar eingöngu insúlín má sjá að búið er að breyta greiningu fjögurra í Latent autoimmune diabetes of adults (LADA) árið 2016 (ári eftir að þessari rannsókn lauk) og leiða má líkur að því að þrír til viðbótar falli undir þá greiningu. Bent hefur verið á að skilgreining milli tegundar sykursýki 1 eða 2 sé oft óljós og þá sérstaklega hjá eldri einstaklingum.30 Skoða þarf skráningu einnig með tilliti til þessa. Breyting var gerð á verklagi í sykursýkismóttöku HSS eftir rannsóknina þar sem skerpt var á verkferlum, skráning efld og boðið uppá námskeið. Annar hjúkrunarfræðinga móttökunnar hefur lokið tveggja ára meistaranámi með áherslu á sykursýki og diplómanámi í sykursýki þar sem meðal námsefnis voru alþjóða- viðmið IDF, NICE og SIGN. Styrkleikar og veikleikar rannsóknarinnar Styrkleiki rannsóknarinnar er sá að hún fylgdi eftir hópi einstak- linga með sykursýki í 10 ár. Rannsóknin náði yfir 113 einstaklinga sem samanburðarhæf gögn voru til um yfir öll árin og því hægt að skoða þróun líkamlegra mæligilda þeirra yfir tímabilið. Af þeim sem ekki var hægt að fylgja eftir í 10 ár voru 66 látnir, 5 höfðu flutt og upplýsingar vantaði um 49. Hópurinn sem hefur gögn yfir öll árin er samanburðarhæfur og veitir áhugaverðar upplýs- ingar. Hundrað og þrettán einstaklingar eru nægilega stór hópur til að draga marktækar ályktanir en ef stærri hópur væri til staðar 174 LÆKNAblaðið 2018/104 R A N N S Ó K N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.