Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 01.04.2018, Blaðsíða 51
LÆKNAblaðið 2018/104 211 Ástralíu á síðasta ári. Bandaríska lyfja- og matvælastofnunin (FDA) hefur samþykkt klínískar leiðbeiningar um HPV-frumskimun. Framkvæmd leghálsspeglana Fagaðilar eru sammála um að leghálsspeglanir ættu vera hluti af þjónustu kvennadeildar Landspítala en það fyrirkomulag tíðk- ast í nágrannalöndunum. Stofnun leghálsspeglunareiningar við kvennadeild Landspítala er aðkallandi til að efla gæði, sjálfbærni og kennslu og gæti reynst jákvætt við úttektir erlendra matsaðila á menntunarhæfi deildarinnar. Lokaorð Ein meginforsenda skimunar fyrir krabbameinum er að gagnsemi hennar sé meiri en skaðsemi. Niðurstaða óháðrar nefndar í Englandi var að skimun fyrir brjóstakrabbameini geti lækkað dánartíðni um 20% ef vel er að henni staðið.7 Niðurstaða nýlegrar rannsóknar frá Hollandi sýndi hins vegar að skimun fyrir brjóstakrabbameini hefði óveruleg áhrif til lækkunar dánartíðni brjóstakrabbameins.8 Skimun fyrir leghálskrabbameini getur lækkað dánartíðni yfir 90% og er þannig ein árangursríkasta heilsuvernd sem er í boði fyrir konur og getur árangur hennar jafnast á við mikilvægi árangurs í bólusetn- ingum barna. Til að tryggja sem best heilsu kvenna er brýnt að heilbrigðis- ráðherra geri nauðsynlegar breytingar á skipulagi, stjórn og fram- kvæmd skimunar fyrir krabbameini í brjóstum og leghálsi þannig að hún þjóni aðeins hagmunum kvenna en ekki öðrum óskyldum hags- munum. Reynsla undanfarinna 25 ára sýnir að núverandi skipulag, stjórn og framkvæmd á skimun fyrir brjósa- og leghálskrabbameini hefur þróast með neikvæðum hætti og brýnt að heilbrigðisyfirvöld og eftirlitsaðilar taki ábyrgð og tryggi að skimun fyrir þessum krabbameinum þjóni almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Nauðsynlegar skipulagsbreytingar eru að mati þess sem hér skrifar meðal annars að stjórn skipulegrar skimunar verði komið fyrir á stjórnsýslustigi með skimunarráði, stýrihópum og faghópum til ráðgjafar og að fylgt verði evrópskum leiðbeiningum. Fram- kvæmd skimunar fyrir brjóstakrabbameini verði á vegum sérhæfðra röntgenþjónustuaðila. Framkvæmd skimunar fyrir leghálskrabba- meini verði á vegum heilsugæslunnar. Tekin verði upp HPV-frum- skimun eins og sóttvarnarlæknir hefur mælt með. Þannig mætti bjóða konum gjaldfrjálsa skimun fyrir leghálskrabbameini, líkt og mæðra- og ungbarnavernd, án þess að veita þyrfti viðbótarfjármagni til málaflokksins.6 Heimildir 1. Ársskýrsla leitarsviðs Krabbameinsfélags Íslands 2016, óbirt. 2. European Guidelines for Quality Assurance in Breast Cancer Screening and Diagnosis (4th Edition) 3. European Guidelines for Quality Assurance in Cervical Cancer Screening (2th Edition). 4. stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=b93f90f1-631d-11e7-9416-005056bc4d74 – febrúar 2018. 5. nkcx.se/templates/_rsrapport_2017.pdf – febrúar 2018. 6. Kristjánsson B. Kostnaðargreining á HPV frumskimun á Íslandi. Háskólinn í Reykjavík, 2016. 7. Marmot MG, Altman DG, Cameron DA, Dewar JA, Thompson SG, Wilcox M. The benefits and harms of breast cancer screening: an independent review. Br J Cancer 2013: 108: 2205-40. 8. Autier P, Boniol M, Koechlin A, Pizot C, Boniol M. Effectiveness of and overdiagnosis from mammography screening in the Netherlands: population based study. BMJ 2017; 359: j5224.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.