Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 48
208 LÆKNAblaðið 2018/104 Nýjar reglur um lyfjaávísanir Magnús Jóhannsson læknir magnus@landlaeknir.is, Anna Björg Aradóttir sviðsstjóri, Jón Pétur Einarsson lyfjafræðingur, Ólafur B. Einarsson sérfræðingur F R Á E M B Æ T T I L A N D L Æ K N I S 2 3 . P I S T I L L Á næstu mánuðum mun ganga í gildi ný reglugerð um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja nr. 1266/2017.1 Ýmsar breytingar eru frá eldri reglugerð og segja má að þessar nýju reglur veiti læknum meira aðhald í lyfjaávísunum en þær eldri. Þessum breytingum er ætlað að stuðla að skyn- samlegri, markvissari og öruggari lyfja- notkun í landinu. Stefnt er að því að innan fárra ára verði allar lyfjaávísanir rafrænar. Þess vegna eru þær takmarkanir á notkun pappírslyf- seðla (á nýju eyðublaði; sjá viðauka við reglugerðina) að einungis má ávísa einu lyfi á hverjum lyfseðli og bara fyrir eina afgreiðslu. Með gildistöku síðar á árinu verður að ávísa ávana- og fíknilyfjum til afgreiðslu hér á landi á pappírsformi. Frá 1. september 2018 má aðeins ávísa eftir- ritunarskyldum lyfjum til 30 daga notkun- ar í senn. Nokkrar nýjar takmarkanir eru settar á lyfjaávísanir. Ef fyrir er gild ávísun í lyfjaávísanagátt fyrir ávana- og fíkni- lyfi er einungis heimilt að útbúa aðra ávísun á sama lyf ef ávísað er á annan styrkleika eða ef fella á úr gildi gildandi lyfjaávísun og útbúa nýja. Ennfremur er einungis heimilt að afgreiða metýlfenídat (ATC flokkur N06BA04) eða amfetamín (flokkur N06BA01) ef sjúklingur er með gilt lyfjaskírteini frá Sjúkratryggingum Íslands. Áfram verður heimilt að ávísa lyfjum í síma en þó ekki til skömmtunar, ekki ávana- og fíknilyfi og einungis einni pakkningu í senn. Embættinu hafa borist ábendingar frá heilsugæslulæknum um að þeir hafi ver- ið settir á lyfjaskírteini sjúklinga vegna ADHD-greininga sérfræðinga að þeim for- spurðum. Embættið vill benda á að það sé eðlilegt að læknar séu spurðir áður hvort þeir vilji taka að sér að sjá um ávísanir ADHD-lyfja. Nokkuð hefur borið á því að fólk sé að fá örvandi lyf umfram hámarks- skammta og jafnvel á sama tíma og við- komandi er að fá önnur ávanabindandi lyf sem ekki eru æskileg með örvandi lyfjum. Heilsugæslulæknar sem taka að sér ávís- anir ADHD-lyfja þurfa að vera tilbúnir að stýra meðferð þannig að ávísanir fari eftir klínískum leiðbeiningum. Lengi hefur verið í gildi sú regla að sá sem leysir út eftirritunarskylt lyf í lyfjabúð þarf að sýna skilríki og kvitta fyrir mót- töku. Ekki eru nærri öll ávanabindandi lyf eftirritunarskyld og nokkuð hefur borið á því að lyf hafi verið svikin út á nafn annarra. Til að hamla gegn slíkri misnotkun er nú tekin upp sú regla að allir sem leysa út lyf í lyfjabúð, óháð lyfi og pakkningastærð, skuli sýna skilríki. Ef grunsemd um misferli vaknar, eftir að apótek afgreiðir lyfið, er því hægt að fletta upp hver leysti út viðkomandi lyf. Embætti landlæknis rekur lyfjaávís- anagátt sem tekur við rafrænum lyfja- ávísunum og heldur utan um afgreiðslur þeirra. Þessi ávísanagátt tekur við rafræn- um lyfjaávísunum sem læknar senda úr sínum sjúkraskrárkerfum eða af vefsvæði Embættis landlæknis (lyfsedlar.landlaeknir. is/). Viðmót lyfjaávísanagáttar er í stöðugri þróun og ný virkni verður þróuð og virkj- uð eftir því sem efni standa til. Einnig má minna á að almenningur hefur aðgang að sinni eigin lyfjasögu og hvaða lyf viðkom- andi á óútleyst í gáttinni, á vefsvæðinu heilsuvera.is/ Mjög mikilvægt er að læknar noti lyfjagagnagrunn landlæknis (lyfjaávís- anagáttina) sem mest en upplýsingar þar eru uppfærðar í rauntíma. Þetta er mikil- vægt til að sjá hvaða lyfjum aðrir læknar eru að ávísa á sjúklinginn, til að forðast óheppilegar lyfjablöndur og almennt til að fá yfirsýn yfir lyfjasögu. Læknar geta einnig séð hvaða lyf skjólstæðingar þeirra eiga óútleyst í lyfjagátt og geta þeir fellt út sínar ávísanir og annarra lækna ef ástæða er til. Mikilvægi lyfjagagnagrunnsins er ótvírætt og eins og áður segir eru læknar hvattir til að nota hann alltaf þegar til meðhöndlunar skjólstæðinga kemur en ónauðsynleg notkun er bönnuð (það að einhverjum sé flett upp sem ekki er til skoðunar/meðhöndlunar hjá viðkomandi lækni) og er Embætti landlæknis með eftirlitshlutverk gagnvart því. Nú eru í þróun aðferðir við það eftirlit og er rétt að læknar og heilbrigðisstarfsfólk viti af því. Heimildir 1. reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduntum/velferdar- raduneyti/nr/1266-2017 Ertu með hugmynd að dagskrá fyrir Læknadaga 21.-25. janúar 2019? Þeir sem vilja leggja til efni í dagskrá Læknadaga eru beðnir að fylla út umsóknarblað á innra neti Læknafélagsins og senda til Margrétar Aðalsteinsdóttur margret@lis.is fyrir 10. maí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.